Hekla Arnardóttir, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóð sagði okkur frá því að Nýsköpunarsjóður mætti aldrei eiga meira en 10% í hverju fyrirtæki. Sjóðurinn er áhættufjárfestingasjóður sem vill ná ávöxtun. Þeir eru ekki bundnir ákveðnum geirum, En hvernig vinnur Nýsköpunarsjóður? Viðhöfð eru fagmannleg vinnubrögð og ferlar, þegar búið er að ákveða að fjárfesta er farið í að staðfesta og eru þá fengnir utanaðkomandi fjárfestar, starfsmenn eru með víðtæka reynslu . Starfsmenn eru starfandi sem hafa skoðað yfir 1000 viðskiptahugmyndir. Starfsmenn mega ekki sjálfir eiga persónulega í fyrirtækjum sem Nýsköpunarsjóður fjárfestir í. Þegar Nýsköpunarsjóður er að meta hvort þeir eigi að fjárfesta horfa þeir á: Teymið, samsetning hópsins skiptir miklu máli, tækni, hafa rekstrarkunnáttu, sölu-og markaðsþekkingu, leiðtogahæfileikar, vera úrræðagóður, drifkraftur og hugrekki, hlutsta á aðra. Áreiðanleika í samskiptum. Þegar líður á skiptir þetta miklu máli. Gildi - sjá fljótt hvort það er heiðarleiki í samskiptunum, upplýsa strax ef eitthvað er og Persónutöfra.
Nýskpöunarsjóður horfir einnig til 1. Hver er ávinningur kaupandans af vörunni/þjónustunni? (valure propositions) 2. Hvaða sérstöðu hefur þessi tækni 3. Er einkaleyfi o.fl.
Markaðs-og sölumál - Viðskiptamódel, hvernig er tekjumyndunin? Markaðsreynsla teymisins, góð samkeppnisgreining, samkeppnisforskot, lýsa söluaðferðum og dreifingarleiðum, lýsa þörfum viðskiptavina og kaupgetu, stærð markaðar.
Áætllanir: er tekjuáætlun raunhæf? Er framlegð vörunnar nægilega spennandi til að geta staðið undir framtíðarvöruþróun og skilað félaginu góðum hagnaði? Eru laun og annar kostnaður hófstilltur? Er samræmi í áætlun, t.d milli fjárþarfar og því sem verið er að biðja um? Arðsemi verkefnisins - getur NSA hagnast á þessu?
Margrét Ormslev hjá Landsbankanum ræddi um aðgengi að fjámunum. Margrét segir að frá því styrkjunum sleppir þar til sjóðirnarir komi inn myndast mikið gap. Landsbankinn er með greinar inn á síðunni um ýmislegt sem tengist frumkvöðulum, þar má sjá upplýsingar um nýsköpunarstyrki og lán.
Margrét hvetur frumkvöðla til að kynna sér hina ýmsu sjóði og hvað þeir eru að styrkja. Landsbankinn hefur styrkt fjölmörg fyrtæki. Árið 3013 verður úthlutað 35 milljónum. Ef við erum að leita að þér þá er það góðs viti, Margrét hvetur fyrirtæki að láta vita af því góða sem þau eru að gera. Þátturinn Landinn með honum Gísla hefur lyft grettistaki með því að vekja athygli á mörgum nýsköpunarfyrirtækjum. Passa sig á að hafa gott pits, hvaða vandamál er ég að leysa, fjárfestir vill finna drifkart, áhuga o.fl.Það er mikill munur á að lána og fjárfesta. Sá sem lánar vill fyrst og fremst að þú borgir til baka. Sá sem fjárfestir í þér vill fyrst og fremst að þér gangi vel.
Sá sem fjárfestir í þér vill fyrst og fremst að þér gangi vel.
Fleiri fréttir og pistlar
Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/
Frá faghópi framtíðarfræða
Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.
Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.
Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:
Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunni, myndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir: Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun.
Í dómnefnd sátu
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona
Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi
Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00.
Þú bókar þig hér.
Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.