Nýsköpun og sköpunargleði: Fréttir og pistlar
Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.
Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.
Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna. Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum. Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu.
Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn. Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns. Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.
Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu. Ekki senda símtalið áfram. Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.
En hvaða verkefnum eru þau að sinna? Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti. Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi. Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl. Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns.
Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn. En hvað skiptir máli í ferlinu? 1. Stuðningur frá topnnum 2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum.
Viðburðurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Gunnur Líf Gunnarsdóttir stýrir mannauðssviði Samkaupa og hóf störf þar 2018. Þegar hún hóf störf var stofnað nýtt svið mannauðssvið og var þá ákveðið að setja mikinn kraft í mannauðinn. Samskip var stofnað 1998 og eru þar 1400 starfmenn sá yngsti 14 ára og elsti 83 ára og unnu þau menntasprotann 2020. Af 1400 starfsmönnum vinna 40 í stoðsviðum á skrifstofu. Kjarninn eru verslanirnar.
En hvert stefnir Samkaup? Hlutverk – gildi og framtíðarsýn er skýr. Framtíðarsýn mannauðssviðs er skýr en það er að vera eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi. Leiðarljósið er að hugsa vel um starfsfólkið og Samkaup er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Helsta auðlindin er mannauðurinn og lykill þess að Samkaup nái árangri. Starfsmenn fá tækifæri til að þroskast sem manneskjur og í starfi. Samkaup vill að starfsmenn láti gott af sér leiða, mæti á staðinn, hlusti og taki þátt. Þau vilja vera með rétta fólkið og réttu færnina. Þau vilja heilsteypt samskipti. Samkaup er með samskiptakort og upplýsingaflæði er tryggt. Þau nota Workplace. Á stjórnendadögum eru sett verkefni í takt við stefnu. Í hverri einustu verslun eru sett markmið og hvað ætlar hver og einn að gera til að ná markmiðinu. Þannig nær Samkaup að virkja hvern einasta starfsmann. En hvernig mæla þau þetta allt saman?
Mælikvarðarnir í verslunum eru fjárhagslegir mælikvarðar, gæði og þjónusta og mannauður og menning. Stærsti mælikvarðinn er fjöldi þeirra sem mæta á árshátíð sem er næstum 1000 manns. Í dag hefur hver einasti starfsmaður sýn á hvernig hans verslun stendur “Árangursvog verslana Samkaupa”. Markmiðin byggja á metnaði. En hvað er framundan? Haldinn er Teams stjórnendadagurinn, vinnustofur 2021, lykilfundir mars 2021 o.m.fl. Það sem drífur þau áfram er metnaðarfullt starfsfólk.
Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér.
Stjórnvísifélagar duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þeir fengu að hlýða á Vin Harris frumkvöðul og nútvitunarkennara sem var kominn til Íslands á vegum Hugleiðslu og friðarmiðstöðvarinnar til að deila reynslu sinni af iðkun núvitunar. Það var Guðný Káradóttir sem kynnti Vin Harris í Nýsköpunarmiðstöð Íslands á síðasta fundi starfsársins föstudaginn þrettánda desember.
Vin Harris sagði að í núvitund væri jmikilvægt að róa hugann og skoða hvernig okkur líður. Hvað erum við að hugsa, hvernig líður okkur? Mikilvægt er að þrýsta ekki á neitt heldur skilja hvernig okkur líður. Við erum að skilja hvað gerist hjá okkur þegar eitthvað annað er að gerast, hvernig erum við að bregðast við? Við erum sífellt að segja okkur sögur af því hvernig við ættum að vera. Mikilvægt er að spjalla alltaf við sjálfan sig eins og hvern annan góðan vin, ekki vera of dómhörð við okkur sjálf.
Andardrátturinn er alltaf með okkur, það er allt annar andardráttur í dag en var í gær eða verður á morgun. Í núvitund er verið að skoða í huganum hvað er að gerast hér og nú. Eitt mikilvægasta sem manneskja getur gert fyrir sjálfa sig er að breyta um tón hvernig hún talar við sig. Talaðu í fallegum, rólegum góðum tón við sjálfan þig. Fólk þarf að æfa sig í að vera með sjálfu sér. Í núvitund byrjarðu að bera ábyrgð á eigin tilfinningum. Það eru milljónir hluta að gerast þarna úti og þú getur einungis valið um örfáa þeirra. Ef þú heyrir t.d. fullt af hljóðum og þau angra þig þá er mikilvægt að hlusta á hljóð og leyfa þeim að koma. Þá breytist oft hjá mörgum að hljóðin hætta að fara í taugarnar á þeim og þá hefur heilinn breyst.
Nýsköpunarhádegi Gulleggsins var haldið í samstarfi við Stjórnvísi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift fundarins var „Engar Hindranir“ sem er átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu. Í pallborðsumræðum voru að þessu sinni þær Ágústa Johnson, stofnandi Hreyfing Heilsulind, Hrönn Margrét Magnúsdóttir, stofnandi Feel Iceland og
Sandra Mjöll Jónsdóttir, vöru- og markaðsstjóri Florealis. Umræðustjóri pallborðsins var Helga Valfells frá fjárfestingasjóðnum Crowberry Capital.
Átakið hefur nú þegar skilað sér í jafnara kynjahlutfalli í verkefnum sem Icelandic Startups stendur fyrir, þar á meðal Gullegginu.
Faghópar um þjónustustjórnun, kostnaðarstjórnun og breytingarstjórnun héldu í morgun fund í Háskólanum í Reykjavík. Fyrirlesarar voru þau Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Gunnar Andri Þórisson.
