V101,Háskólinn í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Verkefnastjórnun,
Gjörhygli (e. mindfulness) er aðferð, tækni og lífstíll sem hefur að undanförnu fengið verðskuldaða athygli í heimi stjórnunar. Gjörhygli á rætur að rekja til jógahefða hindúismans og íhugunarhefða búddismans, kristni og Islam. Fyrirlesturinn fjallar um gjörhygli og tengsl hennar við stjórnunarlegan árangur. Það er óhætt að lofa því að fyrirlesturinn muni vekja athygli og opna huga áheyrenda. Fundargestir munu fá í hendur leiðbeiningar um nokkrar grunnaðferðir við iðkun gjörhyglinnar.
Fyrirlesarar Gunnar Pétur Hauksson MPM og dr Haukur Ingi Jónasson formaður stjórnar MPM námsins við Háskólann í Reykjavík.
Byggir á lokaverkefni í MPM náminu. Frekari upplýsingar um verkefnið, http://skemman.is/stream/get/1946/22760/47848/1/The_mindful_project_manager.pdf