Ráðgjafarstofa innflytjenda var formlega opnuð á Laugavegi 116. Þar geta innflytjendur sem setjast að hér á landi fengið upplýsingar um allt sem við kemur réttindum þeirra og skyldum sem nýbúar á Íslandi.
Ráðgjafarstofa innflytjenda er tilraunaverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins. Fyrirmyndir að ráðgjafarstofunni eru til víða, meðal annars í Danmörku, Portúgal og Kanada og er þá gjarnan talað um slíkt sem first-stop-shop.
Innflytjendum er bæði boðið að líta við á ráðgjafarstofunni að Laugavegi 116, ræða við ráðgjafa gegnum síma eða í gegnum netspjall á vefsíðunni newiniceland.is. Þar er í boði netspjall á sjö tungumálum; íslensku, ensku, pólsku, spænsku, portúgölsku, litháísku og arabísku.