Hverra samspil er innri markaðssetning?

Í morgun héldu faghópar um mannauðsstjórnun og þjónustu-og markaðsstjórnun fjölmennan fund í N1. Elín Helga frá Hvíta húsinu auglýsingastofunni hóf fyrirlesturinn á að ræða um innri markaðssetningu einkamál markaðsdeildar? Hverra samspil er innri markaðssetning? Þetta eru aðferðir ytri markaðssetningar notaðar á starfsfólk, ekki ytri viðskiptavini. Í ytri markaðssetningu eru upplýsingum oft ýtt að fólki „push“ t.d. með dagblaðaauglýsingum.
Verið er að sækjast eftir virkni eða helgun starfsmanna „engagement“. Rannsókn sem gerð var 2013 á 200 þúsund starfsmönnum mældi ENPS (engagement) en það er svipuð mæling og á NPS sem mælir viðskiptavini. „Hversu líklegur ertu til að mæla með fyrirtækinu við viðskiptavini þína? Virkni starfsmanna minnkar því neðar sem þeir eru í skipuritinu. Allir starfsmenn þurfa að vera meðvitaðir um hvers vegna þeir eru að mæta í vinnuna á morgnana, því nær sem starfsmaður er viðskiptavini því lægra ENPS. Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir þjónustufyrirtæk, því þau aðgreina sig á þjónustunni. Þjónustufyrirtæki eru stanslaust að selja þjónustu eða viðmót.
Þjónustuþríhyrningurinn er kominn frá Kotler Stjórnendur-starfsfólk-viðskiptavinir. Loforð eru gefin í ytri markaðssetningu, loforð eru efnd með samskiptum, í innri markaðssetningu kemur hæfnin til að standa við loforðin.
En hvernig verður innri markaðssetning árangursríkari en hún er. 1. Gera markaðsmálin að samskiptamálum, ekki einhliða upplýsingagjöf; fyrirlestur, lestur, hljóð og mynd, sýnikennsla, samtalshópar, æfa sig, nýta þekkinguna strax.
Áhrifaríkast: 1.Hópfundir, heimsókn stjórnenda, starfsmannaráðstefnur, bréf til starfmanna, innra net, plaköt. 2. Vinna með stjórnendum í að miðla og virkja starfsmenn. Stjórnendur eru ábyrgir fyrir miðlun til sinna starfsmanna. Gera þarf stjórnendur ábyrga fyrir virkni starfsmanna sinna (ENPS). Stjórnendur þurfa að hjálpa starfsmönnum að virkja starfsmenn. Lean virkar vel, starfað í litlum hópum, samtal þar sem allir fá að tjá sig, hvað er að ganga vel hvað getum við gert betur, hvaða hlutverki gegni ég? 3. Nota þau verkfæri og ferla sem fyrir eru t.d. vefurinn. Fyrirtæki eru með töflufundi, nota það sem er til. 4. Láta mælikvarðana nær starfsfólki. Finnst fólki það geta haft áhrif á mælikvarðana? Hversu oft er mælt. Best er að bæla NPS fyrir hvern hóp fyrir sig, ekki allt fyrirtækið í einu. Mæla a.m.k. fjórum sinnum á ári. Innri markaðssetningar er því ekki einkamál markaðsstjórans. Mannauðsdeild hefur áhrif á virði vörumerkisins með því að undirbúa og þjálfa stjórnendur sem síðan virkja starfsmenn í að efna loforðin. Mannauðsdeild þarf því að þekkja markmið markaðsdeildar, hver aðgreining vörumerkisins er. Þá verður þríhyrningurinn: Markaðs-og mannauðsmál-viðskiptavinir-starfsfólk Láta starfsmenn koma með lausnina að vandamálum, ekki gefa þeim lausnina. Vinna þarf í teymum og stöðugt að innbótum.
Þá tók við Díana Dögg Víglundsdóttir. N1 stendur í þeirri áskorun, hvernig ná eigi til allra starfsmanna. N1 vill koma sömu skilaboðum til allra starfsmanna. Áður fyrr var notaður innri vefurinn fyrir starfsmenn. Innri vefurinn var allt of einhliða því öll skilaboð komu frá yfirstjórn. Markmið N1 var að allir starfsmenn fengju rödd, gætu komið með skilaboð. Starfsmenn fengju rödd og boðleiðir yrðu styttar. Markmiðið var að stytta boðleiðir, skapa skemmtilegt umhverfi fyrir starfsmenn, sameina starfsmenn á einum stað, nær hvort öðru.
Starfsfólk N1 er mikilvægasti markhópurinn, ef starfsmenn fá ekki réttar upplýsingar er öruggt að viðskiptavinurinn fær þær ekki. En hvað er samfélagsmiðaður innri vefur? Það er vefur sem leyfir öllum að tjá sig, gagnvirkur vefur, vefur þar sem umræðan stýrir því sem er mikilvægt ekki bara yfirstjórn, vefur sem sýnir hvað er að gerast. Notendainnskráningin var tengd við kennitölu, aðgangurinn er virkjaður um leið og viðkomandi byrjar, leiðin er brothætt en þarna inni er ekkert sem ekki má koma fyrir augu almennings. Starfsmenn eru ekki allir með netfang en þeir komast inn á sinni kennitölu. Þegar komið er inn á vefinn geta allir skrifað hvað sem þeim dettur í hug á vefinn. Hægt er að deila með öllum og hrósi er deilt með öllum. Vefurinn er orðinn miklu virkari. Hægt er að festa viðburð efst ef ósk er um að hann sé alltaf það fyrsta sem allir sjá. Hjá N1 liggur ábyrgðin á innri vefnum hjá starfsmannasviði, vefstjórn, markaðssviði og starfsmannafélaginu. Hægt væri að virkja miklu meiri fjölda og fyrir starfsmannafundi út á landi. Vefurinn var opnaður í janúar og þróunin er sú að heimsóknir eru allt upp í 7000 á mánuði. Mest skoðuðu síðurnar eru matseðillinn, ferðir, viðburðir, starfsmaðurinn, um N1, Allir viðburðir eru inn á síðunni og þú getur bókað þig þar. Á innri vef sést alltaf hver á afmæli, þar eru listar „hnappur“ og fólk getur skráð sig. En fólki fannst þetta ekki nægilega persónulegt. Hægt er að setja myndir inn á vefinn tengdum viðburðum. Hver og einn á sinn prófíl og getur sett þar inn eitthvað persónulegt um sjálfan sig. Ekki er enn búið að ákveða hvernig ánægja verður mæld með vefinn nema í árlegri viðhorfskönnun.

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?