Innovation House Iceland Eiðistorg 13-15, 3rd floor, 170 Seltjarnarnes
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Gunnar Thorberg Sigurðsson hjá Kapal fer yfir helstu leiðir til að móta skilaboð í auglýsingum ásamt því að taka fyrir raunveruleg dæmi.
Hvaða skilaboð eru vænlegust til árangurs og eru skilaboðin í takt við markmiðið með auglýsingunni. Er um að ræða skilaboð sem vekja jákvæðar eða neikvæðar tilfinningar?
Ættir þú að vera með skilaboð sem vekja upp reiði eða skemmtilega upplifun? Hvað situr eftir þegar auglýsingunni líkur og vita þeir sem auglýsa hvort hreyfi við markmiðunum.
Starfsfólk Kapals hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af markaðssetningu á hefðbundnum og starfrænum miðlum, en er munur þar á þegar kemur að skilaboðunum í markaðsefninu.
Við mælum með að leggja snemma af stað til að mæta tímalega en fyrirlesturinn hefst 8:45.
Gunnar er stofnandi, eigandi og ráðgjafi hjá Kapal. Hann er með MSc management and eBusiness, University of Paisley í Skotlandi og BSc viðskiptafræði, Háskóli Íslands. Gunnar er dellukallinn í Kapli, hann hefur prófað hinar ýmsu tómstundir sem lagt var af stað í með miklu trukki en misjöfnum árangri. Það leið langur tími þar til fyrsti fiskurinn beit á agnið en eftir það var ekki aftur snúið með veiðina. Gunni er nokkuð efnilegur gítarleikari en áhuginn er víst meiri þar en getan. Markaðsdellan blómstar hins vegar ávallt og grúskar Gunnar mikið í þeim fræðum.