Tæknikerfi húsa

 Teams hlekkur

Fyrsti viðburður faghóps í aðstöðustjórnun haustið 2024 er um tæknikerfi húsa, fjallað verður um m.a hússtjórnunarkerfi og viðhaldskerfi húsa.

Við fáum til okkar þrjá fyrirlesara til að fjalla um efnið.

  • Ingi Eggert Ásbjarnarson hjá Veðurstofu Íslands. Ingi hefur margra ára reynslu af upplýsingakerfum bygginga, þar á meðal hússtjórnarkerfum (BMS), en í erindi sínu mun hann fjalla um BMS kerfi frá sjónarhóli rekstraraðila. Áhersla verður lögð á hvað hafa ber í huga við innkaup og innleiðingu slíkra kerfa.
  • Gunnlaugur Trausti Vignisson er leiðandi sérfræðingur í kerfisbundnum frágangi hjá Norcom
  • Kristleifur Guðjónsson er IPMA-C vottaður verkefnastjóri hjá EFLU og hefur víðtæka reynslu af innleiðingum hugbúnaðar og breytinga hjá tugum fyrirtækja á Íslandi og erlendis. Kristleifur fer yfir samspil hússtjórnar- og viðhaldskerfa. Yfirferð á grundvallaratriðum viðhaldskerfa og möguleikar að tengja ólík kerfi saman til þess að fá sem mest úr gögnunum sem við söfnum.

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Nánar síðar.

Saman sköpum við góðan vinnustað á hverjum degi

Join the meeting now

Hvernig tæklum við erfið samskipti á vinnustað? Hvernig búum við til vinnumhverfi sem ýtir undir heilbrigð og góð samskipti?

Fyrirlestur um mikilvægi góðra samskipta fyrir heilbrigða vinnustaðamenningu.

Helga Lára Haarde, Klíniskur sálfræðingur og ráðgjafi hjá Attentus

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

Starfsafl býður heim

Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Starfsafli býður félagsfólki Stjórnvísis heim, í Hús Atvinnulífsins, til að njóta léttra veitinga og hlýða á erindi þar sem Lísbet mun fjalla vítt og breitt um fræðslu fyrirtækja, mikilvægi fræðslustefnu og áætlunar, ásamt því að svara spurningum úr sal. 

 

Fundarstjóri er Guðrún Finns., stjórnarmeðlimur í faghóp mannauðsstjórnunar.

Hefur gervigreind áhrif á notkun gereyðingarvopna?

Viðburðurinn mun fjalla um möguleg áhrif gervigreindar á gereyðingarvopn, bæði þá áhættu og þau tækifæri sem tæknin hefur í för með sér. Farið verður yfir hugsanlegar hættur þegar kemur að sjálfstæðum vopnakerfum, aðstoð við ákvarðanatöku og misnotkun tækninnar. Sérstök áhersla verður lögð á kjarnorkuvopn, efnavopn og sjálfvirk vopn. Í umræðu með þátttakendum skoðum við siðferðileg sjónarmið, þörfina fyrir regluverk og og mikilvægi alþjóðlegrar samvinnu.

Notið eftirfarandi vefslóð: 

Join the meeting now

 Fyrirlesarinn Kolfinna Tómasdóttir er sérfræðingur í alþjóðateymi rannsókna- og nýsköpunarsviðs Rannís. Þá er hún meðstofnandi og einn stjórnenda AiXist – Consortium for AI & Existential Risks, stofnmeðlimur Global Youth Security Council (GYSC) og One Young World Ambassador. Kolfinna er með meistaragráðu í alþjóðalögum og úrlausn deilumála frá Friðarháskóla Sameinuðu þjóðanna í Kosta Ríka ásamt því að vera með diplómu í alþjóðlegri leiðtogahæfni. Einnig er hún með Mag. Jur. og BA gráðu í lögfræði ásamt diplómu í Mið-Austurlandafræði frá Háskóla Íslands.

„Allt annað líf!“ - Vegferð SÁÁ að stefnumiðaðri stjórnun

SÁÁ eru almannaheillasamtök sem reka heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur þeirra.  Samtökin eru grasrótarsamtök og byggðu upp lífsnauðsynlega þjónustu á tímum þar sem lítil sem engin þekking , áhugi eða þjónustuframboð var fyrir fólk með fíkn.  Á undanförnum árum hefur SÁÁ farið í gegnum mikið umrót og kynslóðaskipti  á sama tíma og tekist hefur verið á við miklar breytingar í samfélaginu varðandi neyslu áfengis og vímuefna og ákalli um meiri, aukna og fjölbreyttari þjónustu.  Í þessu erindi mun Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, fjalla um hvernig stefnumörkun með samvinnu grasrótar og heilbrigðisstarfsmanna hefur leitt þær breytingar sem orðið hafa á starfseminni á undanförnum árum.