Með því að veita góða þjónustu færðu tryggð sem þú hefur aldrei getað ímyndað þér. Aðalheiður sagði sögu af því hvernig hún eignaðist sinn fyrsta bíl í gegnum frábæra þjónustu sem hún veitti viðskiptavini. Viðmót á staðnum skiptir meira máli en upplýsingar. Fyrirtæki þurfa að ákveða með hvaða hætti er unnið og því er þjónustustýring hluti af stefnumótun. Það sem margir flaska á er að gleyma að setja fram mælikvarða. T.d. að lágmarka kvartanir er þjónustumarkmið, hve lengi viðskiptavinurinn bíður eftir þjónustu er þjónustumarkmið. En í þjónustu eru ekki öll augnablikin eins mikilvæg. Það fer eftir hvað verið er að fjalla um í hverju og einu tilfelli. Það er mikilvægara að klikka aldrei þegar verið er að fjalla um kvartanir heldur en þegar verið er að óska eftir nýrri þjónustu. Fókusa á hvar mestu tekjurnar koma? Mikilvægustu augnablikin eru 1. Auglýsingar á samfélagsmiðlum sem vekja nýja þörf 2. Umsagnir á netinu um vöruna 3. þegar viðskiptavinurinn sér vöruna þ.e. kemur inn í verslunina 4. Þegar viðskiptavinurinn fær vöruna, er upplifun miðað við væntingar 5. Umsagnir umtal. Tryggð er sú upplifun sem það tengir þjónustu eða einstaklings. Dæmi um það er þegar þú færir þig milli vinnustaða og viðskiptavinurinn fylgir með þ.e. hættir hjá fyrirtækinu og fer til samkeppnisaðila. Því þarf að greina virðisstraum þjónustunnar og fara alla leið. Hvað er sagt á samfélagsmiðlum um okkur? Byrja þarf þar. En hvaða þarfir er viðskiptavinurinn með? Hvaða þarfir uppfylli ég?
Bankar láta t.d. drauma rætast með því að opna dyr að því að eignast nýja hluti en ekki að skilja skilmálann að láninu. Það sama á við um tryggingar þær veita hugarró. Sóun í þjónustu er margs konar; óþarfa bið, ekki leyst úr kvörtunum, ekki samræmi milli tilbðs og virðis o.fl. Einnig þarf að skoða hvar er ósveigjanleiki? Og hvernig er fyrirtækið okkar uppbyggt?
Núna eru gríðarlegar breytingar og þær gerast hratt. Dæmi um það eru bankar þar sem allt er orðið sjálfsafgreiðsla; sama menntunarstig en allt aðrar lausnir. En hvað eiga Spotify, Google, Uber og Amazon sameiginlegt? Þau hafa sett fram nýtt þjónustuumhverfi og breytt um leið þjónustunni. Ný þörf=ný þjónusta. Öll störf eru að fara að breytast á næstu árum því gervigreind breytir því hvernig störfin eru unnin. Ríkisstjórn Íslands var að láta að gera greiningu á fjórðu iðnbyltingunni og skoða hvaða störf eru að breytast eða hverfa t.d. bankastarfsemi, innheimta, bókarar. Þetta þýðir minni sóun í pappír og færslum.
Þjónstugustigin 0=sjálfsafgreiðsla (engin persóna talar við þig) og virðið er mikið 1=fyrsta snerting getur lokið þjónustubeiðni (ekki þarf að ræða við annan til að klára málið) 2=sérhæfðari sérfræðingar sem styðja við þjónustuúrlasun. Burðarás í þjónustu eru tengsl við viðskiptavininn og forskotið næst með auknu trausti. Í dag þarf því að sýna samkennd, setja sig í spor annarra og sýna örlæti.
Gunnar Andri sagði frá því hvernig hann fékk hugmynd að söluskóla og einnig af sínu fyrsta sölustarfi. Virði er það sem öllu máli skiptir. Ef við erum eitthvað krumpuð þá finnst okkur virðið okkar minnka. Góð þjónusta leiðir af sér sölu. Tímarnir eru að breytast og þeir breytast ótrúlega hratt. Hvað getum við gert í breyttu umhverfi? Netverslun er að aukast mikið en kjarninn í okkur hann hefur ekkert breyst og við erum að leita eftir upplifun. Við erum alla daga stöðugt að selja hugmyndir okkar heima og að heiman. Gunnar fór yfir kauphita 0 og kauphita 10. Viðskipti ganga út á að ná í viðskiptavin og halda honum. Í kauphita 0 þekkir viðskiptavinurinn ekki vöruna en í 10 þá kaupir hann beint. Einnig er til viðskiptavinur í mínus kauphita þ.e. hann vill ekki skipta við viðskiptavininn. Sala er ferill. Undirbúningur, fyrsta snerting, fá viðskiptavin í lið og loka sölu. (tímalína). Viðskiptavinurinn kaupir út frá tilfinningu og notar síðan rök til að sannfæra sig um að kaupin séu rétt. Snerting við viðskiptavininn er mjög mikils virði. Gæðasala er þannig að kaupandi og seljandi fara sáttir fá borði win-win. En hvað er hægt að gera til að ná gæðasölu? Veita betri þjónustu og spá í hvernig við getum aukið virði. Fólk fjárfestir miklu meira í afþreyingu en endurmenntun. Það er mikilvægt að passa upp á endurmenntun starfsmanna. Walt Disney á engan viðskiptavin, einungis gesti. Ef hægt er að fá viðskiptavin til að brosa eða hlæja þá er hægt að fá hann til að kaupa. Fólk kaupir fólk. V= skiptir miklu máli – það vex það sem þú beinir athyglinni að v=viðskiptavinur v=virði v=victory
Er hægt að bregðast við þrengingum með öðrum hætti en beinum niðurskurði?
Markaðsaðstæður breytast hratt og stýring þjónustu- og vöruframboðs ber þess glöggt merki. Ytra rekstarumhverfi og örar tæknibreytingar kalla á sveigjanleika og hröð viðbrögð í þjónustu og rekstri.
Í þessum hagnýta fyrirlestri varr farið yfir hvernig virði þjónustu og sölu fer saman. Á hnitmiðaðan hátt var farið yfir virðishugtakið út frá viðskiptavinum annars vegar og rekstarmódeli fyrirtækja hins vegar. Fléttað var saman umræðu um þjónustu- og sölustýringu innan fyrirtækja, mikilvæg augnablik og mikilvægi gæðasölu á tímum breytinga.
Fyrirlesarar voru tveir:
Gunnar Andri hefur haldið námskeið og fyrirlestra fyrir þúsundir einstaklinga og fjöldann allan af fyrirtækjum jafnt stór sem smá frá árinu 1997 ásamt því haldið málstofur fyrir fyrirtæki í öllum geirum viðskipta. Meðal viðskiptavina Söluskóla Gunnars Andra (SGA) eru fjármálastofnanir, tryggingafélög og fjarskiptafyrirtæki. Að auki hefur hann margoft verið gestafyrirlesari í Háskólanum í Reykjavík. Gunnar Andri er stofnandi og eigandi SGA, 2fyrir1, leikhus.is, offer.is og happyhour.is.
