Háskólinn í Reykjavík Stofa V101 - Menntavegi 1, 101 Reykjavík
Verkefnastjórnun,
12 kostir þess að fá ytri ráðgjafa til starfa.
Í erindinu er rætt um muninn á innri og ytri ráðgjöf og um 12 kosti þess að fá ytri ráðgjafa að verkefnum í stað þess að nýta ráðgjöf starfsfólks. Fyrirlesturinn byggir á opnum kappræðum um efnið sem áttu sér stað á ráðgjafaþingi í Frankfurt í Þýskalandi.
Í undirbúningi fyrir kappræðurnar var leitað hátt og lágt að haldbærum rökum og þar er margt sem kemur á óvart.
Dr. Haukur Ingi Jónasson, forstöðumaður MPM námsins í HR mun kynna fyrir okkur hvað mælir með því að fá ytri ráðgjafa inn í verkefni.
Erindið er haldið í stofu V101 í HR.