Háskólinn í Reykjavík, stofa M.208 Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Lean - Straumlínustjórnun,
Pétur Arason, rekstrarverkfræðingur og Global Innovation Program Manager hjá Marel, þýddi á dögunum metsölubókina This is Lean eftir Niklas Modig og Par Ahlrström. Á þessum fundi ætlar Pétur að segja frá megininntaki bókarinnar ásamt því að kynna vottað Lean nám sem Pétur, ásamt Viktoríu Jensdóttur og Þórunni Óðinsdóttur, kennir í Háskólanum í Reykjavík.
Dagskrá:
Kynning á vottuðu lean námskeiði í HR.
Helgi Guðjónsson, framleiðslustjóri hjá Vífilfelli segir sína reynslu af námskeiðinu og hvað hann er að gera með lean í dag.
Nína Björnsdóttir frá Ísaga segir sína reynslu af námskeiðinu og hvað hún er að gera með lean í dag.
Pétur kynnir megin inntak bókarinnar Þetta er Lean.
Hægt verður að kaupa bókina á staðnum, bæði hægt að borga á staðnum eða fá sendan reikning.