Jafnlaunastjórnun: Liðnir viðburðir

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Vilt þú taka þátt í skemmtilegu stjórnarstarfi faghóps um jafnlaunastjórnun? Hvetjum áhugasama um að mæta og gefa kost á sér í stjórn. Einnig má senda póst á gyda@radur.is

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun verður haldinn 5. maí klukkan 10:30 til 11:30

Fundurinn verður haldinn í Síðumúla 35, í fundaraðstöðu í Samrými, 2. hæð.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi. 

Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM kemur segir frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika verður jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Umræður að loknum erindum.

Hvetjum alla til að mæta á staðinn, fræðast og taka þátt í umræðum.

Léttar veitingar í boði Coca-Cola á Íslandi.

Fundarstaður: Coca-Cola á Íslandi, Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík.

Fundartími: 9-10:15.

Sæti eru fyrir 40 manns. 

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun verður haldinn 26. apríl klukkan 11:30 til 13:00.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, tvö sæti eru laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel og boðið verður upp á hádegismat. Takmarkaður sætafjöldi.

Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams

Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks: 

TEAMS HLEKKUR

Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa

Maria Hedman 
Vörustjóri, Origo 

Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður

Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara 

Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara

10 mínútna hlé 

Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay 
Hildur B Pálsdóttir  

Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay 
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré

Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun

Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams. 

Er ég hæf/hæfur/hæft til að taka launaákvarðanir?

Microsoft Teams meeting

Click here to join the meeting

ATH breytt tímasetning. Fundur færður frá 9:30 til 13:00 sama dag.

Lýsing 

Kerfi geta hjálpað okkur til að setja upp sanngjörn ákvörðunarferli sem byggir á hlutlægum forsendum og samræmdum aðferðum. Þó er mikilvægt að fólk sem kemur að ákvörðunum þjálfi sig í að þekkja áhrif huglægra skekkja.  

Erindi um þá þætti sem hafa áhrif á hæfni stjórnenda til að taka ákvarðanir. Fjallað verður stuttlega um tvær hliðar ákvarðana, annars vegar fyrirbyggjandi aðgerðir eins og fræðslu, forvarnir, samtöl og menningu og hins vegar um viðbrögð, ferla, vaktanir og áætlanir.  

Leitast verður eftir að svara eftirfarandi spurningum  

  • Hvernig taka stjórnunarkerfi á huglægum skekkjum? 

  • Hvaða ferlar geta hjálpað við að koma í veg fyrir ómeðvitaða hlutdrægni? 

 

Um fyrirlesarana

Sóley Tómasdóttir er jafnréttis- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. 

Birna Dís Eiðsdóttir er vottunarstjóri hjá Versa Vottun. Hún er menntuð á sviði mannauðsfræða,  kynjafræða og verkefnastjórnunar. Samfélagsábyrgð og mannréttindi er hennar áhugasvið en með innleiðingu staðla er hægt að tryggja jafnræði, gagnsæi og sambærilega meðferð. 

 

Dagskrá 

 - Gyða Björg Sigurðardóttir - Inngangur um faghóp í jafnlaunastjórnun 

 - Sóley Tómasdóttir - Hvernig ómeðvituð hlutdrægni birtist og hvað ber að varast 

 - Birna Dís Eiðsdóttir - Kerfi sem koma í veg fyrir skekkjur 

 - Umræður  

Greining Hagstofunnar á launamuni karla og kvenna

Hlekkur á fundinn hér.
Margrét Kristín Indriðadóttir deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands og Kristín Þóra Harðardóttir, lögfræðingur skrifstofu jafnréttismála hjá Forsætisráðuneytinu halda erindi um nýlega rannsókn Hagstofunnar um launamun karla og kvenna.  

Fjallað verður um helstu niðurstöður og áhrif jafnlaunavottunar á launamun. Einnig rýnt í aðra mælikvarða til að meta árangur í jafnlaunamálum og framtíð jafnréttismála á Íslandi.

Fundurinn verður sendur út í gegnum Teams. Hlekkur á fundinn hér.

Dagskrá 

9:00 Kynning á faghópi og erindi dagsins 

9:10 Margrét Kristín Indriðadóttir – Greining Hagstofunnar og ólíkar mælingar 

9:30 Kristín Þóra Harðardóttir – Markmið jafnlaunavottunar, væntingar, árangur og hvað er framundan 

9:50 Spurningar og umræður 

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun 2021

Aðalfundur stjórnar faghóps um jafnlaunastjórnun

Dagskrá

  1. Yfirlit síðasta rekstrarárs
  2. Kosið í stjórn 
  3. Helstu markmið fyrir komandi ár

Fundurinn er haldinn á Teams og hér eru upplýsingar til að tengjast

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Learn More | Meeting options

Er jafnlaunavottun tálsýn?

