Þann 26. janúar 2012 hittist stjórn nýsköpunarhóps Stjórnvísis á Kringlukránni í Reykjavík þar sem snæddur var afar gómsætur hádegisverður (gufusteiktur lax). Í stjórninni um þessar mundir eru Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir sem starfar hjá Landsbankanum (nyskopun@landsbankinn.is), Eyþór Ívar Jónsson sem starfar hjá Klak Nýsköpunarmiðstöð (eythor@klak.is) og Magnús Guðmundsson sem starfar hjá Landmælingum Íslands (magnus@lmi.is). Á fundinn mætti einnig Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísis (gunnhildur@stjornvisi.is) .
Eftirfarandi var ákveðið á fundinum:
-
Að auglýsa eftir fleirum í stjórnina þannig að hún hafi á að skipa u.þ.b. 5 manns. Áhugasamir eru beðnir að lýsa áhuga sínum með því að senda tölvupóst á framkvæmdastjóra Stjórnvísis (gunnhildur@stjórnvisi.is)
-
Að halda mánaðarlega nýsköpunarfundi með stuttum fyrirlestrum fram til vors, fyrst í Landsbankanum um miðjan febrúar (fjármálatengt), síðan fund í tengslum við verkfræðigeirann um miðjan mars og svo um miðjan apríl fund í tengslum við hugbúnaðargeirann.
- Að halda sértakan vorfund í maí þar sem áætlun næsta vetrar verði rædd og ákveðin í stórum dráttum.
Fleira var ekki ákveðið en margt fleira rætt. Gunnhildi er sérstaklega þakkað fyrir stuðningin við að koma þessum nýsköpunarhópi á laggirnar og greinargóð svör varðandi skipulag og tengslanet félagsins.
PS. Myndin með þessari frétt er af Eyþóri Ívari leiðtoga stjórnar Nýsköpunarhópsins, ekki fundust myndir af hinum í stjórninni í bili en það er nú bara til að skapa eftirvæntingu fyrir næstu fréttir af starfinu.
Ritari stjórnar
Magnús Guðmundsson