Gunnar Andri er höfundur bókarinnar "Message From The Middle Of Nowhere", er höfundur og útgefandi „55 ráð sem skila árangri í þjónustu!“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi ásamt því að vera einn af meðhöfundum bókarinninnar í Against the Grain sem gefin er út af Brian Tracy.
Aðalheiður er stjórnunarráðgjafi og markþjálfi. Hún hefur starfað með mörgum fyrirtækjum og stofnunum við stefnumótun og ráðgjöf við innleiðingu breytinga í þjónustu og rekstri. Aðalheiður hefur mikla reynslu í að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að takast á við nýjar áskoranir, straumlínulaga ferla og bæta rekstur þeirra og styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum.Aðalheiður hefur kennt við Opna háskóla HR, Tækniskólanum og haldið fjölmarga fyrirlestra og námskeið um þjónustustjórnun, straumlínustjórnun og áskoranir í breytingum.
Fyrri reynsla Aðalheiðar er viðtæk en hún meðal annars unnið sem rekstarstjóri, mannauðsstjóri, þjónustustjóri og starfað sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðalheiður er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og rekur www.breyting.is og er ráðgjafi hjá FranklinCovey á Íslandi.
Nokkrir faghópar Stjórnvísi í samstarfi við MPM námið buðu upp á opinn fyrirlestur með gestakennaranum Dr. Pauline Muchina frá Kenía. Pauline er talin meðal 50 mikilvægustu trúarleiðtoga heims, er einn öflugasti fulltrúi afrískra kvennleiðtoga ásamt því að vera einstakur fyrirlesari og beita framsögutækni sem lætur enga ósnortna. Fundinum var streymt af facebooksíðu Stjórnvísi og má nálgast fyrirlesturinn þar.
Fyrirlesarar fóru á kostum á Nýsköpunarhádegi sem haldið var í Þjóðminjasafninu í dag. Yfirskrift fundarins var "Engar hindranir" sem er átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu. Þær sterku faglegu fyrirmyndir sem komu fram voru Eliza Reid, forsetafrú, Margrét Júlíanna Sigurðardóttir, stofnandi Mussila, Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi Icelandic Lava Show og Stefanía Ólafsdóttir, stofnandi Avo. Þær veittu fundargestum svo sannarlega innblástur og hvöttu alla með viðskiptahugmynd til að láta drauma sína rætast.
Frá fæðingu sprota til fullþroska fyrirtækis eru stigin mörg skref og þau fyrirtæki sem ná að fjármagna sig eru heppin. Í dag er fullt af sprotum sem er að leita sér að fjármagni. Nú er þurrkablettur og því erfitt að horfa upp á að þessir sprotar komast ekki áfram og þurfa að hætta. Það þarf að glæða líf í fjárfestingu á sprotaumhverfi. Hringrás nýsköpunar - teymi-fjármagn- starfsfólk - exit. Nýsköpunarsjóður tók þátt í Sólfar og í kjölfarið komu fleiri fjárfestar inn. Þegar Nýsköpunarsjóður fjárfestir í íslensku fyrirtæki þá eru miklar líkur á að fleiri erlendir fjárfestar komi inn. Mismundi er í hvaða roundi sjóðirnir vilja komi inn. Sumir vilja koma inn í seed á meðan aðrir vilja koma í öðru eða þriðja roundi. Fjárfestingasjóðirnir þurfa ekki alltaf að taka þátt í maraþoni, þeir geta líka tekið þátt í boðhlaupi þ.e. annar sjóður tekur við. Erlendir sjóðir huga mikið að því hvort búið sé að fjárfesta af íslenskum fjárfesti áður en þeir koma inn. Englar geta ekki fylgt eftir fjárfestingunni sinni. Því þarf fjárfestirinn að huga vel að þeim líka. Solid Cloud er fyrsta fyrirtækið til að nýta sér skattaafsláttinn. Girðingar voru settar sem byggja á þröngum skilyrðum. Þú mátt ekki sitja í stjórn og ekki vera skyldur eða tengdur starfseminni á nokkurn hátt. Í Englandi er 50% afsláttur af sköttum í fjárfestingu í nýksköpun og auka 25% ef fyrirtækið fer á hausinn. Áhættan er því einungis 25% í fjárfestingunni. En hvar viljum við vera? Viljum við vera í leikjum? Þróun? Hönnun? Íslendingar eru góðir í þróun og þetta þurfum við að auglýsa. Quality of life skiptir miklu máli í dag fyrir fjárfesta. Það var ekki fyrir tilviljun að Óðinsvé var valið fyrir gagnaver Google. Þeir voru búnir að markaðssetja sig sem grænt svæði svo árum skiptir. Íslendingar hafa ekki auglýst nægilega hversu mikilvægt það er að lýsa öllu því jákvæða sem hér er að finna t.d. heilbrigður matur, gripir ganga úti og borða grænt gras, ávextir og grænmeti ræktað með tæru íslensku vatni, mjög lágt hlutfall unglinga lenda í drykkju eða eiturlyfjum. Á Íslandi er því jákvætt að búa í heildina. Evrópa hefur verið i öðru vísi fjárfestingum en Ameríka. Við viljum leysa vandamál, lækna krabbamein og vera virk í nýsköpun.
Þegar frumkvöðlar stofna nýtt fyrirtæki er spurningunni um mikilvægi hugverkaverndar oft látið ósvarað. Hugverkavernd virðist í augum margra dýr valkostur fyrir áhættusama viðskiptahugmynd og fellur því iðulega aftarlega í forgangsröðina.
Hvernig geta frumkvöðlar varið efnið sitt og vinnu án þess að kæfa tilraunavinnu og samskipti við markhópinn? Ættu frumkvöðlar sem hafa ekki einu sinni staðfest eftirspurn á markaði að eyða tíma og peningum í að vernda hugmyndir sínar?
Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu mun hefja fundinn og svo mun hún, ásamt Erlu Skúladóttir, stjórnarformanni Lauf Forks og Einari Olavi Mäntylä, verkefnisstjóri Nýsköpunar Vísinda- og nýsköpunarsviðs hjá Háskóla Íslands ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.
