Mikilvægi hugverkaverndar fyrir frumkvöðla

Þegar frumkvöðlar stofna nýtt fyrirtæki er spurningunni um mikilvægi hugverkaverndar oft látið ósvarað. Hugverkavernd virðist í augum margra dýr valkostur fyrir áhættusama viðskiptahugmynd og fellur því iðulega aftarlega í forgangsröðina.

Hvernig geta frumkvöðlar varið efnið sitt og vinnu án þess að kæfa tilraunavinnu og samskipti við markhópinn? Ættu frumkvöðlar sem hafa ekki einu sinni staðfest eftirspurn á markaði að eyða tíma og peningum í að vernda hugmyndir sínar?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu mun hefja fundinn og svo mun hún, ásamt Erlu Skúladóttir, stjórnarformanni Lauf Forks og Einari Olavi Mäntylä, verkefnisstjóri Nýsköpunar Vísinda- og nýsköpunarsviðs hjá Háskóla Íslands ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.

Um viðburðinn

Hugverkavernd fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki

Þegar frumkvöðlar stofna nýtt fyrirtæki er spurningunni um mikilvægi hugverkaverndar oft látið ósvarað. Hugverkavernd virðist í augum margra dýr valkostur fyrir áhættusama viðskiptahugmynd og fellur því iðulega aftarlega í forgangsröðina.

Hvernig geta frumkvöðlar varið efnið sitt og vinnu án þess að kæfa tilraunavinnu og samskipti við markhópinn? Ættu frumkvöðlar sem hafa ekki einu sinni staðfest eftirspurn á markaði að eyða tíma og peningum í að vernda hugmyndir sínar?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lögfræðingur hjá Einkaleyfastofu mun hefja fundinn og svo mun hún, ásamt Erlu Skúladóttir, stjórnarformanni Lauf Forks og Einari Olavi Mäntylä, verkefnisstjóri Nýsköpunar Vísinda- og nýsköpunarsviðs hjá Háskóla Íslands ræða málin og sitja fyrir svörum úr sal.

Viðburðurinn er styrktur af Nýherja og Stjórnvísi.

Boðið verður upp á léttar veitingar og það er frítt inn.

ENGLISH:
When entrepreneurs start a new venture the question of intellectual property protection often falls by the wayside. IPP seems like an expensive option for a risky business idea and doesn’t register as a priority.

How can entrepreneurs guard their property and content with out suffocating experimentation and customer feedback? Should entrepreneurs who haven’t found product-market fit bother spending time and money on protecting their ideas?

Eygló Sif Sigfúsdóttir, lawyer at the Icelandic Patent Office will open the event, after which she will be joined by Erla Skúladóttir, chairman of the board at Lauf Forks and Einari Olavi Mäntylä, innovation manager at the University of Iceland’s Division of Science and Innovation will discuss the issue and take questions.

The event is sponsored by Nýherji and Stjórnvísi.

The event is free and open, but will be held in Icelandic.

Light refreshments will be served

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?