Click here to join the meeting
Faghópur um jafnlaunastjórnun stendur fyrir viðburði um niðurstöður nýrrar rannsóknar um jafnlaunavottun eftir Gerðu B. Hafsteinsdóttur.

Nýlega var birt grein í vísindatímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla þar sem Gerða og meðhöfundar hennar Erla Sólveig Kristjánsdóttir, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, og Þóra H. Christiansen, aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ fjalla rannsókninga og helstu niðurstöður. Fjallað var um birtingu greinarinnar og má sjá umfjöllun í viðskiptahluta mbl.is hér

Auk þess að fjalla um niðurstöður rannsóknarinnar munum við fá fyrirlestur frá Jóni Fannari Kolbeinssyni, lögfræðingi Jafnréttisstofu um breytingar á jafnréttislöggjöf sem tók gildi 6. janúar 2021. Hvaða breytingar hefur þetta í kjölfar með sér á starfrækslu jafnlaunakerfa eða vottunarferlið?

Að lokum munu vera stýrðar umræður þar sem við fáum sjónarmið fundargesta og tökum við spurningum. 


Dagskrá

8:30 - Kynning á faghópi og erindum

8:40 - Gerða Björg Hafsteinsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknar um upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi. 

9:00 - Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu fjallar um nýsamþykktar breytingar á jafnréttislöggjöfinni með sérstaka áherslu á þær sem snúa að jafnlaunavottun

9:20 - Hvernig á að koma í veg fyrir skrifræði og kerfisvæðingu?

9:40 - Spurningar og umræður


Fundurinn verður haldinn á Teams 

Hér er hlekkur til að tengjast:

Click here to join the meeting

Jafnlaunastjórnun - Aðalfundur 2020

Stjórn faghóps um jafnlaunastjórnun heldur aðalfund til að endurnýja stjórn og skipuleggja áframhaldandi starf. Fundurinn verður haldinn í gegnum Teams. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum. 

Viðfangsefni

  1. Kosning stjórnar
  2. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins.

Hlekkur á viðburð:

Join Microsoft Teams Meeting

Learn more about Teams | Meeting options

Jafnlaunavottun Reykjavíkurborgar - innleiðing, vottun, áskoranir

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð í samstarfi við Reykjavíkurborg mánudaginn 17. febrúar næstkomandi. 

Reykjavíkurborg hlaut jafnlaunavottun 20. desember 2019. Í tilkynningu kom meðal annars fram: 

"Með jafnlaunakerfinu er Reykjavíkurborg komin með öflugt verkfæri í hendurnar sem greiðir leiðina enn frekar að markmiðinu um að árið 2021 verði enginn óútskýrður kynbundinn launamunur til staðar hjá borginni."

Maj-Britt H. Briem vinnuréttarlögfræðingur á sviði mannauðs- og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar tekur á móti okkur og fer yfir innleiðingarferli jafnlaunavottunar hjá borginni, helstu áskoranir og næstu verkefni í kjölfar vottunar.

Húsið opnar kl.8:15 og viðburðurinn hefst kl.8:30. 

 

Staðsetning:

Borgartún 12-14 (skrifstofur Reykjavíkurborgar)

Höfðatorg, Kerhólar 7. hæð

Áskoranir að innleiðingu lokinni - reynsla Hafnarfjarðarbæjar

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ miðvikudaginn 13. nóvember kl 8:30.

Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, tekur á móti okkur og fer yfir ferli jafnlaunavottunar hjá Hafnarfjarðarbæ og helstu áskoranir að lokinni jafnlaunavottun.

Jafnlaunavottun - Lagaleg hlíting. Hvaða kröfur þarf að uppfylla og hvernig?

Fundur á vegun faghóps um jafnlaunastjórnun.

Fjallað verður um þær lagalegu kröfur sem eiga við um starfrækslu jafnlaunakerfis. Markmið viðburðarins er að fjalla um hvernig fyrirtæki eru að sýna fram á að verið séð að hlíta lagalegum kröfum. 

Hvaða lagalegu kröfur ber að vakta?

Hvaða aðrar kröfur ber að vakta?

Fjallað verður um erindið frá ólíkum sjónarhornum með hagnýtum dæmum um útfærslu. 

Dyrnar opna kl. 8:15 og boðið verður upp á létta morgunhressingu og erindið byrjar á slaginu 8:30.

