Nýársfagnaður og örvinnustofa fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi
Eins og undanfarin ár býður Stjórnvísi stjórnum faghópa upp á námskeið og er ætlunin að verðlauna fyrir gott starf. Á fyrsta fundi með stjórnendum faghópanna í haust kom fram eindregin ósk um hvernig hægt væri að efla enn frekar stjórnarsamstarf þ.e. virkja alla til starfa. Grundvallaratriði í þeim efnum er "Að skapa menningu trausts".
Námskeiðið sem boðið er að þessu sinni er því því tengt þeirri ósk. Traust er undiralda allrar frammistöðu og framþróunar atvinnulífsins. Traust er ekki óáþreifanlegt eða eingöngu byggt á huglægum gildi, heldur raunverulegur fjárhagslegur drifkraftur, sem eykur hraða og dregur úr kostnaði.
Á örvinnustofunni verða kynntar til leiks rannsóknir um virði trausts og unnið með aðferðir til að efla traust, ma. sjálfstraust, traust milli einstaklinga og teyma og í samfélaginu - með hagnýtum og skemmtilegum hætti. Leiðbeinandi námskeiðsins er Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.
Að vinnustofu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund.
Hafi þátttakendur áhuga þá gefst jafnframt tækifæri á að panta/kaupa fræðslu-og æfingapakka á sérstöku verði (Bókina Leading at the Speed of Trust og spilastokk með æfingum, coaching verkefnum og ágripi úr efni).