Innri eða ytri ráðgjöf?

12 kostir þess að fá ytri ráðgjafa til starfa.
Í erindinu er rætt um muninn á innri og ytri ráðgjöf og um 12 kosti þess að fá ytri ráðgjafa að verkefnum í stað þess að nýta ráðgjöf starfsfólks. Fyrirlesturinn byggir á opnum kappræðum um efnið sem áttu sér stað á ráðgjafaþingi í Frankfurt í Þýskalandi.
Í undirbúningi fyrir kappræðurnar var leitað hátt og lágt að haldbærum rökum og þar er margt sem kemur á óvart.

Dr. Haukur Ingi Jónasson, forstöðumaður MPM námsins í HR mun kynna fyrir okkur hvað mælir með því að fá ytri ráðgjafa inn í verkefni.

Erindið er haldið í stofu V101 í HR.

Afhending Íslensku ánægjuvogarinnar 2015

Kynning á niðurstöðum mælinga 2015 og afhending viðurkenninga
Fimmtudaginn 11. febrúar 2015, kl. 8:30 -10:00
Grand Hótel - Gullteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2015.

Jóna Karen Sverrisdóttir sérfræðingur hjá Gallup kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2015, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.
Fyrirkomulagi mælinga og viðurkenninga var breytt fyrir tveimur árum og verður með sama hætti í ár.
08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2015 veittar
Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi og Nótt Thorberg, stjórnarmaður Íslensku ánægjuvogarinnar afhenda viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Að kynningu og verðlaunaafhendingu lokinni munu framkvæmdastjórar/forstjórar í tveimur fyrirtækjum, sem hafa staðið sig með ágætum í þjónustu við viðskiptavini segja frá því hvernig unnið hefur verið markvisst með niðurstöður mælinga í þeirra fyrirtækjum. Einnig verður forvitnilegt að heyra hvernig þessi fyrirtæki vinna með viðskiptavininum og hvernig þau þjálfa starfsmenn þannig að þeir veiti afburðaþjónustu.

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is
Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is
Verð kr. 2.800.- greiðist á staðnum. Ef óskað er eftir skuldfærslu þarf að koma með beiðni

Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Sigtún, Austurbær Reykjavík, Ísland

Námskeið fyrir stjórnir faghópa Stjórnvísi: STARFSÁNÆGJA OG LIÐSHEILD

STARFSÁNÆGJA OG LIÐSHEILD
Dagur: 15.febrúar 2015.
Tími: 13:00-17:00
Leiðbeinandi: Dr. Hafrún Kristjánsdótttir, sviðsstjóri við tækni-og verkfræðideild HR

Stjórnvísi býður stjórnum faghópa upp á námskeið um starfsánægju og liðsheild. Ætlunin er að verðlauna fyrir gott starf.

Í námskeiðinu verður farið yfir hvernig fólk vinnur saman í hópi og fjallað um kosti og galla hópvinnu. Fjallað verður um hvað vinnuhópar og íþróttalið eiga sameiginlegt og skoðað hvort hægt sé að yfirfæra þá þekkingu sem til staðar er í íþróttasálfræðinni til að byggja upp lið og liðsheild meðal vinnuhópa. Þá verður skoðað hvað lið er og hvað einkennir sterka liðsheild. Að lokum verður fjallað um hvað afreksíþróttamenn gera til að efla sig sem liðsmenn, sjálfum sér og liði sínu til hagsbóta.

Leiðbeinandi: Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, er sviðsstjóri við tækni- og verkfræðideild HR. Hafrún situr í stjórn Sálfræðingafélags Íslands, er í heilbrigðisráði ÍSÍ og er sálfræðingur í fagteymi ÍSÍ. Hafrún stundaði handbolta með Val um árabil og á fjölmarga leiki með meistaraflokk félagsins sem og landsliði Íslands.

Ísland sem vettvangur fyrir fyrirtæki á sviði sýndarveruleika

Þriðjudaginn 16. febrúar næstkomandi verður haldið Nýsköpunarhádegi þar sem umræðuefnið verður Ísland sem vettvangur fyrir fyrirtæki á sviði sýndarveruleika.