Dagskrá verður auglýst síðar með erindum fyrirlesara.

Jafnlaunavottun frá A til Ö

Anna Beta Gísladóttir, sérfræðingur í Jafnlaunastaðli hjá Ráði

Fjallar um tæknileg atriði er snúa að staðlinum og sameiginlegar hliðar jafnlaunakerfa og annarra ISO stjórnunarkerfa.

Kristín Björnsdóttir, viðskiptastjóri og CCQ ráðgjafi hjá Origo

Fjallar um reynslu Origo af innri úttektum með CCQ. 

Gná Guðjónsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun mun fjalla um: 

Hvernig hægt er að lágmarka óæskilega ákvarðanatöku vegna ofnotkunar á einföldunarreglum og huglægra skekkja með vottuðum stjórnunarkerfum.

Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.

 

Aðalfundur faghóps um jafnlaunastjórnun

Aðalfundur faghóps verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, kl. 10:00

Viðfangsefni

  1. Kosning stjórnar
  2. Dagskrá faghópsins sl. starfsár.

 

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins 

Virði starfa - áhrifaþættir og aðferðir

Viðburður um virði starfa haldinn í Opna Háskólanum 10. apríl kl. 8:45. 

Jafnlaunastjórnun felur í sér að meta öll störf skipulagsheilda og auðkenna jafnverðmæt störf. Margar aðferðir eru til við að framkvæma þetta mat og er markmið viðburðarins að kynnast nokkrum þeirra.

Dagskrá :
  • 08:45 - Lúvísa Sigurðardóttir - Verkefnastjóri jafnlaunakerfis hjá Landspítalanum 
  • 09:10 - Auður Lilja og Rósa Björk - Ráðgjafar Verkefnastofu starfsmats
  • 09:35 - Katrín Ólafsdóttir - Dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
 
Nánari lýsing á erindum
 
Flækjustig vinnustaða

Lúvísa Sigurðardóttir er verkefnastjóri jafnlaunakerfis á Landspítalanum, einum stærsta vinnustað Íslands. Hún ber ábyrgð á innleiðingu á jafnlaunakerfi spítalans og hefur sett upp heildrænt matskerfi fyrir öll störf, þvert á fagsvið og stéttir. Hún ætlar að fjalla um þær aðferðir sem Landspítalinn notar til að meta saman jafnverðmæt störf og það flækjustig sem getur myndsast þegar Jafnlaunastaðall er innleiddur á fjölbreyttan vinnustað.

 

Samræmd matsaðferð fyrir ólík störf

Auður Lilja Erlingsdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir eru ráðgjafar hjá Verkefnastofu starfsmats. Þær munu kynna aðferðafræði við mat á störfum hjá sveitarfélögum á landsvísu, starfmatskerfið sjálft og ræða kosti þess og galla.

 

Áhrif vinnumarkaðs á virði starfa

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík hefur um árabil rannsakað íslenskan vinnumarkað og sveigjanleika hans. Hún vann meðal annars úttekt á stöðu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði árið 2015 fyrir Aðgerðahóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Í erindi sínu fjalla um áhrifaþætti vinnumarkaðarins á laun og virði starfa út frá þeim markaðsáhrifum.

Jafnlaunakerfið og gæðastjórnun

Gyða Björg Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Ráður, sérfræðingur í Jafnlaunastaðli fjallar um tæknileg atriði sem snúa að staðlinum. 

Kristín Björnsdóttir, viðskiptastjóri og CCQ ráðgjafi hjá Origo

Fjallar um uppbyggingu á virku stjórnkerfi eins og Jafnlaunakerfi og árangursríkar leiðir til að skipuleggja handbækur til hlítingar á ytri og innri kröfum.   

Maria Hedman, vörueigandi CCQ hjá Origo

Fjallar um stefnur, verklagsreglur, vinnulýsingar o.fl. og sýnir nokkur dæmi um myndræna framsetningu á gæðaskjölum er tengjast Jafnlaunakerfinu. 

Viðburðurinn er í haldinn í samvinnu við faghópa um Jafnlaunastjórnun og Gæðastjórnun og ISO staðla.

Árangur og vegferð jafnréttismála hjá Sjóvá

Hermann Björnsson forstjóri og Ágústa B. Bjarnadóttir, mannauðsstjóri fara yfir sögu og árangur jafnréttismála innan Sjóvá undanfarin ár.