Á nýsköpunarhádegi Klaks, Nýherja og Stjórnvísi var umræðuefnið í hádeginu "Nýsköpun matvæla og áskoranir matarfrumkvöðla". Fundurinn var haldinn í Sjávarklasanum, Grandagarði.
Gísli Matthías, landsliðskokkur, matarfrumkvöðull og matreiðslumeistari á Slippnum í Vestmannaeyjum og Mat og Drykk á Grandagarði 2 flutti áhugavert erindi. Að því loknu var panel umræða með þeim Óskari í Ommnom, Stefáni Atla hjá Crowbar Protein og Brynhildi Pálsdóttur, matarhönnuði. Áður en gestir fóru heim var boðið upp á alls kyns góði s.s. harðfisk með smjöri, plokkfisksbollur, hangikjöt, rúgbrauð með síld, piparkökur o.m.fl.
Á Nýsköpunarhádegi í dag var umræðuefnið "Ferðaþjónusta í tölvuheimum". Fjöldi ferðamanna sem koma til Íslands hefur margfaldast síðasta áratug og margir hafa áhyggjur af því hvort Ísland ráði við þennan fjölda og hvernig er best að mæta þörfum ferðamanna sem koma til landsins. Nýsköpunarhádegið var að þessu sinni haldið hjá Íslandsbanka sem tók vel á móti gestum. Már Másson Íslandsbanka stjórnaði umræðum um hvernig forritun getur hjálpað við að hámarka verðmætasköpun og móta upplifun ferðamanna. Í umræðum tókum þátt þeir Kristján Guðni Bjarnason, tæknistjóri Dohop, Kristján Benediktsson, markaðsstjóri Angling IQ og Magnús Már Einarsson, rekstrarstjóri Ísafold Travel. Rætt var hvernig forritun getur hjálpað við að hámarka verðmætasköpun og móta upplifun ferðamanna. Einyrki í ferðaskrifstofu getur verið með tuttugu mismunandi hatta. Kjarnasamstarfið er þessi persónulega þjónusta. Til að koma þér á framfæri á ólíkum mörkuðum þarftu fólk sem þekkir menningu, tungumál o.fl. Veikleiki margra íslenskra fyrirtækja er að varan er góð og þjónustan er góð en markaðsþekkingin er ekki almennt góð hjá íslenskum fyrirtækjum á erlendum mörkuðum. Söluþjónusta í dag er í gegnum upplifanir, í dag vill fólk fá staðfestingu á vörunni sinni. Þolinmóðir hluthafar skipta öllu máli og styrkir t.d. brúarstyrkur og frá Tækniþróunarsjóði.
En hvert ætti ríkið að stefna í ferðamálum? Óvissa í þessum ferðamálum þ.e. passanum er leiðinda óvissa. Hver svo sem lausnin er þá verður þetta tæknilausn. Öll ferðaþjónustan er núna að fara í gegnum virðisaukaskattskerfið. Það vantar meira fjármagn til rannsókna á ferðamannaiðnaðinum.
Það var aldeilis vel mætt á nýsköpunarhádegi í dag í HR. Finnur Oddsson forstjóri Nýherja setti fundinn
Á þessu Nýsköpunarhádegi var fjallað um fjárfestakynningar. Frumkvöðullinn Davíð Örn Símonarson framkvæmdastjóri bandaríska félagsins Appollo X og íslenska félagsins Zalibunu sagði okkur frá reynslu sinni af því hvernig á að pitcha en hann hefur pitchað mörg hundruð sinnum fyrir fjárfestum, bæði hérlendis og erlendis, og tekið á móti fjármögnun í kjölfarið. Fjárfestirinn Helga Valfells framkvæmdarstjóri Nýsköpunarsjóðs Atvinnulífsins hefur unnið með nýsköpunarfyrirtækjum frá árinu 1999. Í starfi sínu hjá sjóðnum fer hún í gegnum amk. 100 kynningar á ári. Hún hefur því hlustað á hátt í 1000 fjárfestakynningar á starfsferli sínum. Helga sagði okkur allt um það hvað fjárfestar vilja hlusta á. Í lokin urðu fjörugar umræður.
Á fyrsta fundi faghóps um nýsköpun og sköpunargleði, sem haldinn var í lok september, var farið í heimsókn í hús íslenska sjávarklasans. Þar tók á móti okkur Þór Hauksson, framkvæmdastjóri sjávarklasans, og kynnti hugmyndafræði klasans, söguna um upphaf hans og kynnti okkur fyrir skemmtilegum verkefnum og fyrirtækjum sem tengjast klasanum. Fyrir hönd stjórnar faghópsins þökkum við kærlega fyrir frábærar móttökur.
Hægt er að kynna sér starfsemi sjávarklasans nánar og fyrirtæki sem tengjast honum á www.sjavarklasinn.is.
Sigurvegari í verðlaunagetraun
Samhliða kynningum var verðlaunagetraun. Þórhildur Halldórsdóttir vann til verðlaunanna sem eru tveir miðar á Iceland Innovation UnConference, nýstárlegan nýsköpunarviðburð, sem haldinn verður á Háskólatorgi þann 9. nóvember næstkomandi. Nánar um viðburðinn á www.landsbankinn.is/unconference.
Spurningar og svör úr getrauninni:
Hvaða fyrirtæki er best í því að eyða því sem ekki sést með berum augum? - DIS
Allir starfsmenn fyrirtækisins hafa tekið sundsprett í Ermasundi - Novo foods
Nafn fyrirtækisins byrjar eins og nafn bjórtegundar - Pólar togbúnaður (Polar beer)
Í klasanum er óvanaleg útgerð. Hvað gerir hún út? - Hannar fatnað, Útgerðin
Á frumkvöðlasetrinu er teymi þar sem meirihluti þess er staðsettur á Bolungarvík - Kaldpressað lýsi
Við bendum á fróðlega fundi Klak Innovit og Landsbankans sem kallast nýsköpunarhádeig og haldin eru á hverjum þriðjudegi kl. 12-13 að Innovation house Eiðistorgi.
Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóð sagði okkur frá því að Nýsköpunarsjóður mætti aldrei eiga meira en 10% í hverju fyrirtæki. Sjóðurinn er áhættufjárfestingasjóður sem vill ná ávöxtun. Þeir eru ekki bundnir ákveðnum geirum, En hvernig vinnur Nýsköpunarsjóður? Viðhöfð eru fagmannleg vinnubrögð og ferlar, þegar búið er að ákveða að fjárfesta er farið í að staðfesta og eru þá fengnir utanaðkomandi fjárfestar, starfsmenn eru með víðtæka reynslu . Starfsmenn eru starfandi sem hafa skoðað yfir 1000 viðskiptahugmyndir. Starfsmenn mega ekki sjálfir eiga persónulega í fyrirtækjum sem Nýsköpunarsjóður fjárfestir í. Þegar Nýsköpunarsjóður er að meta hvort þeir eigi að fjárfesta horfa þeir á: Teymið, samsetning hópsins skiptir miklu máli, tækni, hafa rekstrarkunnáttu, sölu-og markaðsþekkingu, leiðtogahæfileikar, vera úrræðagóður, drifkraftur og hugrekki, hlutsta á aðra. Áreiðanleika í samskiptum. Þegar líður á skiptir þetta miklu máli. Gildi - sjá fljótt hvort það er heiðarleiki í samskiptunum, upplýsa strax ef eitthvað er og Persónutöfra.
Nýskpöunarsjóður horfir einnig til 1. Hver er ávinningur kaupandans af vörunni/þjónustunni? (valure propositions) 2. Hvaða sérstöðu hefur þessi tækni 3. Er einkaleyfi o.fl.
Markaðs-og sölumál - Viðskiptamódel, hvernig er tekjumyndunin? Markaðsreynsla teymisins, góð samkeppnisgreining, samkeppnisforskot, lýsa söluaðferðum og dreifingarleiðum, lýsa þörfum viðskiptavina og kaupgetu, stærð markaðar.
Áætllanir: er tekjuáætlun raunhæf? Er framlegð vörunnar nægilega spennandi til að geta staðið undir framtíðarvöruþróun og skilað félaginu góðum hagnaði? Eru laun og annar kostnaður hófstilltur? Er samræmi í áætlun, t.d milli fjárþarfar og því sem verið er að biðja um? Arðsemi verkefnisins - getur NSA hagnast á þessu?
Margrét Ormslev hjá Landsbankanum ræddi um aðgengi að fjámunum. Margrét segir að frá því styrkjunum sleppir þar til sjóðirnarir komi inn myndast mikið gap. Landsbankinn er með greinar inn á síðunni um ýmislegt sem tengist frumkvöðulum, þar má sjá upplýsingar um nýsköpunarstyrki og lán.
Margrét hvetur frumkvöðla til að kynna sér hina ýmsu sjóði og hvað þeir eru að styrkja. Landsbankinn hefur styrkt fjölmörg fyrtæki. Árið 3013 verður úthlutað 35 milljónum. Ef við erum að leita að þér þá er það góðs viti, Margrét hvetur fyrirtæki að láta vita af því góða sem þau eru að gera. Þátturinn Landinn með honum Gísla hefur lyft grettistaki með því að vekja athygli á mörgum nýsköpunarfyrirtækjum. Passa sig á að hafa gott pits, hvaða vandamál er ég að leysa, fjárfestir vill finna drifkart, áhuga o.fl.Það er mikill munur á að lána og fjárfesta. Sá sem lánar vill fyrst og fremst að þú borgir til baka. Sá sem fjárfestir í þér vill fyrst og fremst að þér gangi vel.
Sameinaðir hafa verið faghópar um sköpunargleði og nýsköpun. Fyrsti fundur sameinaðs hóps fór fram þann 21. janúar 2013. Sammælst var um ágæti sameiningar og lögð tillaga að metnaðarfullri vordagskrá:
Febrúar Nýsköpun í opinbera geiranum
Mars; Að framkalla hugmyndir og markmið í gegnum myndræna framsetningu (visionboards / storyboards)
Apríl: Nýsköpun í sjávarútvegnum (mögulega heimsókn til Sjávarklasans í Grandagarði)
Maí: Hvernig er ýtt undir nýsköpun í stærri fyrirtækjum?
Höldum áfram að hafa „nýsbrjót“ á hverjum viðburði til að bæta tengslanetið.
Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur hverjum viðburði fyrir sig.
Faghópurinn er einnig opinn fyrir samstarfi um viðburði þegar það á við. Stjórnin er fjölmenn vegna sameiningar fram á vorið en hana skipa: Eyþór Ívar Jónsson hjá Klaki, Birna Dröfn Birgisdóttir hjá HR, Gunnar Sverrir Ásgeirsson hjá Motus, Haraldur U. Diego,hjá Fagráði, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Landsbankanum, Magnús Guðmundsson hjá Landmælingum Íslands, Nótt Thorberg hjá Marel, Sigríður Indriðadóttir hjá Mosfellsbæ, Sigrún Þorleifsdóttir hjá Attentus-mannauði og ráðgjöf ehf. og Sigrún Jóhannesdóttir hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofa, Rannís, Samtök Iðnaðarins og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins bjóða á ráðstefnu tekur mið af ráðstefnu sem haldin er samhliða í Brussel í tilefni af Evrópsku fyrirtækjavikunni 15. - 21. október 2012.
Lögð er áhersla á þekkingu og reynslu framúrskarandi frumkvöðlakvenna. Ráðstefnan verður haldin í Salnum, Kópavogi þann 18. október kl. 9:30-12. Skráningarfrestur er til kl. 14:00 miðvikudaginn 17. október og fer fram á vef NMI: http://www.nmi.is/um-okkur/vidburdir/frumkvoedlar-eru-framtidin/
Dagskrá ráðstefnu
Setning og fundarstjórn - Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Konur og stjórnun - Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og formaður Félags atvinnurekenda
Reynsla og ferill frumkvöðuls - Svana Gunnarsdóttir, fjárfestingastjóri Frumtaks og frumkvöðull
Talsmaður evrópsku fyrirtækjavikunnar 2012 - Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors
Kaffihlé og tengslatorg
Tæknigreinar og menntun - Rakel Sölvadóttir hjá Skema og Stefanía Katrín Karlsdóttir hjá Matorku
Fjármögnun og fjárfestingar - Aðalheiður Héðinsdóttir hjá Kaffitári og Brynja Guðmundsdóttir hjá Gagnavörslunni
Alþjóðafædd - Svanhildur Pálsdóttir hjá Hótel Varmahlíð og Margrét Sigurðardóttir hjá MusikMusik
Netsamfélög kvenna - Þórunn Jónsdóttir hjá FAFU og Þóranna K. Jónsdóttur hjá Markaðsmálum á mannamáli
Skráningarfrestur er til kl. 14:00 miðvikudaginn 17. október og fer fram á vef NMI:
http://www.nmi.is/um-okkur/vidburdir/frumkvoedlar-eru-framtidin/
Um 50 manns mættu á fyrsta viðburð faghóps um nýsköpun var haldinn miðvikudaginn 29. ágúst í Landsbankanum. Fyrsti „nýsbrjótur“ vetrarins gekk líka vel og komu í ljós áhugaverð áhugamál eða upplifanir s.s. svifflug, hausaveiðarar frá Borneo og leiðsöguferð með Pierce Brosnan.