VRinIceland

Fundinum verður stýrt af Magnus Thor Torfason, Lektor í nýsköpun og viðskiptaþróun við Viðskiptafræðideild HÍ

Í panel sitja:

Reynir Harðarson, listrænn framleiðandi og einn af Stofnendum sólfar

Hrafn Þorri Þórisson, framkvæmdastjóri Aldin Dynamics

Dadi Einarsson, stofnandi og einn af eigendum RVX

Diðrik Steinsson, einn af stofnendum Breakroom

Í upphafi fundar tekur til máls Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdarstjóri Icelandic Startups.

Ísland hefur hlotið alþjóðlega athygli fyrir stórar fjárfestingar og spennandi tækifæri í þessari grein. Hvaða áskorunum og tækifærum standa íslensk fyrirtæki, sem sérhæfa sig í sýndarveruleika, frammi fyrir? Hverju þarf að hlúa að og hverju þarf að breyta? Nýsköpunarhádegi eru haldin reglulega á vegum Nýherji, Icelandic Startups og Stjórnvísi. Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í Háskóli Íslands og fer fram á ensku.
Við hlökkum til að sjá ykkur!

Facebook: https://www.facebook.com/events/1049885411731020/

Fræðsla: Rafrænar lausnir og þarfir mismunandi kynslóða á vinnumarkaði - KPMG

Áhrif tækni á nám hefur verið til umfjöllunar s.l. ár og er fræðsla innan fyrirtækja ekki þar undanskilin. Yngri kynslóðir kalla á fjölbreyttari aðferðir í fræðslu og í kjölfarið hefur aukist að fyrirtæki og stofnanir nýti sér í enn meira mæli rafrænar lausnir í fræðslu.

Á fundinum mun Andrés Guðmundsson mannauðsstjóri KPMG kynna hvernig fyrirtækið stendur að fræðslumálum m.a. er varðar rafræna fræðslu og mismunandi þarfir kynslóða.

Þetta er Lean

Pétur Arason, rekstrarverkfræðingur og Global Innovation Program Manager hjá Marel, þýddi á dögunum metsölubókina This is Lean eftir Niklas Modig og Par Ahlrström. Á þessum fundi ætlar Pétur að segja frá megininntaki bókarinnar ásamt því að kynna vottað Lean nám sem Pétur, ásamt Viktoríu Jensdóttur og Þórunni Óðinsdóttur, kennir í Háskólanum í Reykjavík.

Dagskrá:
• Kynning á vottuðu lean námskeiði í HR.
• Helgi Guðjónsson, framleiðslustjóri hjá Vífilfelli segir sína reynslu af námskeiðinu og hvað hann er að gera með lean í dag.
• Nína Björnsdóttir frá Ísaga segir sína reynslu af námskeiðinu og hvað hún er að gera með lean í dag.
• Pétur kynnir megin inntak bókarinnar Þetta er Lean.

Hægt verður að kaupa bókina á staðnum, bæði hægt að borga á staðnum eða fá sendan reikning.

Vottun / ekki vottun ?

Hugleiðingar um hvað fæst með vottun, hvaða þýðingu hefur vottun á starfsemi fyrirtækja eða stofnanna? Hvaða er nákvæmlega vottað?

Kynning Valgerðar Ástu Guðmundsdóttur frá Sýni ehf. www syni.is

Nánari lýsinga og upplýsingar um staðsetningu koma síðar.

Vottun - Vesen eða öflugt verkfæri?

Það er sífellt algengara að fyrirtæki og stofnanir sækist eftir vottun á vörum eða starfsemi samkvæmt ýmis konar stöðlum. En um hvað snýst vottun? Hvaða þýðingu hefur vottun? Hvað er verið að votta? Valgerður Ásta Guðmundsdóttir hefur setið við borðið sem gæðastjóri, ráðgjafi og úttektaraðli. Hún fjallar um og deilir reynslu sinni af stöðlum og vottunum.

Snorri Þórisson framkvæmdastjóri Rannsóknarþjónustunnar Sýni segir frá reynslu fyrirtækisins af því fá faggildinu samkvæmt ISO 17025 staðli.

