Á fyrsta fundi faghóps um nýsköpun og sköpunargleði, sem haldinn var í lok september, var farið í heimsókn í hús íslenska sjávarklasans. Þar tók á móti okkur Þór Hauksson, framkvæmdastjóri sjávarklasans, og kynnti hugmyndafræði klasans, söguna um upphaf hans og kynnti okkur fyrir skemmtilegum verkefnum og fyrirtækjum sem tengjast klasanum. Fyrir hönd stjórnar faghópsins þökkum við kærlega fyrir frábærar móttökur.
Hægt er að kynna sér starfsemi sjávarklasans nánar og fyrirtæki sem tengjast honum á www.sjavarklasinn.is.
Sigurvegari í verðlaunagetraun
Samhliða kynningum var verðlaunagetraun. Þórhildur Halldórsdóttir vann til verðlaunanna sem eru tveir miðar á Iceland Innovation UnConference, nýstárlegan nýsköpunarviðburð, sem haldinn verður á Háskólatorgi þann 9. nóvember næstkomandi. Nánar um viðburðinn á www.landsbankinn.is/unconference.
Spurningar og svör úr getrauninni:
Hvaða fyrirtæki er best í því að eyða því sem ekki sést með berum augum? - DIS
Allir starfsmenn fyrirtækisins hafa tekið sundsprett í Ermasundi - Novo foods
Nafn fyrirtækisins byrjar eins og nafn bjórtegundar - Pólar togbúnaður (Polar beer)
Í klasanum er óvanaleg útgerð. Hvað gerir hún út? - Hannar fatnað, Útgerðin
Á frumkvöðlasetrinu er teymi þar sem meirihluti þess er staðsettur á Bolungarvík - Kaldpressað lýsi
Við bendum á fróðlega fundi Klak Innovit og Landsbankans sem kallast nýsköpunarhádeig og haldin eru á hverjum þriðjudegi kl. 12-13 að Innovation house Eiðistorgi.