Innovation House Eiðistorgi 13-15, Seltjarnarnesi
Mannauðsstjórnun, Sjálfbær þróun,
Fjallað verður um tengsl starfsánægju og samfélagsábyrgðar fyrirtækja, þ.e. hvernig áhersla fyrirtækja á samfélagsábyrgð ýtir undir starfsánægju og stolt starfsmanna. Varpað verður ljósi á innlendar og erlendar rannsóknir og sagt frá reynslu fyrirtækja, t.d. af mælingum þeirra um starfsánægju sem og mælingar á hvað það er varðandi samfélagsábyrgð sem starfsfólkið lætur sig varða.
"Samfélagsábyrgð og upplifun, viðhorf og hegðun starfsfólks"
Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun í HR, mun byrja fundinn á umfjöllun um niðurstöður úr CRANET rannsókninni í tengslum við samfélagsábyrgð og starfsánægju.
"Samfélagsábyrgð og starfsmenn Landsbankans"
Baldur Gísli Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, mun fjalla um mælingar sem bankinn hefur gert á viðhorfi starfsfólks til samfélagsábyrgðar.
"Áhrif samfélagsábyrgðar á fyrirtækjamenningu - fræðin og mælingarnar".
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstóri hjá Reykjavíkurborg. Hún er menntuð á sviði samfélgsábyrgðar frá Svíþjóð og mun segja frá rannsóknum sem hún gerði meðal tveggja íslenskra fyrirtækja og velta upp möguleikum Reykjavíkurborgar að mæla viðhorf starfsfólks til samfélagsábyrgðar.
Fundarstjóri verður Elma Dögg Steingrímsdóttir, gæðastjóri Te & Kaffi.