Staður: Rannsóknarþjónustan Sýni Lynghálsi 3 gengið inn um austari enda hússins

Dreifðir hópar og rafrænir sýndarfundir: Annað sjónarhorn

Bob Dignen stundakennari í MPM námi HR mun kynna og fjalla um niðurstöður rannsókna sem fela í sér mjög áhugaverða samantekt og endurskoðun á þeirri viðteknu sýn sem gildir gagnvart notkun rafrænna samskipta í dreifðum hópum og ræða hvað það felur í sér fyrir fagaðila í vinnuhópum sem nýta rafræna samskiptamiðla til funda og samskipta.
Bob Dignen er framkvæmdastjóri York Associates og sérhæfir sig í námskeiðum fyrir leiðtoga í verkefnum og teymi sem vinna í alþjóðlegu umhverfi.
Frekari upplýsingar um Bob Dignen er að finna á vefsíðu fyrirtækis hans (www.york-associates.co.uk) og á linkedin síðu hans (https://uk.linkedin.com/in/bob-dignen-2249548)

Spotify engineering innleiðing hjá Plain Vanilla

Um hvað snýst þessi "Agile" hugmyndafræði? Við skoðum Agile í tiltölulega víðu samhengi (þ.e. ekki bara í tilliti til hugbúnaðargerðar) og tökum svo dæmi um hvernig Plain Vanilla gerir hlutina.

Einstaklingsmiðuð markaðssetning hjá Meniga (e.personalized marketing)

Þann 25. febrúar kl. 8.30 - 9.45 heldur Þjónustu- og markaðsstjórnunar hópur Stjórnvísi fund um einstaklingsmiðaða markaðssetningu. Þar verður fjallað um hvaða möguleikar eru í boði í einstaklingsmiðaðri markaðssetningu hjá Meniga og hvers vegna fyrirtæki ættu að notast við persónulega markaðssetningu í dag.

Fundarstjóri er Viggó Ásgeirsson, einn af stofnendum Meniga.

Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Meniga, mun greina frá hugmyndafræðinni á bakvið einstaklingsmiðuðu markaðssetningu sem Meniga hefur þróað sl. 4 ár.

Eva Björk Guðmundsdóttir, sölustjóri hjá Meniga, mun sýna raundæmi frá íslenskum markaði um vel heppnaða herferð sem byggir á einstaklingsmiðaðri markaðssetningu og hvernig niðurstöður úr slíkri herferð eru birtar fyrirtækjum.

Einnig mun Guðmundur Gunnlaugsson, markaðsstjóri og eigandi Íslensku Flatbökunar, segja frá sinni reynslu af því að nota einstaklingsmiðaða markaðssetningu og hvernig sú aðferðarfræði hefur hjálpað Íslensku Flatbökunni til þess að ná í nýja viðskiptavini.

Hámarksfjöldi er 50 manns.

Hýsing - starfsemin og fjölmenningarsamfélag

Guðmundur Oddgeirsson framkvæmdastjóri Hýsingar kynnir fyrir okkur fyrirbærið vöruhótel þar sem vörumeðhöndlum (Value Added Sevices) er stærri þáttur en geymsla og afgreiðsla.
Komið inn á hugtökin fastakostnaður og breytilegur kostnaður.
Starfsmannamál eru stór þáttur í rekstri vöruhótels og fjallar Guðmundur einnig um starfsmannamál s.s.vinnuaðstöðu og hvað jafnlaunavottun hjálpar stjórnendum.
Síðast en ekki síst mun hann fjalla um fjölmenningarsamfélag vinnustaðarins og þær frábæru áskoranir sem því fylgir.

Þjónandi forysta og snertifletir við markþjálfun

Hvað eiga þjónandi forysta og markþjálfun sameiginlegt?

Kynningarerindi í samvinnu faghóps Stjórnvísis og Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún Gunnarsdóttir verður með almenna kynningu á þjónandi forystu og ræðir svo helstu snertifleti hennar við markþjálfun. Þeir snertifletir gætu verið fleiri en þú heldur.

Sigrún Gunnarsdóttir er dósent við Háskólann á Bifröst og Háskóla Íslands og leiðir starf Þekkingarseturs um þjónandi forystu. Sigrún er hjúkrunarfræðingur og starfaði áður í heilsugæslu, leiddi starf heilsueflingar hjá heilbrigðisráðuneyti og landlækni, var gæðastjóri Landspítala og deildarstjóri á skrifstofu starfsmannamála þar. Sigrún lauk doktorsprófi frá London School of Hygiene & Tropical Medicine og rannsóknarsvið hennar er starfsumhverfi og líðan starfsfólks með áherslu á gæði þjónustu, stjórnun og þjónandi forystu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?