Steinar Þór Ólafsson samskiptafulltrúi Viðskiptaráðs var í morgun með hugvekju um 100 ára gamla vinnumenningu. Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun. Hildur Vilhelmsdóttir í stjórn faghópsins opnaði fundinn, kynnti Stjórnvísi og Steinar Þór.
Hvað getum við gert til að breyta þessari menningu og hver eru fyrstu skrefin í rétta átt? Steinar hefur skrifað pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um þessi málefni ásamt því að halda fjöldamörg erindi, nú síðast á haustráðstefnu Advania. Síðast en ekki síst er hann duglegur að skrifa á Linkedin vangaveltur um vinnustaði sem að flestir hugsa en enginn segir. Í morgun reifaði hann rannsóknir og setti fram sínar vangaveltur um þessi mál.
Steinar Þór er íþróttafræðingur í grunninn, nam lögfræði um tíma og fór seinna í listnám. hann sér vinnumenningu með óhefðbundnum gleraugum. Hvar eru tækifæri til að staldra við og sjá nýja hluti? Hann hvetur alla til að vera hugaðir og prófa nýjar leiðir.
Á dögum iðnbyltingarinnar fyrir 203 árum var ákveðið af Robert Owen að vinnudagurinn væri 8 klukkustundi, 8 klukkustunda svefn og 8 klukkustunda frítími. Steinar Þór segir virkar klukkustundir í vinnu séu í dag 7,44 mínútur þannig að hann hefur styst um 16 mínútur á öllum þessum tíma og þremur iðnbyltingum. Reykjavíkurborg og Hugsmiðjan hafa stytt vinnuvikuna með góðum árangri. Hjá Hugsmiðjunni mæta allir kl.09:00 og hætta 15:30. Í dag gerist skrifstofuvinna meira og minna öll í skýinu og ekki lengur þörf á að allir sitji saman í sama rými. Fyrir 100 árum sat fólk saman á nákvæmlega sama hátt og gert er í dag.
Allar rannsóknir sem Steinar hefur fundið styðja ekki aukin afköst þegar fólk situr saman. Það sem kemur í veg fyrir góð afköst eru oft á tíðum spjall í vinnunni sem veldur truflun. Enginn notar útirödd á bókasafni eða talar hátt. Eitt það síðasta sem fólk gerir á kvöldin og það fyrsta á morgnana er að skoða póstinn og slíkt er streituvaldandi. Því má velta fyrir sér af hverju er ekki meira um samskiptareglur um hvernær megi ná í starfsmenn og hvenær ekki. Sum fyrirtæki slökkva á póstþjónum frá kl.17:00 á kvöldin til 09:00 á morgnana.