14. október 2019 09:34
Fundur um lagalega hlítingu á jafnlaunavottun var haldinn í morgun fyrir fullum sal í Húsi atvinnulífsins á vegun faghóps um jafnlaunastjórnun. Fundarstjóri var Davíð Lúðvíksson.
Fjallað var um þær lagalegu kröfur sem eiga við um starfrækslu jafnlaunakerfis. Markmið viðburðarins var að fjalla um hvernig fyrirtæki eru að sýna fram á að verið séð að hlíta lagalegum kröfum. Hvaða lagalegu kröfur ber að vakta og hvaða aðrar kröfur ber að vakta? Fjallað var um erindið frá ólíkum sjónarhornum með hagnýtum dæmum um útfærslu.
Jón Freyr Sigurðsson gæðastjóri Mannvirkjastofnunar fjallaði um verklagið og lagalegu hlítinguna er snýr að Mannvirkjastofnun. Í stofnuninni vinna 28 starfsmenn og þeir vinna skv. lögum um mannvirki og þurfa að vera vottuð stofnun skv. jafnlaunastofnu. Nú stendur til að sameina stofnunina við ÍLS. Mannvirkjastofnun er með jafnlaunastefnu og uppfylla hana. Mannvirkjastofnun er tiltölulega nýbúin að fá vottun í ágúst 2019. Jafnlaunakerfið er hluti af gæðakerfi stofnunarinnar. Þau eru með ytri og innri skjöl og nota CCQ gæðakerfið.
Jón sýndi Excel-skjal sem er rýnt og yfirfarið reglulega og settar inn dagsetningar. Þetta skjal er síðan tekið út í úttektinni * Sviðstjóri lögfræðisviðs ber ábyrgð á að vakta lög- og reglugerðir sem um stofnunina gilda, ásamt því að viðhalda Excelskránni Verkefni MVS, lög og reglugerðir og tryggja að stofnunin hlíti kröfum laga. En samhliða innri úttektum skal rýna lögin m.t.t breytinga.
Hilmar Sigurðsson hjá Sagafilm sagði frá því hvað er að gerast hjá þeim og ferilinn sem þau eru að fara í gegnum. Yfirliggjandi markmið hjá þeim er að uppfylla lög nr.10/2008 um jafna stöðu kvenna og karla með síðari tíma breytingum, þau auglýsa öll störf óháð kynjum og leggja mikla áherslu á að samræma fjölskyld og atvinnulíf, ábyrgð gagnvart fjölskyldu þar sem því verður við komið. Ábyrgðin er skýr og eru forstjóri og mannauðsstjóri ábyrg. Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni, kynferðisleg áreitni eða einelti eru aldrei liðin hjá Sagafilm. Það er stefna Sagafilm að starfsmenn vinni í anda samstarfs og sýni þannig samstarfsfólki sínu alltaf kurteisi og virðingu í samskiptum. Meðvirkni starfsmanna með kynbundnu ofbeldi er fordæmd. Utanaðkomandi aðilar taka við tilkynningum sem er Vinnuvernd í þeirra tilfelli. Nýjum starfsmönnum er kynnt stefna og viðbragðsáætlun. Menning hefur mikið um það að segja hvort eitthvað sé liðið eða ekki. En hvaða viðmið voru notuð í jafnlaunavottuninni? Mikilvægt var að velja viðmið sem passa starfsmönnum í fyrirtækinu. Síðan var hvert starf reiknað út og allt er uppi á borðinu. Mat er rætt í launaviðtölum. Nokkuð jöfn skipting er í starfahlutföllunum. Varðandi hlítingu þá voru þau á fullu í að verða jafnræðisfyrirtæki eins og þau kalla það. Þegar jafnlaunavottunin datt inn þá vildu þau taka hana með. Ráðinn var ráðgjafi sem einfaldaði allt og stytti leiðir. Stjórn samþykkti aðgerðaráætlunina. Árið 2017 var farið í úttekt, út komu tvær athugasemdir og tvö frábrigði. Í úttekt 2 fengu þau 3 athugasemdir og eitt tækifæri en ekkert frábrigði. Lagahlíting gengur í báðar áttir.
Það jákvæða fyrir Sagafilm er að búið er að eyða allri tortryggni um kynbundna launasetningu, allir starfsamningar hafa verið endurnýjaðir með vísan í stefnuna auk persónuverndarstefnu félagsins, breytingar voru gerðir á verktakasamningum, jafnlaunastefna og vottun hafa vakið jákvæða athygli á fyrirtækinu. Það neikvæða við ferilinn er að þetta er „vesen“ og kostnaður þ.e. töluvert var meira eytt í verkefnið en kostaði.
Í lok fundar voru umræður og þar kom fram að erfitt er að staðfesta hlítingu. Mikilvægt er að hugsa til þess að ef fyrirtækið stendur ekki í lögsókn þá má telja að verið sé að hlíta lögunum. En lögin eru allt of víðtæk og því gríðarlega erfitt að staðfesta hlítingu. Með kerfunum erum við að gera okkar besta án þess að kostnaður verði það mikill að við sjáum ekki trén fyrir skóginum. Markmið með staðlinum er að tryggja að verið sé að greiða sömu laun fyrir jafn verðmæt störf. Partur af hlítingunni er að sannreyna að svo sé.