Þann 31. maí 2012 hittist stjórn faghóps um nýsköpun. Stjórnin er loks fullskipuð og sitja í henni Eyþór Ívar Jónsson hjá Klaki, Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir hjá Landsbankanum, Magnús Guðmundsson hjá Landmælingum Íslands, Nótt Thorberg hjá Marel og Sigríður Indriðadóttir hjá Mosfellsbæ. Við fögnum því að fá Stjórnvísis-reynslubolta eins og Sigríði lánaða frá Mannauðshópnum.
Farið var yfir starf liðins vetrar og eftir mikla sól og súpu var komin dagskrá fyrir næsta vetur:
- Auk vikulegra nýsköpunarhádegisfunda Klaks verða haldnir tveir fastir viðburðir á hvorri önn:
a. Ágúst: Fyrsti viðburður næsta vetrar verður haldinn miðvikudaginn 29. ágúst kl. 8:30 í Landsbankanum þar sem fjallað verður um nýsköpun í fjármálum og bankastarfsemi s.s. netbókhald, greiðslumiðlun, netbankar og fleira. En mikil og hröð framþróun er á þessum markaði með aukinn tækni. Takið daginn frá!
b. Október: Annar viðburðurinn verður með áherslu á nýsköpun í iðnaði
c. Febrúar Sá þriðji verður með áherslu á opinbera geirann.
d. Apríl: Óvænt.
Stefnt er að því að einn viðburður á hvorri önn verði aukreitis og þá í samstarfi við aðra faghópa. Á hverjum viðburði verður einnig óvæntur „nýsbrjótur“ til að bæta tengslanetið.
Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur hverjum viðburði fyrir sig. - Auglýst verður eftir aðilum í stjórn faghópsins í aðdraganda aðalfundar Stjórnvísis 2013.
Lofað var ferðasögum eftir sumarið þegar stjórnin kæmi aftur saman í haust. Gleðilegt sumar og hlökkum til að sjá sem flest á viðburðum næsta vetur.
Stjórn faghóps um nýsköpun.
ps. meðfylgjandi er mynd af Magnúsi og samstarfsfólki hans en við óskum þeim öllum til hamingju með fyrsta sæti í vali um „Stofnun ársins 2012“ í flokki meðalstórra stofnana.