Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Heilsuefling er sameiginlegt verkefni starfsfólks og stjórnenda
Um viðburðinn
Heilsueflandi vinnustaður - viltu vita meira?
Click here to join the meeting
Kynning og spjall um Heilsueflandi vinnustað
Gunnhildur Gísladóttir, Vinnueftirlitið
Ingibjörg Loftsdóttir, VIRK
Líney Árnadóttir, VIRK
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, embætti landlæknis
Embætti landlæknis, Vinnueftirlit ríkisins og VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafa undanfarna mánuði unnið að gerð viðmiða til að tryggja að vinnustaðir hafi góð verkfæri til að skapa heilsueflandi umhverfi. Verkefnið byggir á sömu hugmyndafræði og verkefni embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og Heilsueflandi leik-, grunn-, og framhaldsskóla.
Markmið verkefnisins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan starfsfólks á vinnustöðum, auka heilsulæsi, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.
Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins alls og miðar að því að bæta heilsu og líðan vinnandi fólks m.a. með að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi. Allir ættu að geta haft hag af heilsueflingu á vinnustöðum og gæti hagur vinnustaðarins falist í minni kostnaði vegna færri fjarvista, veikindadaga og slysa meðal starfsfólks, aukinnar framleiðni og minni starfsmannaveltu.
Ávinningur starfsfólks er færri slys og sjúkdómar, bætt heilsa og aukin vellíðan og starfsánægja. Vinnuveitendur sem hlúa að heilsu starfsfólks hafa ekki eingöngu jákvæð áhrif á starfsfólkið heldur geta þeir einnig haft áhrif á fjölskyldu starfsfólks og samfélagið í heild.
Viðmiðin eru í prufukeyrslu eins og er en stefnt er að því að þau verði aðgengileg fyrir alla sem vilja nýta sér þau seinni part næsta árs.
Við ætlum að hafa stutta kynningu á verkefninu en þó aðallega spjall við þátttakendur. Nægur tími mun gefast fyrir spurningar og vangaveltur.
Fleiri fréttir og pistlar
Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!
Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.
https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844
https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/
https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla. Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.
Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason, Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín
Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:
https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc
https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK
- Inclusive Design and Policy: Moving beyond compliance to create accessible environments in workspaces and public life that respect autonomy and dignity.
- Intersectional Experiences: How disability intersects with race, gender, class, and other identities, creating unique challenges and opportunities for equity in both professional and social settings.
- Representation and Leadership: The critical need for disability-inclusive leadership and decision-making in workplaces, communities, and societal institutions.
- Cultural and Systemic Change: How workplaces and societies can address ableism, promote belonging, and establish sustainable frameworks for inclusion in all areas of life.
Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.
Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum?
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.
Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.
Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.
Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá
Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!