Nýsköpunarhádegi í samstarfi við Gulleggið: Engar hindranir
Þriðjudaginn 12. janúar næstkomandi verður haldið Nýsköpunarhádegi sem að þessu sinni er í samstarfi við frumkvöðlakeppnina Gulleggið. Hugmyndin að þessum fundi kviknaði út frá tölfræði niðurstöðum fyrri keppna sem sýna verulega ójafnt kynjahlutfall.
Markmið fundarins er að veita fólki innblástur og sýna fram á að það eru engar hindranir ef fólk veit hvað það vill og hvert það stefnir. Við viljum gefa þeim sem liggja á viðskiptahugmyndum auka spark rassinn til þess að koma sér af stað í þróun hugmyndarinnar. Einnig viljum við skoða það hvers vegna kynjahlutfall þátttakenda Gulleggsins hallar svo á annað kynið eins og fram hefur komið og hvetja fleiri stelpur af stað. Framtíðarsýnin er að jafna hlutfallið.
EngarHindranir
Fundinum verður stýrt af Elínrósu Líndal og í panel munu sitja:
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Hugsmiðjunni
Erla Björnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Betri Svefn en fyrirtækið tók þátt í Gullegginu á sínum tíma
Sigurður Arnljótsson hjá SA Framtak
Bergur Finnbogason, Sr Creative Producer hjá CCP.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Nýsköpunarhádegi eru haldin reglulega á vegum Nýherja, Klak Innovit og Stjórnvísi.