Árið 2015 hlaut Marel menntaverðlaun atvinnulífsins og var útnefnt sem menntafyrirtæki ársins 2015.
Marel er eitt af stærstu útflutningsfyrirtækjum Íslands og í farabroddi á heimsvísu í þróun og framleiðslu á búnaði og kerfum til vinnslu á fiski, kjöti og kjúklingi. Hjá Marel starfar breiður hópur fólks með fjölbreytta menntun. Um fjórðungur starfsfólks í framleiðslu hefur ekki lokið formlegri skólagöngu og er hugmyndafræðin að baki Framleiðsluskóla Marel að mæta þörfum þeirra fyrir sérsniðna menntun sem byggir á þörfum fyrirtækisins. Námið er einnig í samræmi við menntunarkröfur iðngreina s.s. rafvirkjun, smíði, málmsmíði og suða, rennismíði, rafeindavirkjun o.fl.
Á fundinum mun Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, mannauðsstjóri Marel, kynna fyrir okkur Framleiðsluskóla fyrirtækisins