Það var fullt út úr dyrum á Nýsköpunarhádegi Klaks, SI og Stjórnvísi í dag enda þrír frábærir frummælendur á ferðinni sem bæði fræddu gesti og skemmtu á einstakan hátt eins og sjá má af myndum af fundinum. Þema dagsins var: Innganga á erlenda markaði - Hvaða leiðir eru færar?. Frosti Sigurjónsson, stofnandi Dohop hvetur frumkvöðla til að vera sem mest á vefnum, nota leitarvélabestun og nýta sér öll tækifæri sem gefast til þess að vera fyrirlesari og ræða um fyrirtækið sitt. Markaðssetning á vefnum er þolinmæðisvinna sem tekur a.m.k. fimm ár. Hjá Dohop kom vöxturinn smátt og smátt og nú er fræið þeirra byrjað að spíra. Vefsíða Dohop er í dag þýdd á 22 tungumálum. Áhugavert var að heyra að erlendis vill enginn versla við nýtt fyrirtæki en hérlendis eru allir hrifnir að því sem er nýtt. Að komast inn í heiminn þar sem ákarðanirnar eru teknar reynir á þolinmæðina og það er betra að vera númer eitt á einum stað en vera 0,01% í heiminum.
Þorgeir Pálsson, hjá Þróunarfélaginu hvatti fundarmenn til að spyrja sig af hverju ætla ég á markað og á hvaða markað. Mikilvægt væri að passa sig á að segja ekki frá hugmundum sínum eins og Teymi gerði þegar þeir sögðu með sex mánaða fyrirvara að þeir ætluðu að verða fyrstir með frítt dagblað í Danmörku, það urðu aðrir á undan þeim. Einnig væri mikilvægt að stíga ekki of stór skref í einu. Baldvin Jónsson hjá Sustainable Iceland kynntist lambakjötinu í gegnum fegurðarsamkeppnirnar. Forsenda allra góðra viðskipta er trúnaður og þolinmæði er það sem öllu máli skiptir þegar verið er að byggja upp traust. Baldvin segir Ísland eigi að móta sér þá stefnu að verða fyrsta sjálfbæra land í heimi, við erum með sjálfbært fiskstjórnunarkerfi og við stöndum okkur vel í orkumálum.
Hér má sjá myndir af fundinum
http://www.facebook.com/media/set/?set=a.294613467273277.70033.110576835676942&type=3