Click here to join the meeting
Faghópur um jafnlaunastjórnun stendur fyrir viðburði um niðurstöður nýrrar rannsóknar um jafnlaunavottun eftir Gerðu B. Hafsteinsdóttur.
Nýlega var birt grein í vísindatímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla þar sem Gerða og meðhöfundar hennar Erla Sólveig Kristjánsdóttir, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ, og Þóra H. Christiansen, aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ fjalla rannsókninga og helstu niðurstöður. Fjallað var um birtingu greinarinnar og má sjá umfjöllun í viðskiptahluta mbl.is hér.
Auk þess að fjalla um niðurstöður rannsóknarinnar munum við fá fyrirlestur frá Jóni Fannari Kolbeinssyni, lögfræðingi Jafnréttisstofu um breytingar á jafnréttislöggjöf sem tók gildi 6. janúar 2021. Hvaða breytingar hefur þetta í kjölfar með sér á starfrækslu jafnlaunakerfa eða vottunarferlið?
Að lokum munu vera stýrðar umræður þar sem við fáum sjónarmið fundargesta og tökum við spurningum.
Dagskrá
8:30 - Kynning á faghópi og erindum
8:40 - Gerða Björg Hafsteinsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknar um upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi.
9:00 - Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu fjallar um nýsamþykktar breytingar á jafnréttislöggjöfinni með sérstaka áherslu á þær sem snúa að jafnlaunavottun
9:20 - Hvernig á að koma í veg fyrir skrifræði og kerfisvæðingu?
9:40 - Spurningar og umræður
Fundurinn verður haldinn á Teams
Hér er hlekkur til að tengjast: