Á aðalfundi faghóps um Heilsueflandi vinnuumhverfi, sem haldinn var í húsnæði Íslandspósts, Stórhfða 29, hinn 12. maí 2015 gaf fráfarandi formaður ekki kost á sér aftur í formannsembættið. Nýr formaður var kjörinn, Jóhann Friðrik Friðriksson lýðheilsufræðingur. Úr stjórn gekk Jóhanna Briem og eru henni þökkuð góð störf í þágu félagsins. Þrír nýir stjórnarmeðlimir bættust í hópinn.
Nýja stjórn skipa:
Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur, Bewell
Alda Ásgeirsdóttir, lýðheilsufræðingur, VIRK Starfsendurhæfingarsjóði
Friðþóra Arna Sigfúsdóttir, fræðslustjóri, Íslandspósti
Hildur Friðriksdóttir, mannauðsráðgjafi, ProActive Ráðgjöf og fræðslu
Rakel Eva Sævarsdóttir hagfræðingur og meistaranemi í HÍ
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, formaður Félags lýðheilsufræðinga
Svava Jónsdóttir, heilsu- og mannauðsráðgjafi, ProActive Ráðgjöf og fræðslu
Fyrsti stjórnarfundur var haldinn að loknum aðalfundi. Stefnt er á að næsti stjórnarfundur haldinn í maílok þar sem lagðar verða línur fyrir næsta starfsár.