Fullbókað: Samfélagsábyrgð og starfsánægja

Fjallað verður um tengsl starfsánægju og samfélagsábyrgðar fyrirtækja, þ.e. hvernig áhersla fyrirtækja á samfélagsábyrgð ýtir undir starfsánægju og stolt starfsmanna. Varpað verður ljósi á innlendar og erlendar rannsóknir og sagt frá reynslu fyrirtækja, t.d. af mælingum þeirra um starfsánægju sem og mælingar á hvað það er varðandi samfélagsábyrgð sem starfsfólkið lætur sig varða.

"Samfélagsábyrgð og upplifun, viðhorf og hegðun starfsfólks"
Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun í HR, mun byrja fundinn á umfjöllun um niðurstöður úr CRANET rannsókninni í tengslum við samfélagsábyrgð og starfsánægju.

"Samfélagsábyrgð og starfsmenn Landsbankans"
Baldur Gísli Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, mun fjalla um mælingar sem bankinn hefur gert á viðhorfi starfsfólks til samfélagsábyrgðar.

"Áhrif samfélagsábyrgðar á fyrirtækjamenningu - fræðin og mælingarnar".
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstóri hjá Reykjavíkurborg. Hún er menntuð á sviði samfélgsábyrgðar frá Svíþjóð og mun segja frá rannsóknum sem hún gerði meðal tveggja íslenskra fyrirtækja og velta upp möguleikum Reykjavíkurborgar að mæla viðhorf starfsfólks til samfélagsábyrgðar.

Fundarstjóri verður Elma Dögg Steingrímsdóttir, gæðastjóri Te & Kaffi.

Fullbókað: Málstofa um farsæla innleiðingu stefnu.

Fimmtudaginn 30. mars nk. býður Stjórnvísi félagsmönnum að sækja málstofu um farsæla innleiðingu stefnu.

Viðburðurinn er ætlaður félagsmönnum í öllum faghópum Stjórnvísi og verður haldinn hjá Símanum í Ármúla 25.

Kynntar verða sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar MMR um framkvæmd stefnu á íslenskum vinnustöðum. Jafnframt verður kynnt áhrifarík og margreynd aðferð FranklinCovey við farsæla innleiðingu á stefnumarkandi breytingum - 4DX: The 4 Disciplines of Execution. Að auki verða reynslusögur frá tveimur af þeim fjölmörgu íslensku vinnustöðum sem hafa innleitt 4DX sl. ár með eftirtektarverðum árangri.

Sætisfjöldi er mjög takmarkaður.
Fyrirlesarar: Kristinn T. Gunnarsson, ráðgjafi hjá Expectus
Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu og þjónustu hjá Símanum
Ragnar Þór Jónsson, forstjóri Öryggismiðstöðvarinnar

„Set ég þristinn út!“ - Er A3 ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki?

A3, eða þristar, gegna veigamiklu hlutverki í „lean“ skipulagsheildum. Sumir sérfræðingar ganga svo lagt að halda því fram að þristarnir séu hjartað í lean. Eru þeir ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki? Eru þeir kannski allt þetta og margt fleira til?
Steinþór Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent mun fjalla um margvíslegt notagildi þristanna og þá almennu eiginleika sem gera þá að þessu notadrjúga áhaldi og rekur dæmi um notkun þeirra við ólík viðfangsefni frá stefnumótun til afmarkaðra umbótaverkefna.

Steinþór mun einnig ræða um sína reynslu af notkun þrista í margvíslegu umhverfi, bæði rótgrónu straumlínustjórnunarfyrirtæki og skipulagsheildum sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Umbótavinnustofur: Kostir og gallar. Reynslusögur stjórnenda og umræður

Umbótavinnustofur, eða Kaizen Blitz, er eitt af verkfærum Straumlínustjórnunar sem sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér. Í örstuttu máli felst aðferðin í að setja saman hóp fulltrúa allra þeirra aðila sem að tilteknu ferli koma og setja þeim markmið um að leysa tiltekið úrlausnarefni í snarpri vinnulotu.

Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Sveinn Valtýr Sveinsson, yfirverkefnastjóri í rekstrarráðgjöf hjá Ernst & Young, deila sínum reynslusögum frá umbótavinnustofum. Hvað hefur virkað vel og hvað ekki? Eftir kynningar verður nægur tími fyrir umræður þar sem áheyrendum í sal gefst tækifæri til að spyrja spurninga og ráða.

Mótun skilaboða í auglýsingum

Gunnar Thorberg Sigurðsson hjá Kapal fer yfir helstu leiðir til að móta skilaboð í auglýsingum ásamt því að taka fyrir raunveruleg dæmi.

Hvaða skilaboð eru vænlegust til árangurs og eru skilaboðin í takt við markmiðið með auglýsingunni. Er um að ræða skilaboð sem vekja jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar?
Ættir þú að vera með skilaboð sem vekja upp reiði eða skemmtilega upplifun? Hvað situr eftir þegar auglýsingunni líkur og vita þeir sem auglýsa hvort hreyfi við markmiðunum.
Starfsfólk Kapals hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af markaðssetningu á hefðbundnum og starfrænum miðlum, en er munur þar á þegar kemur að skilaboðunum í markaðsefninu.

Við mælum með að leggja snemma af stað til að mæta tímalega en fyrirlesturinn hefst 8:45.

Gunnar er stofnandi, eigandi og ráðgjafi hjá Kapal. Hann er með MSc management and eBusiness, University of Paisley í Skotlandi og BSc viðskiptafræði, Háskóli Íslands. Gunnar er dellukallinn í Kapli, hann hefur prófað hinar ýmsu tómstundir sem lagt var af stað í með miklu trukki en misjöfnum árangri. Það leið langur tími þar til fyrsti fiskurinn beit á agnið en eftir það var ekki aftur snúið með veiðina. Gunni er nokkuð efnilegur gítarleikari en áhuginn er víst meiri þar en getan. Markaðsdellan blómstar hins vegar ávallt og grúskar Gunnar mikið í þeim fræðum.

http://www.kapall.is/

Lausnamiðuð samskipti

Hér er á ferðinni fróðlegur og gagnlegur fyrirlestur sem fjallar um lausnamiðuð samskipti.

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar, fjallar hér um leiðir til þess að tala um það sem skiptir máli og hvernig við getum náð betri árangri í samskiptum við erfiðar aðstæður.

Góð samskipti eru lykilþáttur í allri velgengni, hvort sem um er að ræða í fyrirtæki eða fjölskyldulífi. Með því að vera meðvitaðri um leiðir til þess að sníða hjá algengum mistökum getum við bætt eigin árangur og vellíðan. Í fyrirlestrinum er m.a. farið yfir hvernig við ræðum viðkvæm málefni og finnum sameiginlegar lausnir, án þess að móðga fólk eða hrinda því frá okkur.

Nýjungar í innri úttektum - aðalfundur gæðastjórnunar og ISO

Hverjar eru nýjungar í innri úttektum?

Sveinn V. Ólafsson, sérfræðingur Staðlaráðs, opnar umræðuna með innleggi um áhrif breytinga á stöðlunum t.d. varðandi aukna áherslu á áhættur og aukin áhrif stjórnenda áhrif á innri úttektir.

Hvað er að reynast vel? Þessir gæðastjórar miðla reynslu sinni af úttektum skv. ISO 9001:2015:

Bergþór Guðmundsson gæðastjóri Norðuráls
Guðrún E. Gunnarsdóttir gæðastjóri 1912
Ína B. Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans
Unnur Helga Kristjánsdóttir gæðastjóri Landsvirkjunar

Innlegginu fylgir pallborðsumræður og opnar umræður fundarmanna.

Í lokin gefst fundarmönnum kostur á að taka þátt í opnum umræðum.

Dagskráin hefst með sameiginlegur aðalfundur gæðastjórnunarhópsins og ISO-hópsins - við erum að leita að öflugu fólki í stjórn nýs sameinaðs hóps!

Aðalfundur Stjórnvísi 2017

Aðalfundur Stjórnvísi 2017 verður haldinn á Nauthól þann 3.maí kl.15:30- 16:45.