Fjallað var um nýsköpun í fjármálum og bankastarfsemi. Til máls tóku Halldór Valgeirsson, sérfræðingur frá Capacent, Anton Karl Jakobsson, kortasérfræðingur Landsbankans. Þórður Heiðar Þórarinsson, fjármálastjóri og eigandi Handpoint, og Hermann Þ. Snorrason, viðskiptalausnir Landsbankanum. Í ljós kom að rauði þráðurinn í vöruþróun er upplýsingar og aftur upplýsingar: hvernig er hægt að nálgast þær, nýta þær og hvernig er öryggi þeirra tryggt. Miklir möguleikar varðandi þetta voru reifaðir og framtíðarhlutverk banka í þessari þróun velt upp.
Stjórn faghóps um nýsköpun þakkar fyrirlesurum fyrir fróðleg erindi og fyrir frábæra mætingu á fundinn. Á vef Stjórnvísi má nálgast erindin.
Hérna má sjá myndir af fundinum: http://www.facebook.com/media/set/?set=a.395358057198817.93427.110576835676942&type=3
Þann 31. maí 2012 hittist stjórn faghóps um nýsköpun. Stjórnin er loks fullskipuð og sitja í henni Eyþór Ívar Jónsson hjá Klaki, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Landsbankanum, Magnús Guðmundsson hjá Landmælingum Íslands, Nótt Thorberg hjá Marel og Sigríður Indriðadóttir hjá Mosfellsbæ. Við fögnum því að fá Stjórnvísis-reynslubolta eins og Sigríði lánaða frá Mannauðshópnum.
Farið var yfir starf liðins vetrar og eftir mikla sól og súpu var komin dagskrá fyrir næsta vetur:
- Auk vikulegra nýsköpunarhádegisfunda Klaks verða haldnir tveir fastir viðburðir á hvorri önn:
a. Ágúst: Fyrsti viðburður næsta vetrar verður haldinn miðvikudaginn 29. ágúst kl. 8:30 í Landsbankanum þar sem fjallað verður um nýsköpun í fjármálum og bankastarfsemi s.s. netbókhald, greiðslumiðlun, netbankar og fleira. En mikil og hröð framþróun er á þessum markaði með aukinn tækni. Takið daginn frá!
b. Október: Annar viðburðurinn verður með áherslu á nýsköpun í iðnaði
c. Febrúar Sá þriðji verður með áherslu á opinbera geirann.
d. Apríl: Óvænt.
Stefnt er að því að einn viðburður á hvorri önn verði aukreitis og þá í samstarfi við aðra faghópa. Á hverjum viðburði verður einnig óvæntur „nýsbrjótur“ til að bæta tengslanetið.
Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur hverjum viðburði fyrir sig. - Auglýst verður eftir aðilum í stjórn faghópsins í aðdraganda aðalfundar Stjórnvísis 2013.
Lofað var ferðasögum eftir sumarið þegar stjórnin kæmi aftur saman í haust. Gleðilegt sumar og hlökkum til að sjá sem flest á viðburðum næsta vetur.
Stjórn faghóps um nýsköpun.
ps. meðfylgjandi er mynd af Magnúsi og samstarfsfólki hans en við óskum þeim öllum til hamingju með fyrsta sæti í vali um „Stofnun ársins 2012“ í flokki meðalstórra stofnana.
Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor segir að Íslendingar þurfi byltingu í skólakerfinu vegna þess að nú er komin kynslóð sem mun lifa í allt öðru samfélagi en við lifum í dag. Vilborg er fylgjandi þeirri tækni að nemendur vinni og ræði saman í stað þess að þeir sitji eins og staðdeyfðir. Hún hvetur fyrirtæki til að fá nemendur til liðs við sig. Eftir að Mentor fékk til sín nema í MS í stefnumótun gjörbreytti fyrirtækið skiptiriti sínu. Atvinnulífið getur fært skólum mikla þekkingu með því að koma með sögur inn í tíma. Kennarar þurfa að passa sig á að gefa tíma í kennslu til hópavinnu. Það þarf skýra atvinnustefnu og við þurfum að spyrja okkur hvernig þjóðfélagi við viljum vinna í - Velferðastefnu.
Hér má sjá myndir af fundinum
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.311257085608915.74205.110576835676942&type=1
Það voru fjölmargir kjarngóðir liðir sem fyrirlesarar dagsins drógu fram á fundi Nýsköpunarhópsins í morgun, er haldinn var í samstarfi við Mannvit, og bar yfirskriftina : Nýsköpun í tæknigeiranum.
Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri Mannvits, opnaði fundinn og veitti innsýn í umhverfi fyrirtækisins. Eyjólfur var bjartsýnn og undirstrikaði að þrátt fyrir snúna tíma í umhverfinu leynast tækifærin víða og því okkar að grípa þau strax í dag í stað þess „að bíða í hundrað ár eftir framtíðinni“.
Gestur Valgarðsson, sem jafnframt er hjá Mannvit, fjallaði um verkefnastjórnun og þá vegferð sem vænlegust er til árangurs til að tryggja verðmætasköpun alla leið til viðskiptavinarins þ.e.a.s. gæði afurðarinnar sem afhent er að lokum. Reynsla og góðar undirstöður er varðar t.d. umfang verkefnis, hlutverk og ábyrgð sem og skilvirkar og reglulegar samskiptaleiðir spila þar lykilhlutverk. Samspil góðs skipulags og snerpu er einnig vænlegt til árangurs og þar getur styrkur íslendinga hvað varðar dugnað og sveigjanleika komið að góðum notum.
