Aðalfundur Stjórnvísi var haldinn í dag í Nauthól.
Ný stjórn var kosin fyrir næsta starfsár.
Formaður Stjórnvísi 2015-2016 er Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi. Nótt hefur setið í stjórn Stjórnvísi í 3 ár, tvö ár sem aðalmaður og eitt ár sem varamaður.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára 2014-2016 í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík.
- Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Innnes
- Halldór Kr. Jónsson, sölu-og markaðsstjóri hjá ISS
Í aðalstjórn til næstu tveggja ára 2015-2017 voru kosin:
- Áslaug D. Benónýsdóttir, verkefnastjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála hjá Gámaþjónustunni.
- Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Hagvangi.
- Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi, eigandi Intra ráðgjafar slf.
Í varastjórn til eins árs 2015-2016
- Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.
- Maríanna Magnúsdóttir, deildarstjóri viðskiptaferla VÍS.
Kosið var í fagráð félagsins til eins árs 2015-2016:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, markaðs-og þjónustustjóri Landsnets.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til eins árs 2015-2016:
María Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Mentor.
Runólfur Birgisson, fjármálastjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Einnig voru samþykktar siðareglur félagsins og nýtt útlit kynnt.