Breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu og Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu munu fara yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig segja þær frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð

Kynning á niðurstöðum mælinga 2016 og afhending viðurkenninga
Fimmtudaginn 2. febrúar 2017, kl. 8:30 -09:45
Grand Hótel - Hvammi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2016.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2016, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2016 veittar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarmaður Íslensku ánægjuvogarinnar afhendir viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni verða flutt þrjú áhugaverð erindi.

Avis hefur um allan heim innleitt ýmsar mælingar og þá sérstaklega meðmælaskorið (Net Promoter Score). Ófeigur Friðriksson, sölu- og þjónustustjóri Avis á Íslandi mun fjalla um hvernig Avis erlendis og sérstaklega hér heima hafa verið að vinna í sínum sölu- og þjónustumálum og taka dæmi um þau tæki og tól sem hafa nýst þeim til að viðhalda og efla þjónustu og sölu fyrirtækisins.

Þá munu framkvæmdastjórar/forstjórar í tveimur fyrirtækjum, sem hafa staðið sig með ágætum í þjónustu við viðskiptavini segja frá hvernig þessi fyrirtæki vinna með viðskiptavininum og hvernig þau þjálfa starfsmenn þannig að þeir veiti afburðaþjónustu.

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is
Verð kr. 3.000.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sigtún, Austurbær Reykjavík, Ísland

Fullbókað: Hvernig Síminn notar CRM í þjónustu og markaðsstjórnun.

Eitt af því mikilvægara sem fyrirtæki gera í sínum þjónustumálum er að hafa réttu upplýsingakerfin.
Síminn hefur í áratug stuðst við CRM aðferðafræði víða í starfsemi fyrirtækisins og ætlar Hákon Davíð, CRM sérfræðingur fjalla um það hvernig CRM hefur nýst í þjónustu og markaðsmálum hjá Símanum.

Athugið að sætaframboð er takmarkað við 50.

“Vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá IKEA

Þann 3. febrúar næstkomandi mun Svanhildur Hauksdóttir, birgðastjóri hjá IKEA, flytja erindi á vegum Stjórnvísi um innkaup og innkaupastýringu hjá IKEA. Erindið verður haldið í húsakynnum IKEA, Kauptúni 4, 210 Garðabæ.”

Fullbókað: Af hverju jafnlaunastaðall? Gerð staðalsins, reynsla af innleiðingu og vottun

Efni fundarins er jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.

Á fundinum verður fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt verður frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig verður sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.

Fundurinn verður haldinn í Tollhúsinu. Gengið er inn í salinn á vesturenda Tollhússins, ekki á sömu hlið og aðalinngangur.

Fyrirlesarar eru:
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra

Markþjálfun tvíhöfða stjórnendateyma á LSH

Ásta Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs LSH, kynnir verkefni sem hleypt var af stokkunum á síðasta ári. Tilgangur verkefnisins er að bæta þjónustu við sjúklinga með því að efla samstarf klínískra stjórnendateyma. Náið samstarf stjórnenda (t.d. deildarstjóra og yfirlækna) er lykill að árangri í klínískri starfsemi, bæði í umbótaverkefnum og í daglegri þjónustu við sjúklinga. Ásta segir frá því hvernig verkefnið fór af stað og greinir frá vísbendingum um árangur verkefnisins á lokasprettinum. Markþjálfun hefur einnig verið í boði fyrir stjórnendur LSH sem vilja styrkja sig enn frekar í starfi.

Ásta Bjarnadóttir tók við stöðu framkvæmdastjóra mannauðssviðs LSH í byrjun árs 2016. Hún lauk doktorsprófi í vinnusálfræði frá Háskólanum í Minnesota 1997 og hefur síðan starfað sem mannauðsstjóri, háskólakennari og ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar, meðal annars hjá HR, Capacent og í Íslenskri erfðagreiningu. Ásta er einn af stofnendum CRANET rannsóknarverkefnisins um stöðu og þróun íslenskrar mannauðsstjórnunar og hún er vottaður verkefnastjóri (IPMA-C) og vottaður styrkleikamarkþjálfi. Frá arínu 2014 hefur Ásta komið að stjórnendaþjálfun á vegum Landspítala með áherslu á teymisvinnu stjórnenda og stuðning við úrvinnslu starfsumhverfiskönnunar.

Framtíð sprotafjármögnunar. Eru sprotafjárfestingar búnar að ná hápunkti?

Á síðustu árum hafa Norðurlöndin slegið mörg met sem varða fjárfestingar í sprota- og tæknifyrirtækjum en á fyrstu sex vikum ársins 2017 hafa löndin ekki skráð jafn margar fjárfestingar og á sama tíma árið 2016. Hvaða merkingu hefur þessi fækkun fjárfestinga? Eru sprotafjárfestingar búnar að ná hápunkti? Hvað með nýjar breytingar á lögum og tækni? Hvaða áhrif munu þær hafa?

