Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Það var faghópur Stjórnvísi um markþjálfun í samstarfi við ICF Iceland sem héldu þennan viðburð um nýtingu markþjálfunar.
Fyrirlesarar voru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau rýndu í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun.
Arnór Már Másson deildi reynslu sinni af því að hjálpa fólki að finna sína hillu í lífinu. Hann sagði frá því hvernig hann hjálpar marksækjendum að svara spurningunni: “Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?”. Einnig kom hann inn á hvað er mikilvægt að horfa í þegar þrengir að hjá fólki á tímum covid. Hann deildi líka reynslu sinni af MCC (Master Certified Coach) vottunarferlinu og að vaxa og dafna faglega í gegnum súrt og sætt í lífinu. Arnór Már er stofnandi og eigandi AM Markþjálfunar slf. og er með PCC (Professional Certified Coach) gæðavottun frá ICF (International Coach Federation). BSc í sálfræði frá HÍ og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, Hí og NMÍ. 
Arnór Már sagði að eitt það mikilvægasta sem hver og einn markþjálfi standi frammi fyrir er annars vegar að vera fylginn sér að vera alltaf að taka viðtal, sjálfur tekur hann 21 viðtal á viku og hitt er að hlúa vel að sjálfum sér.  Einnig að vera hlutlaus og vera góður hlustandi.
Ragnheiður, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem markþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún hefur mikinn áhuga á mannlegum möguleikum, styrkleikum einstaklingsins og hugarfari.  Hún segir að við höfum alltaf val enda er hennar mottó, að við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinnings aðstæður á einhvern hátt.
Hún fjallaði um hvernig jákvæð sálfræði og markþjálfun tengjast sterkum böndum og með hugarfarið að leiðarljósi eru því í raun engin takmörk sett varðandi hverju við getum áorkað og hvernig við getum þróað okkur með aðstoð markþjálfunar. Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Ásamt eiginmanni sínum Jóni Þórðarsyni rekur hún viðburðafyrirtækið PROevents sem er eitt af leiðandi viðburðafyrirtækjum á Íslandi.  Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún stefnir á MCC (Master Certified Coach) í náinni framtíð. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.
Ragnheiður sagði jákvæða sálfræði vera frekar ný fræðigrein.  Hún tengist saman við markþjálfun varðandi að hafa trú á sjálfan sig. Jákvæða sálfræðin gengur út á hversu hamingjusöm við erum. Hamingjan tengist sældarhyggju þ.e. hversu gott okkur þykir eitthvað, ánægju yfir lengri tíma og farsældarhyggju.  Hugsun – hegðun – tilfinningar er það sem markþjálfinn vinnur með.  Hugarfarið okkar býr til lífið okkar og að gera breytingar er eitthvað sem við sjálfum aldrei eftir.  Markþjálfinn styður við slíka vinnu.  Markþjálfinn þarf að leggja egóið algjörlega til hliðar. Velferðin leitar að innihaldsríku lífi. Ragnheiður segir Íslendinga vera með mikla seiglu og markþjálfinn hefur áhrif á að ýta undir seigluna. 
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir talaði um hvernig markþjálfun kom inní hennar líf og deildi því hversu mikið trúverðugleiki markþjálfunar skiptir hana miklu máli. Hún sagði frá því hvað hún brennur mikið fyrir þessu verkfæri. Henni finnst að allir sem læra markþjálfun og ætla að starfa við það, hafi góða og gilda menntun á bak við sig sem sýnir fram á að hæfni sé náð og votti sig einnig í framhaldi af því. Það eru mikil heilindi í markþjálfun, sem góður og faglegur markþjálfi þarftu að sýna það og sanna með hver þú ert, það getur tekur sinn tíma að öðlast slíkt traust. Ásta Guðrún er PCC (Professional Certified Coach) vottaður markþjálfi frá ICF Global síðan í apríl 2018 og stefnir á MCC (Master Certified Coach) innan nokkurra ára sem er hæsta stig vottunar fyrir einstaklinga.
Ásta Guðrún hefur verið sjálfstætt starfandi markþjálfi síðan ársins 2014 með fyrirtæki sitt Hver er ég - Markþjálfun og sinnir allskonar spennandi verkefnum eins og að vera leiðbeinandi í markþjálfanámi, stofnaði Markþjálfahjartað sem er árstíðaverkefni og hugsjón sem snýr að því að koma markþjálfun í menntakerfið á Íslandi, starfar hjá CoachHub og Landit sem markþjálfi fyrir leiðtoga út um allan heim, markþjálfar og heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga Virk, situr í faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi, fyrrverandi formaður ICF Iceland svo eitthvað sé nefnt og með marga aðra bolta á lofti. Hún brennur fyrir umbreytingu sem er að hennar mati eina leiðin að innri vexti og skrifaði bók árið 2019 Markþjálfun Umturnar sem snýr að því hvernig markþjálfun getur meðal annarss nýst stjórnendum í menntakerfinu. Ásta myndi vilja breyta starfsheitinu sínu í "Umbreytingarþjálfi".