Reynslusaga inngildingar - Hrafnista

Freyja Rúnarsdóttir, fulltrúi mannauðsdeildar Hrafnistu mun segja frá því hvernig er verið að vinna með inngildingu hjá þeim. 

Frekari upplýsingar koma síðar. 

Join the meeting now

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.

Hvernig virkjum við „Viskuvélar“ og aðferðir markþjálfunar á stafrænum Vettvangi vaxtar.   

AI coach FranklinCovey og virkniáskoranir til framfara.

Á fundinum mun Guðrún kynna til leiks snjallan markþjálfa FranklinCovey á Vettvangi vaxtar – svokallaðan „AI coach“  - og leiða hópinn um nokkur dæmi um öflug samtöl.  Um er að ræða snjalla viðbót við þekkingarveitu FranklinCovey á Impact Platform sem styður notendur í fjölda áskoranna og viðfangsefna í dagsins önn.  Æfðu erfið samtöl, fáðu endurgjöf og virkjaðu góðan stuðning og nýja sýn á verkefni dagsins með aðstoð gervigreindar.

Guðrún Högnadóttir, Managing partner FranklinCovey

 

TEAMS linkur hér

• Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin? Hvernig nýtist gervigreindin til að bæta heilsu á vinnustöðum?

Hvernig nýtist gervigreindin fyrir heilsueflingu á vinnustöðum?

Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Þjónustumiðstöð Almannavarna: hin stöðuga hringrás stefnumótunar

Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir fagstjóri endurreisnar og fræðslu mun fara yfir með okkur hvernig Almannavarnir vinna sína stefnumörkun, mæla árangur og draga lærdóm af viðbrögðum síðustu ára.

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Frá markþjálfun í mannauðsmál

Alda Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri mannauðs hjá Innnes býður okkur í kósý jólaheimsókn þriðjudagin 3. Desember  kl. 9:00-9:45. Hún starfaði sem stjórnendamarkþjálfi í 11 ár í eigin fyrirtæki Vendum þar til fyrir tveimur og hálfu ári síðan þegar fór í mannauðsmálin.  Hún ætlar að segja okkur hvernig hún nýtir aðferðafræði markþjálfunar í sínum störfum og hvernig sú reynsla hennar hefur reynst henni.  Mikilvægt er að skrá sig þar sem boðið verður upp á létta morgunhressingu.

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:

  1. Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa    ábyrgðaraðilar: Anna Kristín, Ingibjörg, Auður.
  2. Innleiðing á LearnCove hjá faghópum: ábyrgðaraðilarSnorri Páll – Lilja – Matthías.
  3. Ásýnd, efling og vöxtur:  ábyrgðaraðilar: Stefán – Haraldur – Laufey

 

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

 

 

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.

Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.

Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026

Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)

 

 

 

Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

2024-2025 

  • Uppfæra sniðmát og leiðbeiningar fyrir stjórnir faghópa (Anna K. Ingibjörg, Auður)
      • Aukning á virkni faghópa oo
      • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
      • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
      • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
      • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

 

  • Innleiðing á LearnCove hjá faghópum (Snorri Páll, Lilja, Matthías)
    • Talning á fjölda félaga sem nýta LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Fjöldi funda sem er settur inn á LearnCove  (verði sett inn í mælaborð)
    • Áhorf á fundi inn á LearnCove (verði sett inn í mælaborð)

 

  • Ásýnd, efling og vöxtur (Stefán, Haraldur, Laufey)

                                               i.     Fjölgun fyrirtækja  oo

        1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
        2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                              ii.     Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                            iii.     Fjölgun virkra félaga oo

                                            iv.     Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                             v.     Fjölgun viðburða oo

                                            vi.     Fjölgun félaga á fundum oo

                                           vii.     Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                        viii.     Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                            ix.     Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                             x.     Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                            xi.     Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                           xii.     Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                         xiii.     Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         xiv.     Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                          xv.     Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                      xvi.     Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

                                      xvii.     Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                      xviii.     Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                         xix.     Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                          xx.     Fjölgun erlendra fyrirlesara

                                         xxi.     Hækkun á NPS skori oo

                                      xxii.     Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo

 

Of djúpt farið í fræðin?

Nánar síðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?