Óskað var eftir framboðum til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2017-2018, frestur til framboðs rann út þann 26.apríl.

Eitt framboð hefur borist í embætti formanns fyrir starfsárið 2017-2018:
Þórunn María Óðinsdóttir, KPMG. Þórunn María hefur setið í stjórn Stjórnvísi sl. þrjú ár. Tvö ár í aðalstjórn og 1 ár í varastjórn. Þórunn María veitti faghóp um lean formennsku til fjölda ára.

Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:

  1. Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar (2016-2018)
  2. María Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Vaka, fiskeldiskerfa (2016-2018)

Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn (í stafrófsröð) sem kosið verður um á aðalfundi eru:

  1. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum. Aðalheiður er í stjórn faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun.
  2. Berglind Björk Hreinsdóttir, ráðgjafi hjá Attentus. Berglind er formaður faghóps um verkefnastjórnun.
  3. Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri Tollstjóra Íslands. Guðmundur hefur starfað bæði í stjórn félagsins sem og stjórn faghópa um ISO og gæðastjórnun.
  4. Gyða Hlín Björnsdóttir, verkefnastjóri MBA námsins á Háskóla Íslands. Gyða hefur mikla reynslu af skipulagsstörfum og hefur setið í fjölmörgum stjórnum.
  5. Jón S. Þórðarson eigandi og framkvæmdastjóri viðburðafyrirtækisins PROevents. Hann starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að fjölbreyttustu viðburðum og hefur auk þess langa stjórnunarreynslu úr viðskipta- og listalífinu.
  6. Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR. Kristjana er núverandi formaður faghóps um ISO en faghópurinn hefur haldið marga fjölbreytta og áhugaverða fundi í vetur.

Kosið verður í fagráð félagsins. Eftirtaldir sitja í fagráði félagsins:
Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans í Reykjavík.(2016-2018)
Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri Franklin Covey á Íslandi. (2016-2018)
Hafsteinn Bragason, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Íslandsbanka (2017-2019)
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.(2016-2018)
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Nolta (2017-2019)

Kosnir verða tveir skoðunarmenn. Eftirtaldir voru kosnir á aðalfundi 2016 til 2ja ára:
Ásta Malmquist, deildarstjóri fyrirtækjaþjónustu Landsbankans.(2016-2018)
Agnes Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Perlu norðursins.(2016-2018)

Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Kjör fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla formanns.
  3. Skýrsla framkvæmdastjóra.
  4. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
  5. Breytingar á lögum félagsins.
  6. Kjör formanns.
  7. Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
  8. Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
  9. Kjör fagráðs.
  10. Kjör skoðunarmanna reikninga.
  11. Önnur mál.

Ársreikningurinn verður aðgengilegur á vefsíðu félagsins strax að loknum aðalfundi. Þeir sem óska eftir útprentuðum ársreikningi er bent á að óska eftir því sérstaklega við framkvæmdstjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is
skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.

Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 26.apríl 2017. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is

Er ekki nóg að vera Lean! / Aðalfundur faghóps um BPM

Formaður faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM), Magnús Ívar Guðfinnsson, verður með kynningu á mismunandi leiðum í að straumlínulaga og samhæfa starfsemina með það að leiðarljósi að bæta þjónustu og gæði. Rætt verður um ólíkar leiðir sem hafa sammerkt að hafa ferla í forgrunni og nokkuð vel þekktar við að ná bættum árangri í starfseminni: Lean, BPM, Six Sigma og gæðastjórnun/ISO. Farið veðrur yfir hvaða áherslur eru að baki þessum aðferðum í stjórnun og hvað hentar vel í hvaða samhengi.
Eftir kynninguna og umræður í ca. klst. hefst aðalfundur BPM hópsins og stendur frá kl. 9.30 til 10.00. Bjóðum nýja meðlimi í faghópinn um stjórnun viðskiptaferla velkomna á kynninguna sem og á aðalfundurinn sem einnig er opinn öllum. Dagskrá aðalfundar: Val í stjórn, dagskrá framundan og umræða um starfið. Önnur mál.
Stjórn fagshóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?