Jafnvægi á gagnsæi og skrifræði

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Gerða Björg Hafsteinsdóttir hélt fyrirlestur um þau atriði sem komu fram í rannsókn sinni um upplifun stjórnenda af jafnlaunavottun. Grein var skrifuð um niðurstöður viðtalana og má sjá hana í heild sinni hér. 

Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur jafréttisstofu fjallaði um ný jafnréttislög og sérstaklega þær breytingar sem urðu á kafla um jafnlaunavottun. Hann fjallaði um jafnlaunastaðfestingu sem er nú í boði fyrir minni fyrirtæki.  

Þáttakendur svöruðu spurningum um hvort þau hefðu kynnt sér ný jafnréttislög og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Vekur athygli að 20% svarenda hafði lesið þau öll í gegn sem er merki um metnað meðal fundargesta. Einnig var spurt almennt um viðhorf gagnvart jafnlaunavottun. Fyrirlesarar sátu því næst fyrir svörum og sköpuðumst skemmtilegar umræður út frá spurningum þáttakenda. 

Viðburðuinn var tekinn upp og er hægt að nálgast upptökur á facebook síðu Stjórnvísi  

 

 

Fyrir lok fundarins benti Gerða á rannsókn sem væri að fara af stað um aðferðir við mat á störfum og vildum við því bæta inn í fréttina hlekka á fund sem var haldinn um verðmæti starfa í apríl 2019.

Um viðburðinn

Er jafnlaunavottun tálsýn?

Click here to join the meeting
Faghópur um jafnlaunastjórnun stendur fyrir viðburði um niðurstöður nýrrar rannsóknar um jafnlaunavottun eftir Gerðu B. Hafsteinsdóttur.

Nýlega var birt grein í vísindatímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla þar sem Gerða og meðhöfundar hennar Erla Sólveig Kristjánsdóttir, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, og Þóra H. Christiansen, aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ fjalla rannsókninga og helstu niðurstöður. Fjallað var um birtingu greinarinnar og má sjá umfjöllun í viðskiptahluta mbl.is hér

Auk þess að fjalla um niðurstöður rannsóknarinnar munum við fá fyrirlestur frá Jóni Fannari Kolbeinssyni, lögfræðingi Jafnréttisstofu um breytingar á jafnréttislöggjöf sem tók gildi 6. janúar 2021. Hvaða breytingar hefur þetta í kjölfar með sér á starfrækslu jafnlaunakerfa eða vottunarferlið?

Að lokum munu vera stýrðar umræður þar sem við fáum sjónarmið fundargesta og tökum við spurningum. 


Dagskrá

8:30 - Kynning á faghópi og erindum

8:40 - Gerða Björg Hafsteinsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknar um upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi. 

9:00 - Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu fjallar um nýsamþykktar breytingar á jafnréttislöggjöfinni með sérstaka áherslu á þær sem snúa að jafnlaunavottun

9:20 - Hvernig á að koma í veg fyrir skrifræði og kerfisvæðingu?

9:40 - Spurningar og umræður


Fundurinn verður haldinn á Teams 

Hér er hlekkur til að tengjast:

Click here to join the meeting

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?