Þá kynnti Árni Geirsson, verkfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta, til sögunnar frumkvöðlaverkefni Snæfellsnesinga, Svæðisgarður á Snæfellsnesi. Verkefninu er ætlað að laða fram það besta og kynna með skipulögðum hætti liði er varða menningu, atvinnulíf og fólk á svæðinu. Markmiðið að draga fram sérstöðu og byggja þannig upp vörumerki Snæfellsness til framtíðarvaxtar og grósku svæðisins í heild.
Að lokum tók til máls Erna S. P. Aradóttir forðafræðingur og sagði hópnum frá tilraunaverkefni Orkuveitunnar CarbFix. Viðfangsefnið er að kanna og koma á nýjum leiðum í að beisla koltvísýring, sem kemur upp úr jarðhitakerfi á Hellisheiðavirkjunnar, og dæla honum aftur niður í berggrunninn. Verkefnið hefur farið vel af stað og með aðkomu fjölmargra sérfræðinga og stofnana hér heima og erlendis hafa þegar farið fram tvær viðamiklar prófanir er lofa góðu.
Skilaboðin dagsins voru því skýr. Tækifærin innan tæknigeirans eru víða, þar er margt „í pípunum“ og almennt ríkir þar bæði framsýni og bjartsýni um það sem framundan er. Það er einmitt þetta hugarfar sem auðveldar mönnum að koma hugmyndum í framkvæmd og grípa tækifærin þegar þau gefast.
Nýsköpunarhádegi Klaks er haldið í hádeginu á hverjum þriðjudegi í Ofanleiti 2 (2.hæð) frá 12 - 13:00. Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins býður upp á hádegið í samstarfi við Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi. Nýsköpunarhópur Stjórnvísi boðar til fundarins.
Þema fundarins 6. mars nk. verður: Hugmyndaverkvangur - Hvað þarf til að háskólar, atvinnulíf og stofnanir skapi saman? Þegar hafa tveir frummælendur staðfest komu sína; Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og Gísli Hjálmtýrsson, framkvæmdastjóri Thule investments. Bæði hafa þau mikla þekkingu úr skólakerfinu og atvinnulífinu og hafa áður lagt til aukna áherslu á samstarf atvinnulífs og skóla á Íslandi.
Fundarstjóri er Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks.
Það var fullt út úr dyrum á Nýsköpunarhádegi Klaks, SI og Stjórnvísi í dag enda þrír frábærir frummælendur á ferðinni sem bæði fræddu gesti og skemmtu á einstakan hátt eins og sjá má af myndum af fundinum. Þema dagsins var: Innganga á erlenda markaði - Hvaða leiðir eru færar?. Frosti Sigurjónsson, stofnandi Dohop hvetur frumkvöðla til að vera sem mest á vefnum, nota leitarvélabestun og nýta sér öll tækifæri sem gefast til þess að vera fyrirlesari og ræða um fyrirtækið sitt. Markaðssetning á vefnum er þolinmæðisvinna sem tekur a.m.k. fimm ár. Hjá Dohop kom vöxturinn smátt og smátt og nú er fræið þeirra byrjað að spíra. Vefsíða Dohop er í dag þýdd á 22 tungumálum. Áhugavert var að heyra að erlendis vill enginn versla við nýtt fyrirtæki en hérlendis eru allir hrifnir að því sem er nýtt. Að komast inn í heiminn þar sem ákarðanirnar eru teknar reynir á þolinmæðina og það er betra að vera númer eitt á einum stað en vera 0,01% í heiminum.
Þorgeir Pálsson, hjá Þróunarfélaginu hvatti fundarmenn til að spyrja sig af hverju ætla ég á markað og á hvaða markað. Mikilvægt væri að passa sig á að segja ekki frá hugmundum sínum eins og Teymi gerði þegar þeir sögðu með sex mánaða fyrirvara að þeir ætluðu að verða fyrstir með frítt dagblað í Danmörku, það urðu aðrir á undan þeim. Einnig væri mikilvægt að stíga ekki of stór skref í einu. Baldvin Jónsson hjá Sustainable Iceland kynntist lambakjötinu í gegnum fegurðarsamkeppnirnar. Forsenda allra góðra viðskipta er trúnaður og þolinmæði er það sem öllu máli skiptir þegar verið er að byggja upp traust. Baldvin segir Ísland eigi að móta sér þá stefnu að verða fyrsta sjálfbæra land í heimi, við erum með sjálfbært fiskstjórnunarkerfi og við stöndum okkur vel í orkumálum.
Hér má sjá myndir af fundinum
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.294613467273277.70033.110576835676942&type=3
Stjórnvísi boðar til fundar um nýsköpun í tæknigeiranum miðvikudaginn 14. mars nk. kl. 8:30- 10:00 hjá verkfræðistofunni Mannvit, Grensásvegi 1 í Reykavík.
Verkfræðistofan Mannvit býður til morgunverðar á húsnæði fyrirtækisins og í kjölfarið munu þrír fyrirlesarar halda erindi um nýsköpun í tæknigeiranum.
Eftirfarandi erindi verða flutt:
Gestur Valgarðsson hjá verkfræðistofunni Mannvit fjallar um „verkefnastjórnun“
Árni Geirsson, verkfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta fjallar um „Nýjar leiðir í atvinnuþróun á dreifbýlum svæðum“
Edda S. P. Aradóttir forðafræðingu og verkefnisstjóri CarbFix fjallar um „Bindingu koltvísýrings í berggrunni“
Með bestu kveðju og von um góða mætingu
Nýsköpunarhópur Stjórnvísi
Eyþór Ívar Jónsson
Margrét Ormslev
Magnús Guðmundsson
Nótt Thorberg
Sigríður Indriðadóttir
Nýsköpunarhópur Stjórnvísi kynnir Nýsköpunarhádegi Klaks á þriðjudaginn 28. febrúar, kl. 12 - 13:00 í O2 - ofanleiti 2 (st. 201). Þema dagsins er: Innganga á erlenda markaði - Hvaða leiðir eru færar. Frummælendur eru Frosti Sigurjónsson, stofnandi Dohop, Þorgeir Pálsson, hjá Þróunarfélaginu og Baldvin Jónsson hjá Sustainable Iceland. Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks er fundarstjóri.
