Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Íslandsstofa, Rannís, Samtök Iðnaðarins og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins bjóða á ráðstefnu tekur mið af ráðstefnu sem haldin er samhliða í Brussel í tilefni af Evrópsku fyrirtækjavikunni 15. - 21. október 2012.
Lögð er áhersla á þekkingu og reynslu framúrskarandi frumkvöðlakvenna. Ráðstefnan verður haldin í Salnum, Kópavogi þann 18. október kl. 9:30-12. Skráningarfrestur er til kl. 14:00 miðvikudaginn 17. október og fer fram á vef NMI: http://www.nmi.is/um-okkur/vidburdir/frumkvoedlar-eru-framtidin/
Dagskrá ráðstefnu
Setning og fundarstjórn - Sigríður Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Konur og stjórnun - Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma og formaður Félags atvinnurekenda
Reynsla og ferill frumkvöðuls - Svana Gunnarsdóttir, fjárfestingastjóri Frumtaks og frumkvöðull
Talsmaður evrópsku fyrirtækjavikunnar 2012 - Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors
Kaffihlé og tengslatorg
Tæknigreinar og menntun - Rakel Sölvadóttir hjá Skema og Stefanía Katrín Karlsdóttir hjá Matorku
Fjármögnun og fjárfestingar - Aðalheiður Héðinsdóttir hjá Kaffitári og Brynja Guðmundsdóttir hjá Gagnavörslunni
Alþjóðafædd - Svanhildur Pálsdóttir hjá Hótel Varmahlíð og Margrét Sigurðardóttir hjá MusikMusik
Netsamfélög kvenna - Þórunn Jónsdóttir hjá FAFU og Þóranna K. Jónsdóttur hjá Markaðsmálum á mannamáli
Skráningarfrestur er til kl. 14:00 miðvikudaginn 17. október og fer fram á vef NMI:
http://www.nmi.is/um-okkur/vidburdir/frumkvoedlar-eru-framtidin/