Sjóvá var með fyrstu fyrirtækjum til að fá Jafnlaunavottun VR og hefur verið með jafnlaunavottun síðan 2014. Á fundinum verður farið yfir leiðina að vottun og reynslu Sjóvá af ferlinu en kynbundinn launamunur hefur verið minni en 2% frá innleiðingu. 

Félagið hefur náð góðum árangri í jafna kynjahlutföll á öllum stigum fyrirtækisins enda hefur verið unnið markvisst að því undanfarin ár. Jöfn kynjahlutföll eru í stjórn, framkvæmdastjórn og stjórnendahópi félagsins í dag.

Þá verður kynnt samstarfsverkefni FKA og Sjóvá sem miðar að því að stuðla að auknu kynjajafnrétti í íslensku atvinnulífi og jafnari hlut kvenna í stjórnun fyrirtækja.

Dagskrá

  • Gyða Björg Sigurðardóttir – kynning á faghópi Stjórnvísi um jafnlaunastjórnun
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár heldur opnunarávarp
  • Ágústa Björg Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvár, segir frá leiðinni að vottun
  • Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og ráðgjafasviðs, kynnir Jafnvægisvogina, samstarfsverkefni Sjóvár og FKA

Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.

Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

Landsvirkjun hefur síðan í byrjun síðasta árs sett mikinn kraft í jafnréttismálin og voru nýlega sett fram markmið, mælikvarðar og umbótaverkefni jafnréttismála til næstu þriggja ára.

Um er að ræða heildstæða nálgun á stöðu og úrbætur í jafnréttismálum þar sem horft er til menningar, umhverfis og fl. þátta og hefur allt starfsfólkið tekið þátt í forgangsröðun úrbóta.

Selma Svavarsdóttir forstöðumaður á starfsmannasviði Landsvirkjunar ætlar að kynna fyrir Stjórnvísifélögum þeirra nálgun á jafnréttismál. 

Dagskrá

8:30 – léttur morgunverður
8:40 – 8:45 – Kynning á faghópi um jafnlaunastjórnun

8:45 – 9:15 – Jafnréttisvegferð Landsvirkjunar

9:15 – 9:30 – Spurningar og umræður

Við hvetjum alla til að mæta og fá innsýn inn í heildræna stefnumótun um jafnréttismál, einnig að skrá sig í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með viðburðum á næstunni.

Hlutverk leiðtoga í jafnlaunastjórnun

Því miður er fullbókað á fundinn

Fyrsti viðburður nýs faghóps um jafnlaunastjórnun verður í boði Tollstjóra sem ætlar að bjóða gestum í heimsókn miðvikudaginn 14. mars kl. 14:00.

Yfirskrift erindisins er hlutverk og viðhorf æðstu stjórnenda við Innleiðingu á Jafnlaunastaðli. Við viljum nota tækifærið og hvetja áhugasama til að skrá sig í faghópinn með því að smella hér

Dagskrá:

  • Kynning á innleiðingarferli Tollstjóra - Unnur Ýr mannauðsstjóri Tollstjóraembættis
  • Jafnlaunastaðallinn sem stjórntæki - Anna Þorvaldsdóttir kynnir niðurstöður á rannsókn
  • Faghópur um jafnlaunastjórnun, kynning á stjórn og markmiðum - Gyða Björg Sigurðardóttir formaður stjórnar

Opnað verður á fyrirspurnir og umræður í lok erinda.

Nánari upplýsingar 

Tollstjóri hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf og Unnur Ýr, mannauðsstjóri Tollstjóraembættis, fjallar um mikilvægi þáttöku æðstu stjórnenda við innleiðingferlið. Tollstjóri, Snorri Olsen, tók virkan þátt í ferlinu frá upphafi og er það lykilatriði í að gera ferlið skilvirkt og árangursríkt.

NY Times fjallaði um vottunina í grein um Tollstjóra í mars síðastliðnum, sjá hér.

Anna Þórhallsdóttir lauk nýverið MS-prófi í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands og gerði eiginlega rannsókn á viðhorfi stjórnenda til Jafnlaunastaðals. Í sínu erindi leitast hún við að svara eftirfarandi spurningum. 

  • Sjá stjórnendur í íslensku atvinnulífi lögmæti í innleiðingu á jafnlaunastaðli? 
  • Hvaða hindranir telja stjórnendur sig standa frammi fyrir við innleiðingu á jafnlaunastaðli og hvaða áhrif telja þeir slíka innleiðingu hafa fyrir skipulagsheildina?

Endilega skráið ykkur á viðburðinn og í faghóp um jafnlaunastjórnun til að fylgjast með dagskrá og fréttum um málefni sem tengjast efninu.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?