Innovation House, 2. hæð Eiðistorgi 13-15, Seltjarnarnesi
Mannauðsstjórnun,
Hér er á ferðinni fróðlegur og gagnlegur fyrirlestur sem fjallar um lausnamiðuð samskipti.
Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar, fjallar hér um leiðir til þess að tala um það sem skiptir máli og hvernig við getum náð betri árangri í samskiptum við erfiðar aðstæður.
Góð samskipti eru lykilþáttur í allri velgengni, hvort sem um er að ræða í fyrirtæki eða fjölskyldulífi. Með því að vera meðvitaðri um leiðir til þess að sníða hjá algengum mistökum getum við bætt eigin árangur og vellíðan. Í fyrirlestrinum er m.a. farið yfir hvernig við ræðum viðkvæm málefni og finnum sameiginlegar lausnir, án þess að móðga fólk eða hrinda því frá okkur.