Á næsta Nýsköpunarhádegi, sem verður haldið þann 21. febrúar næstkomandi í húsnæði Startup Tourism munu sérfræðingar úr sprotaumhverfinu ræða framtíð sprotafjármögnunar og áhættufjármagns.

Við pallborðið sitja Hekla Arnardottir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði Atvinnulífsins og Crowberry Capital, Erlendur Steinn Guðnason, formaður Samtaka Sprotafyrirtækja og meðeigandi Vizido og Ingi Björn Sigurðsson, frumkvöðull.

Boðið verður upp á léttar veitingar og aðgangur ókeypis.

Startup Tourism
Laugavegur 176, 2.hæð

  1. febrúar kl 12:00 - 13:00

Persónuleg stefnumótun og leiðtogafærni á heimsmælikvarða

Nú þegar nýtt ár, Meistaramánuður og Lífshlaupið eru gengin í garð, heyrast orð eins og markmiðasetning, persónulegur árangur og sjálfsrækt á öllum kaffistofum landsins. Margir setja sér markmið af ýmsum toga, einkum og sér í lagi tengdum andlegri og líkamlegri heilsu, fjármálum, fjölskyldu, vinnu og starfsframa með misgóðum árangri.
En hver er galdurinn við að móta sér stefnu, setja sér markmið og fylgja þeim eftir?

Brynjar Karl eigandi Key Habits og ráðgjafi til margra ára ætlar að kynna fyrir okkur tækni í hugarþjálfun sem snýst að mestu um að auka skuldbindingu gagnvart markmiðunum sem við setjum okkur.

Brynjar Karl er ráðgjafi fjölda stjórnenda, íþróttamanna, þjálfara og einstaklinga. Reynsla Brynjars er að mörgu leiti upprunnin frá vinnu hans með mörgum af stærstu íþróttaliðum heims í deildum eins og NBA, NFL og Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Success in social media

Samfélagsmiðlar spila lykilhlutverk í þjónustu- og markaðsmálum í dag og því er við hæfi að fá frumkvöðul á þessu sviði til að fara yfir helstu áherslur og viðmið við notkun þeirra.
Áhrifa samfélagsmiðla gætir víða og á þessum viðburði mun Icelandair fara yfir hvernig nýta má slíka miðla í markaðslegum tilgangi og við þjónustu, á sama tíma og hraði og gæði hennar eru tryggð.

Fyrirlesarar verða:
Joshua J Popsie , SEO & SEM Specialist , Icelandair Marketing and Business Development
Guðrún Haraldsdóttir, Marketing Coordinator, Icelandair Marketing and Business Development
Sarah Unnsteinsdóttir, Manager Icelandair Social Media Command Center
Arna Ýr Sævarsdóttir, Supervisor Icelandair Social Media Command Center

Athugið að sætaframboð er takmarkað við 80 gesti.

Viðburðurinn fer fram á ensku.

Social Media plays a key role in today’s business environment, both as a tool for marketing and customer service channel. Social media never sleeps and everything can be made public, next to your brand. How can we monitor, maintain service levels along with sustaining quality and speed at the same time? Important steps, industry trends and everything in between from Icelandair’s perspective.

Key Topics of the Event:

Social Media Marketing

On-line Marketing vs. Other Media
Social Media Marketing & Segmentation
Measurement & Analytics
Customer Service on Social Media
Icelandair’s Customer Service on Social Media
The Road to Here
Tools, Measurement & Analytics
Industry News & Trends
Quality
Synchronized Knowledge Base and Continuous Flow of Information: 24/7 Service
Ensuring Harmony and Consistent Service to Customers
One Stop Shop

Sköpunargleði og áhrif stjórnenda

Stjórnendur víðsvegar um heiminn telja að sköpunargleði sé einn af þeim þáttum sem vegur hvað þyngst til að fyrirtæki nái árangri, og alþjóða efnahagsstofnunin spáir að sköpunargleði verði á meðal þriggja mikilvægustu eiginleika starfsfólks árið 2020. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og nýsköpun er grundvöllur samkeppnishæfni fyrirtækja.

Stjórnendur hafa hvað mest áhrif á hvort starfsfólk komi með skapandi lausnir til að efla fyrirtækið og auka þannig samkeppnishæfni þess. Nú er brýnna en áður að stjórnendur nýti og efli sköpunargleði starfsmanna, þar sem fjórða iðnbyltingin felur í sér miklar og hraðar breytingar.

Á fundinum mun Birna Dröfn fjalla um hvernig hægt er að efla sköpunargleði, ásamt því að fara yfir hlutverk stjórnandans við að efla og nýta sköpunargleði starfsmanna

Birna Dröfn Birgisdóttir er doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík þar sem hún rannsakar leiðir stjórnenda til að auka sköpunargleði starfsmanna. Hún er viðskiptafræðingur og stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hún hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu."

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?