Ragnhildur sálfræðingur og eigandi Auðnast hélt í morgun skemmtilegan, jákvæðan og fræðandi fyrirlestur. Ragnhildur fór í fyrirlestrinum yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga til að að viðhalda heilsu og hamingju í núverandi samfélagsaðstæðum. Klara Steinarsdóttir í stjórn faghóps um mannauðsstjórnun kynnti Stjórnvísi og Ragnhildi.
Ragnhildur sagði forvarnir skipta mestu máli í öllu starfi Auðnast. Ragnhildur fór yfir kerfin okkar hvatakerfið – sefkerfið – óttakerfið. Hvatakerfið virkjast þegar við tökumst á við krefjandi verkefni og við fáum vellíðan þegar við náum árangri. Sefkerfið notum við til að róa okkur niður og er andstæðan við óttakerfið. Óttakerfið virkjast án þess að við höfum nokkuð um það að segja en sefkerfið höfum við sjálf áhrif á og getum stjórnað. Í fyrstu bylgju Covid virkjaðist óttakerfið vegna óvissu því enginn vissi hvað var í vændum. Þegar þríeykið stígur fram þá virkjast hvatakerfið og varð ríkjandi í fyrstu bylgju. Síðan kom bylgja 2 og svo bylgja 3. Þá voru margir búnir að missa vinnu, fólk verður óánægðra og óttakerfið virkjast aftur.
Nú er það úthaldið og við erum ólík varðandi það. Nú þurfum við að staldra við og endurskoða hvað við getum gert. Ragnhildur gaf heilræði. Í erfiðleikum skapast alltaf tækifæri. Nr. 1 Það tekur alltaf allt enda. Heilinn er neikvætt settur og því er hugmyndin um Covid neikvætt skekktur í heilanum. Nr.2 Grunnurinn dettur ekki úr tísku þ.e. svefn, hreyfing, hvíld. Hvíld er grunnþáttur og mikilvægt að vera ekki endalaust á Teamsfundum. Mundu eftir hvernig þér líður – borðar þú vel? Ertu að hreyfa þig? Því fylgir slen ef púlsinn fer ekki upp þú ert ekki að hreyfa þig. Mikilvægt er að mastera einn grunnþátt í viku. T.d. taka matinn fyrir eina viku, hreyfingu næstu og svefn þá þriðju. Nr.3 er andlegur styrkur. Í þriðju bylgju kom úthaldið, hvernig þolum við krefjandi aðstæður í langan tíma. Það er þrautseigjan og hana er hægt að þjálfa upp. Mikilvægt er að skoða sinn þrautseigjuvöðva. Þrautseigja er færni okkar til að aðlagast streitumiklum aðstæðum, mótlæti, áföllum o.fl. Ragnhildur segir mikilvægt að leyfa erfiðum tilfinningum að koma. Síðan er mikilvægt að hugsa eitthvað jákvætt á hverjum einasta degi því þá erum við markvisst að þjálfa þrautseigju. Gott er að líkja tilfinningum við öldugang eins og þegar alda skellur á og þannig er tilfinning hún skellur á og minnkar síðan eins og aldan sem fer svo frá. Hugsaðu um að tilfinningin mun minnka með tímanum. Mikilvægt er að fara í göngutúr og finna tilfinningunni farveg. Að sinna einhverju skapandi skiptir líka máli. Sköpun getur verið að taka til í bílskúrnum, prófa nýja uppskrift. Mikilvægt er að finna hjá hverjum og einum hvað það er sem breytir okkur. Einnig að kalla stöðugt fram minningar sem færa okkur gleði. Þannig þróum við þrautseigju. Nr.4 er styrkleiki. Ef fólk hefur kost á að nýta styrkleika sína þá helst það í hendur við að líða betur. Mikilvægt er að sjá að við notum ólíka styrkleika á ólíkum stöðum. Hver og einn ætti að nota það að skoða styrkleikana sína. Örvum taugaboðin. Dópamín lætur okkur líða vel og því mikilvægt að við gerum eitthvað gott fyrir okkur sjálf. Því er mikilvægt að gera eitthvað gott fyrir sig og fagna litlum sigrum. Oxytocin er tengslahormónið og örfast við að hlusta á tónlist, leika við dýr og born. Serótónín er náttúrulega geðlyfið, við náum í það með því að hlusta á hugleiðslur, fara í göngutúr, hreyfa sig og köld sturta. Það er eins og köld sturta endurræsi kerfið. Endorfín er náttúrulega verkjalyfið það kemur með því að t.d. teygja sig eða fá gott hláturskast. Nr.6 Veldu það sem hentar þér í sjálfsrækt. Nr.7 snýr að athyglinni. Mikilvægt er að beina athyglinni að réttum hlutum. Við stjórnum mörgu í okkar nánasta umhverfi. Nr.8 er að gera sér glaðan dag t.d. heima fyrir. Nú þurfum við að nota sköpunargáfuna. Gera eitthvað sem gleður okkur. Hvað get ég gert til að gera mér glaðan dag. Í Covid hvarf allt sem heitir kaffispjall við kaffivélina. Því er mikilvægt að gera eitthvað skemmtilegt.