Viðburðurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Gunnur Líf Gunnarsdóttir stýrir mannauðssviði Samkaupa og hóf störf þar 2018. Þegar hún hóf störf var stofnað nýtt svið mannauðssvið og var þá ákveðið að setja mikinn kraft í mannauðinn. Samskip var stofnað 1998 og eru þar 1400 starfmenn sá yngsti 14 ára og elsti 83 ára og unnu þau menntasprotann 2020. Af 1400 starfsmönnum vinna 40 í stoðsviðum á skrifstofu. Kjarninn eru verslanirnar.
En hvert stefnir Samkaup? Hlutverk – gildi og framtíðarsýn er skýr. Framtíðarsýn mannauðssviðs er skýr en það er að vera eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi. Leiðarljósið er að hugsa vel um starfsfólkið og Samkaup er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Helsta auðlindin er mannauðurinn og lykill þess að Samkaup nái árangri. Starfsmenn fá tækifæri til að þroskast sem manneskjur og í starfi. Samkaup vill að starfsmenn láti gott af sér leiða, mæti á staðinn, hlusti og taki þátt. Þau vilja vera með rétta fólkið og réttu færnina. Þau vilja heilsteypt samskipti. Samkaup er með samskiptakort og upplýsingaflæði er tryggt. Þau nota Workplace. Á stjórnendadögum eru sett verkefni í takt við stefnu. Í hverri einustu verslun eru sett markmið og hvað ætlar hver og einn að gera til að ná markmiðinu. Þannig nær Samkaup að virkja hvern einasta starfsmann. En hvernig mæla þau þetta allt saman?
Mælikvarðarnir í verslunum eru fjárhagslegir mælikvarðar, gæði og þjónusta og mannauður og menning. Stærsti mælikvarðinn er fjöldi þeirra sem mæta á árshátíð sem er næstum 1000 manns. Í dag hefur hver einasti starfsmaður sýn á hvernig hans verslun stendur “Árangursvog verslana Samkaupa”. Markmiðin byggja á metnaði. En hvað er framundan? Haldinn er Teams stjórnendadagurinn, vinnustofur 2021, lykilfundir mars 2021 o.m.fl. Það sem drífur þau áfram er metnaðarfullt starfsfólk.