Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Gerða Björg Hafsteinsdóttir hélt fyrirlestur um þau atriði sem komu fram í rannsókn sinni um upplifun stjórnenda af jafnlaunavottun. Grein var skrifuð um niðurstöður viðtalana og má sjá hana í heild sinni hér.
Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur jafréttisstofu fjallaði um ný jafnréttislög og sérstaklega þær breytingar sem urðu á kafla um jafnlaunavottun. Hann fjallaði um jafnlaunastaðfestingu sem er nú í boði fyrir minni fyrirtæki.
Þáttakendur svöruðu spurningum um hvort þau hefðu kynnt sér ný jafnréttislög og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Vekur athygli að 20% svarenda hafði lesið þau öll í gegn sem er merki um metnað meðal fundargesta. Einnig var spurt almennt um viðhorf gagnvart jafnlaunavottun. Fyrirlesarar sátu því næst fyrir svörum og sköpuðumst skemmtilegar umræður út frá spurningum þáttakenda.
Viðburðuinn var tekinn upp og er hægt að nálgast upptökur á facebook síðu Stjórnvísi
Fyrir lok fundarins benti Gerða á rannsókn sem væri að fara af stað um aðferðir við mat á störfum og vildum við því bæta inn í fréttina hlekka á fund sem var haldinn um verðmæti starfa í apríl 2019.