Nýársfagnaður og örvinnustofa fyrir stjórnendur faghópa Stjórnvísi

Eins og undanfarin ár býður Stjórnvísi stjórnum faghópa upp á námskeið og er ætlunin að verðlauna fyrir gott starf. Á fyrsta fundi með stjórnendum faghópanna í haust kom fram eindregin ósk um hvernig hægt væri að efla enn frekar stjórnarsamstarf þ.e. virkja alla til starfa. Grundvallaratriði í þeim efnum er "Að skapa menningu trausts".

Námskeiðið sem boðið er að þessu sinni er því því tengt þeirri ósk. Traust er undiralda allrar frammistöðu og framþróunar atvinnulífsins. Traust er ekki óáþreifanlegt eða eingöngu byggt á huglægum gildi, heldur raunverulegur fjárhagslegur drifkraftur, sem eykur hraða og dregur úr kostnaði.

Á örvinnustofunni verða kynntar til leiks rannsóknir um virði trausts og unnið með aðferðir til að efla traust, ma. sjálfstraust, traust milli einstaklinga og teyma og í samfélaginu - með hagnýtum og skemmtilegum hætti. Leiðbeinandi námskeiðsins er Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi.

Að vinnustofu lokinni verður boðið upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund.

Hafi þátttakendur áhuga þá gefst jafnframt tækifæri á að panta/kaupa fræðslu-og æfingapakka á sérstöku verði (Bókina Leading at the Speed of Trust og spilastokk með æfingum, coaching verkefnum og ágripi úr efni).

Mannauðsmælingar mánaðarlega eins og aðrar lykiltölur vinnustaðarins

Kynnt verður hvernig mannauðsstjórinn getur náð enn meiri yfirsýn yfir vinnustaðinn sem heild og hvert svið og hvern hóp fyrir sig. Farið verður yfir það hvernig allir stjórnendur innan vinnustaðarins verða enn virkari í ábyrgð á hlutverki sínu í að sinna mannauðshlutverki stjórnandans og heilbrigði vinnustaðarins eykst.

Fyrirlesarar eru:
Trausti Harðarson sérfræðingur frá HR Monitor https://hrmonitor.com/
Júlíus Steinn Kristjánsson mannauðsstjóri Ölgerðarinnar
Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Einkaleyfastofunnar

Wake me up before you gogo! - Hvernig nýtum við reynslu starfsmanna áður en kemur að starfslokum?

Á viðburðinum verða þrjú áhugaverð erindi um þetta skemmtilega og mikilvæga málefni.

Glatað fé eða fundið? Miðaldra og eldra fólk í starfi.

Í erindi sínu mun Jóna Valborg koma með hugmyndir að því hvernig styrkja megi aldurstengda stjórnun starfsmannamála (e. age management). Byggir hún umfjöllun sína á rannsókn sem ætlað var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 ára og eldri. Starfsánægjuvogin verður kynnt sem hagnýtt verkfæri fyrir stjórnendur og ýmis ráð gefin sem eiga að geta ýtt undir starfsánægju þessa verðmæta starfshóps.

Ekki bíða þar til þeir eru farnir.
-Um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs

Elín Greta mun fjalla um niðurstöður rannsóknar sem hún gerði í tengslum við mastersverkefni sitt sl. vor um yfirfærslu þekkingar frá starfsmönnum sem eru að hætta sökum aldurs. Rannsóknin var gerð í orkufyrirtækjum þar sem kannað var hvort fyrirtækin hefðu sett sér stefnu eða væru með ákveðna ferla við yfirfærslu þekkingar. Einnig var skoðað hvaða aðferðir viðmælendur töldu árangursríkastar að nota við yfirfærsluna og hverjar væru helstu hindranirnar.

Komdu með að dansa gogo já við dinglum okkur eins og jójó.

Berglind ræðir mikilvægi þess að fólk starfi lengur bæði fyrir okkur sem samfélag og sem einstaklinga. Hvaða þýðingu vinna hefur fyrir okkur andlega og hvernig þessi lífsbreyting hefur áhrif á okkur og hvernig við getum með sveigjanlegri starfslokum stuðlað að betri og árangursríkari starfslokum.

Breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu og Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu munu fara yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig segja þær frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð

Kynning á niðurstöðum mælinga 2016 og afhending viðurkenninga
Fimmtudaginn 2. febrúar 2017, kl. 8:30 -09:45
Grand Hótel - Hvammi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2016.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2016, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2016 veittar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarmaður Íslensku ánægjuvogarinnar afhendir viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni verða flutt þrjú áhugaverð erindi.

Avis hefur um allan heim innleitt ýmsar mælingar og þá sérstaklega meðmælaskorið (Net Promoter Score). Ófeigur Friðriksson, sölu- og þjónustustjóri Avis á Íslandi mun fjalla um hvernig Avis erlendis og sérstaklega hér heima hafa verið að vinna í sínum sölu- og þjónustumálum og taka dæmi um þau tæki og tól sem hafa nýst þeim til að viðhalda og efla þjónustu og sölu fyrirtækisins.

Þá munu framkvæmdastjórar/forstjórar í tveimur fyrirtækjum, sem hafa staðið sig með ágætum í þjónustu við viðskiptavini segja frá hvernig þessi fyrirtæki vinna með viðskiptavininum og hvernig þau þjálfa starfsmenn þannig að þeir veiti afburðaþjónustu.

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is
Verð kr. 3.000.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sigtún, Austurbær Reykjavík, Ísland

Fullbókað: Hvernig Síminn notar CRM í þjónustu og markaðsstjórnun.

Eitt af því mikilvægara sem fyrirtæki gera í sínum þjónustumálum er að hafa réttu upplýsingakerfin.
Síminn hefur í áratug stuðst við CRM aðferðafræði víða í starfsemi fyrirtækisins og ætlar Hákon Davíð, CRM sérfræðingur fjalla um það hvernig CRM hefur nýst í þjónustu og markaðsmálum hjá Símanum.

Athugið að sætaframboð er takmarkað við 50.

“Vörustjórnun - innkaup og innkaupastýring hjá IKEA

Þann 3. febrúar næstkomandi mun Svanhildur Hauksdóttir, birgðastjóri hjá IKEA, flytja erindi á vegum Stjórnvísi um innkaup og innkaupastýringu hjá IKEA. Erindið verður haldið í húsakynnum IKEA, Kauptúni 4, 210 Garðabæ.”

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?