Er ekki nóg að vera Lean! / Aðalfundur faghóps um BPM

Formaður faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM), Magnús Ívar Guðfinnsson, verður með kynningu á mismunandi leiðum í að straumlínulaga og samhæfa starfsemina með það að leiðarljósi að bæta þjónustu og gæði. Rætt verður um ólíkar leiðir sem hafa sammerkt að hafa ferla í forgrunni og nokkuð vel þekktar við að ná bættum árangri í starfseminni: Lean, BPM, Six Sigma og gæðastjórnun/ISO. Farið veðrur yfir hvaða áherslur eru að baki þessum aðferðum í stjórnun og hvað hentar vel í hvaða samhengi.
Eftir kynninguna og umræður í ca. klst. hefst aðalfundur BPM hópsins og stendur frá kl. 9.30 til 10.00. Bjóðum nýja meðlimi í faghópinn um stjórnun viðskiptaferla velkomna á kynninguna sem og á aðalfundurinn sem einnig er opinn öllum. Dagskrá aðalfundar: Val í stjórn, dagskrá framundan og umræða um starfið. Önnur mál.
Stjórn fagshóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Fyrirlesarar

Magnús Ívar Guðfinnsson, Service Excellence Manager, Marel

Staðsetning viðburðar

Eldri viðburðir

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghóps um stjórnum viðskiptaferla (BPM) verður haldinn mánudaginn 29. apríl klukkan 11:30 til 12:00 á Nauthól veitingahús.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á jonina@eimskip.is

 

Fundarstjóri er Jónína Magnúsdóttir.

ATH! VIÐBURÐI FRESTAÐ: Verkfærakista mannauðsstjórnandans í fjórðu iðnbyltingunni frestað

Tækifæri og ávinningur þess að nýta stafrænt vinnuafl (RPA) til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri í sjálfvirknivæðingu hjá Evolv kynnir tækifæri og ávinning þess að nýta stafrænt vinnuafl til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum innan fyrirtækja og stofnana. Eiríkur hefur síðastliðin þrjú ár tekið þátt í sjálfvirknivegferð margra af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur því víðtæka reynslu af

-          þeim áskorunum og tækifærum sem því fylgir

-          á hvaða sviði sé best að byrja slíka vegferð

-          og hvenær stafrænt vinnuafl sé lausnin.

Breki Barkarson hefur tekið þátt í að stýra innleiðingu stafræns vinnuafls hjá Ósum í samvinnu við Evolv. Hann segir okkur frá stafrænu vinnuafli Ósa en lokaverkefnið hans í B.Sc. náminu í tölvunarfræði fjallaði um innleiðinguna þar sem Breki gerði ítarlega úttekt á kostnaði og ávinningi verkefnisins.

Viðburðurinn verður haldinn í fundarsalnum Fenjamýri í Grósku Bjargargötu 1, 102 Reykjavík frá kl 9:00-10:00

ATH. Eingöngu er um staðfund að ræða, ekki verður streymt frá fundinum. 

Hlökkum til að sjá þig :)

 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla

Hlekkur á fund 

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla verður haldinn 4. maí klukkan 09:00-10:00. Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar. 

Dagskrá fundar:

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn fer fram á Teams á hlekk fyrir ofan.

Allir sem hafa áhuga á stjórnun viðskiptaferla og vilja taka þátt að auka þekkingu geta haft samband við Erlu Jónu Einarsdóttur, fráfarandi formann faghópsins, erlaje@gmail.com, s: 8258111

Utanumhald um allt sem skiptir máli - stýring viðskiptaferla og stjórnkerfi

Click here to join the meeting

Að velja rétt kerfi eða leiðir til að halda utan um ferla, verklagsreglur og gæðaskjöl getur verið áskorun enda margt í boði. 

Á fundinum fáum við kynningar frá Helgu Kristjánsdóttur frá Isavia, Þóru Kristínu Sigurðardóttur frá  Eimskip og Erlu Jónu Einarsdóttur hjá Marel þar sem við fáum innsýn inn í hvaða ferlakerfi eru notuð. Hvers vegna þau voru valin, kosti og galla og hvernig kerfin virka. 

Markmið okkar með kynningunni er að miðla þekkingu við val á leiðum til stýringar á viðskiptaferlum. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?