Ásta Guðrún þráði að vera skilvirkari manneskja og í upphafi markþjálfunarnámsins stefndi hún ekki að því að verða markþjálfi.

Um viðburðinn

Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Click here to join the meeting

Faghópur Markþjálfunar í samstarfi við ICF Iceland halda viðburð um nýtingu markþjálfunar.

Fyrirlesarar eru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau ætla að rýna í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun? 

 

Arnór Már Másson deilir reynslu sinni af því að hjálpa fólki að finna sína hillu í lífinu. Hann segir frá því hvernig hann hjálpar marksækjendum að svara spurningunni: “Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?”. Einnig kemur hann inn á hvað er mikilvægt að horfa í þegar þrengir að hjá fólki á tímum covid. Hann deilir líka reynslu sinni af MCC (Master Certified Coach) vottunarferlinu og að vaxa og dafna faglega í gegnum súrt og sætt í lífinu.

Arnór Már er stofnandi og eigandi AM Markþjálfunar slf. og er með PCC (Professional Certified Coach) gæðavottun frá ICF (International Coach Federation). BSc í sálfræði frá HÍ og PDE í frumkvöðlafræði frá Keili, Hí og NMÍ. 

 

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir ætlar að tala um hvernig markþjálfun kom inní hennar líf og deila því hversu mikið trúverðugleiki markþjálfunar skiptir hana miklu máli. Hún segir frá því hvað hún brennur mikið fyrir þessu verkfæri. Henni finnst að allir sem læra markþjálfun og ætla að starfa við það, hafi góða og gilda menntun á bak við sig sem sýnir fram á að hæfni sé náð og votti sig einnig í framhaldi af því. Það eru mikil heilindi í markþjálfun, sem góður og faglegur markþjálfi þarftu að sýna það og sanna með hver þú ert, það getur tekur sinn tíma að öðlast slíkt traust. Ásta Guðrún er PCC (Professional Certified Coach) vottaður markþjálfi frá ICF Global síðan í apríl 2018 og stefnir á MCC (Master Certified Coach) innan nokkurra ára sem er hæsta stig vottunar fyrir einstaklinga.

Ásta Guðrún hefur verið sjálfstætt starfandi markþjálfi síðan ársins 2014 með fyrirtæki sitt Hver er ég - Markþjálfun og sinnir allskonar spennandi verkefnum einsog að vera leiðbeinandi í markþjálfanámi, stofnaði Markþjálfahjartað sem er árstíðaverkefni og hugsjón sem snýr að því að koma markþjálfun í menntakerfið á Íslandi, starfar hjá CoachHub og Landit sem markþjálfi fyrir leiðtoga út um allan heim, markþjálfar og heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga Virk, situr í faghóp Markþjálfunar hjá Stjórnvísi, fyrrverandi formaður ICF Iceland svo eitthvað sé nefnt og með marga aðra bolta á lofti. Hún brennur fyrir umbreytingu sem er að hennar mati eina leiðin að innri vexti og skrifaði bók árið 2019 Markþjálfun Umturnar sem snýr að því hvernig markþjálfun getur meðal annarss nýst stjórnendum í menntakerfinu. Ásta myndi vilja breyta starfsheitinu sínu í "Umbreytingarþjálfi".

 

Ragnheiður, fyrrverandi formaður Félags markþjálfa, hefur starfað sem markþjálfi til umbreytinga í um 15 ár og hefur þjálfað mikinn fjölda stjórnenda og teyma bæði hérlendis og víða erlendis. Hún hefur mikinn áhuga á mannlegum möguleikum, styrkleikum einstaklingsins og hugarfari.  Hún segir að við höfum alltaf val enda er hennar mottó, að við stjórnum viðhorfi okkar sjálf og getum því alltaf skapað okkur vinnings aðstæður á einhvern hátt.

Hún ætlar að fjalla um hvernig jákvæð sálfræði og markþjálfun tengjast sterkum böndum og með hugarfarið að leiðarljósi eru því í raun engin takmörk sett varðandi hverju við getum áorkað og hvernig við getum þróað okkur með aðstoð markþjálfunar. Ragnheiður er stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining þar sem hún býður upp á vandaða markþjálfun til umbreytinga, teymisþjálfun og námskeið af ýmsum toga. Ásamt eiginmanni sínum Jóni Þórðarsyni rekur hún viðburðafyrirtækið PROevents sem er eitt af leiðandi viðburðafyrirtækjum á Íslandi.  Hún er með PCC (Professional Certified Coach) alþjóðlega gæðavottun frá ICF, stundaði meistaranám í Mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands, og er Dip. Master í Jákvæðri Sálfræði ásamt því að vera sáttamiðlari. Hún stefnir á MCC (Master Certified Coach) í náinni framtíð. Hún lætur sig mannréttindamál miklu varða, er varaformaður FKA (Félags kvenna í atvinnulífinu) og leggur sitt á vogarskálarnar til að hvetja til jafnréttis á öllum sviðum samfélagsins.

 

Fleiri fréttir og pistlar

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?