Fundurinn er opinn öllum og hvetur nýsköpunarhópur Stjórnvísi meðlimi til þess að mæta og taka þátt í uppbyggilegum umræðum.
Nýsköpunarhópur býður í samstarfi við Klak til Nýsköpunarhádegis á þriðjudögum í Ofanleiti 2, 2. hæð (st. 201). Að þessu sinni er þemað: Árangursrík fyrirtæki og atvinnusköpun.
Frummælendur eru Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heimur og ritstjóri Vísbendingar, Gylfi Dalmann, dósent við Háskóla Íslands og Hilmar Janusson, þróunarstjóri hjá Össurri. Þeir munu fjalla um árangursrík fyrirtæki og hvernig þau geta ýtt undir atvinnusköpun
Fundarstjóri er Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks.
Klak í samstarfi við Samtök iðnaðarins bjóða til Nýsköpunarhádegis Klaks, þriðjudaginn 14. febrúar, kl. 12 - 13:00.
Þema: Erlendar fjárfestingar í nýsköpun - Eru þær líklegar?
Frummælendur:
Arnar Guðmundsson, hjá Investment in Iceland - Í hverju vilja erlendir fjárfestar fjárfesta?
Ingvar Stefánsson, hjá OR - Af hverju eiga útlendingar að vilja fjárfesta á Íslandi?
Bala Kamallakharan, hjá Auro Investment Partners - What is the attraction for investments in innovation to Iceland?
Fundarstjóri:
Eyþór Ívar Jónsson, hjá Klak - Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins
Matarræði skiptir svon sannarlega máli því 70% orsaka krabbameina er að finna í þeim lífsstíl sem við veljum okkur. Þetta staðhæfir Unnur Guðrún Pálsdóttir, sjúkraþjálfari, MBA og framkvæmdastjóri Happ ehf.. Skilaboðin hennar eru 'Vendu þig á heilbrigði', tengsl lífsvenja og heilbrigðis/sjúkdóma.
Þrjár mikilvægustu ákvarðanir hvers dags eru 1. Hvað ætla ég að borða í morgunmat 2)hádegismat 3)kvöldmat. Anna Lára Steingrímsdóttir, frumkvöðull sagði okkur frá nýsköpun í heilbrigðismálum - verum ábyrg og upplýst um eigin heilsu.
Myndir frá Nýsköpunarhádeginu má sjá hér
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.280342408700383.67383.110576835676942&type=3
Faghópur um Nýsköpun vekur athygli á nýsköpunarhádegi Klaks kl. 12:00-13:00 í dag í Ofanleiti 2.
Þema: Nýsköpun í heilbrigðisgeiranum, hvernig má skapa aukin verðmæti í bættri heilsu.
Frummælendur:
Unnur Guðrún Pálsdóttir, sjúkraþjálfari, MBA og framkvæmdastjóri Happ ehf.:
'Vendu þig á heilbrigði', tengsl lífsvenja og heilbrigðis/sjúkdóma.
Anna Lára Steingrímsdóttir, frumkvöðull: Nýsköpun í heilbrigðismálum - verum ábyrg og upplýst um eigin heilsu.
Nýsköpunarhádegi Klaks - í samstarfi við Samtök iðnaðarins.
Allir velkomnir
Þann 26. janúar 2012 hittist stjórn nýsköpunarhóps Stjórnvísis á Kringlukránni í Reykjavík þar sem snæddur var afar gómsætur hádegisverður (gufusteiktur lax). Í stjórninni um þessar mundir eru Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir sem starfar hjá Landsbankanum (nyskopun@landsbankinn.is), Eyþór Ívar Jónsson sem starfar hjá Klak Nýsköpunarmiðstöð (eythor@klak.is) og Magnús Guðmundsson sem starfar hjá Landmælingum Íslands (magnus@lmi.is). Á fundinn mætti einnig Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísis (gunnhildur@stjornvisi.is) .
Eftirfarandi var ákveðið á fundinum:
-
Að auglýsa eftir fleirum í stjórnina þannig að hún hafi á að skipa u.þ.b. 5 manns. Áhugasamir eru beðnir að lýsa áhuga sínum með því að senda tölvupóst á framkvæmdastjóra Stjórnvísis (gunnhildur@stjórnvisi.is)
-
Að halda mánaðarlega nýsköpunarfundi með stuttum fyrirlestrum fram til vors, fyrst í Landsbankanum um miðjan febrúar (fjármálatengt), síðan fund í tengslum við verkfræðigeirann um miðjan mars og svo um miðjan apríl fund í tengslum við hugbúnaðargeirann.
- Að halda sértakan vorfund í maí þar sem áætlun næsta vetrar verði rædd og ákveðin í stórum dráttum.
Fleira var ekki ákveðið en margt fleira rætt. Gunnhildi er sérstaklega þakkað fyrir stuðningin við að koma þessum nýsköpunarhópi á laggirnar og greinargóð svör varðandi skipulag og tengslanet félagsins.
PS. Myndin með þessari frétt er af Eyþóri Ívari leiðtoga stjórnar Nýsköpunarhópsins, ekki fundust myndir af hinum í stjórninni í bili en það er nú bara til að skapa eftirvæntingu fyrir næstu fréttir af starfinu.
Ritari stjórnar
Magnús Guðmundsson
Í morgun hélt faghópur um Nýsköpun einstaklega vel heppnaðan og áhugaverðan fund í Vinnumálastofnun þar sem verðlaunahafar í samkeppni um nýsköpun í ríkisrekstri kynntu verkefni sín.
Meðfylgjandi er slóð á sérstaka vefsíðu sem var stofnuð um nýsköpun og þar má sjá verkefnin sem hlutu verðlaun og viðurkenningu:
www.nyskopunarvefur.is
Glærur með kynningum verkefnanna eru á nýskopunarvefnum á þessari slóð: http://www.nyskopunarvefur.is/nyskopunarverdlaun_2011
Hér má sjá myndir af fundinum
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.262323987168892.64143.110576835676942&type=3