Tollstjóri Tryggvagata 19, 101 Reykjavík
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur, Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Efni fundarins er jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.
Á fundinum verður fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt verður frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig verður sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.
Fundurinn verður haldinn í Tollhúsinu. Gengið er inn í salinn á vesturenda Tollhússins, ekki á sömu hlið og aðalinngangur.
Fyrirlesarar eru:
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra