Turninn Kópavogi, 12. hæð Smáratorgi 3, 201 Kópavogi
ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun,
Þann 25. febrúar kl. 8.30 - 9.45 heldur Þjónustu- og markaðsstjórnunar hópur Stjórnvísi fund um einstaklingsmiðaða markaðssetningu. Þar verður fjallað um hvaða möguleikar eru í boði í einstaklingsmiðaðri markaðssetningu hjá Meniga og hvers vegna fyrirtæki ættu að notast við persónulega markaðssetningu í dag.
Fundarstjóri er Viggó Ásgeirsson, einn af stofnendum Meniga.
Kristín Hrefna Halldórsdóttir, viðskiptastjóri hjá Meniga, mun greina frá hugmyndafræðinni á bakvið einstaklingsmiðuðu markaðssetningu sem Meniga hefur þróað sl. 4 ár.
Eva Björk Guðmundsdóttir, sölustjóri hjá Meniga, mun sýna raundæmi frá íslenskum markaði um vel heppnaða herferð sem byggir á einstaklingsmiðaðri markaðssetningu og hvernig niðurstöður úr slíkri herferð eru birtar fyrirtækjum.
Einnig mun Guðmundur Gunnlaugsson, markaðsstjóri og eigandi Íslensku Flatbökunar, segja frá sinni reynslu af því að nota einstaklingsmiðaða markaðssetningu og hvernig sú aðferðarfræði hefur hjálpað Íslensku Flatbökunni til þess að ná í nýja viðskiptavini.
Hámarksfjöldi er 50 manns.