HR stofa M220 (Menntavegi 1, 101 Reykjavík) Menntavegur 1.
Stjórnun viðskiptaferla (BPM),
Formaður faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM), Magnús Ívar Guðfinnsson, verður með kynningu á mismunandi leiðum í að straumlínulaga og samhæfa starfsemina með það að leiðarljósi að bæta þjónustu og gæði. Rætt verður um ólíkar leiðir sem hafa sammerkt að hafa ferla í forgrunni og nokkuð vel þekktar við að ná bættum árangri í starfseminni: Lean, BPM, Six Sigma og gæðastjórnun/ISO. Farið veðrur yfir hvaða áherslur eru að baki þessum aðferðum í stjórnun og hvað hentar vel í hvaða samhengi.
Eftir kynninguna og umræður í ca. klst. hefst aðalfundur BPM hópsins og stendur frá kl. 9.30 til 10.00. Bjóðum nýja meðlimi í faghópinn um stjórnun viðskiptaferla velkomna á kynninguna sem og á aðalfundurinn sem einnig er opinn öllum. Dagskrá aðalfundar: Val í stjórn, dagskrá framundan og umræða um starfið. Önnur mál.
Stjórn fagshóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)