Opni Háskólinn Háskólinn í Reykjavík, stofa M215, Menntavegur, Reykjavík
Mannauðsstjórnun, Jafnlaunastjórnun,
Viðburður um virði starfa haldinn í Opna Háskólanum 10. apríl kl. 8:45.
Jafnlaunastjórnun felur í sér að meta öll störf skipulagsheilda og auðkenna jafnverðmæt störf. Margar aðferðir eru til við að framkvæma þetta mat og er markmið viðburðarins að kynnast nokkrum þeirra.
- 08:45 - Lúvísa Sigurðardóttir - Verkefnastjóri jafnlaunakerfis hjá Landspítalanum
- 09:10 - Auður Lilja og Rósa Björk - Ráðgjafar Verkefnastofu starfsmats
- 09:35 - Katrín Ólafsdóttir - Dósent í hagfræði við Háskólann í Reykjavík
Flækjustig vinnustaða
Lúvísa Sigurðardóttir er verkefnastjóri jafnlaunakerfis á Landspítalanum, einum stærsta vinnustað Íslands. Hún ber ábyrgð á innleiðingu á jafnlaunakerfi spítalans og hefur sett upp heildrænt matskerfi fyrir öll störf, þvert á fagsvið og stéttir. Hún ætlar að fjalla um þær aðferðir sem Landspítalinn notar til að meta saman jafnverðmæt störf og það flækjustig sem getur myndsast þegar Jafnlaunastaðall er innleiddur á fjölbreyttan vinnustað.
Samræmd matsaðferð fyrir ólík störf
Auður Lilja Erlingsdóttir og Rósa Björk Bergþórsdóttir eru ráðgjafar hjá Verkefnastofu starfsmats. Þær munu kynna aðferðafræði við mat á störfum hjá sveitarfélögum á landsvísu, starfmatskerfið sjálft og ræða kosti þess og galla.
Áhrif vinnumarkaðs á virði starfa
Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík hefur um árabil rannsakað íslenskan vinnumarkað og sveigjanleika hans. Hún vann meðal annars úttekt á stöðu karla og kvenna á íslenskum vinnumarkaði árið 2015 fyrir Aðgerðahóp stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins. Í erindi sínu fjalla um áhrifaþætti vinnumarkaðarins á laun og virði starfa út frá þeim markaðsáhrifum.