Nánar síðar.
Of djúpt farið í fræðin?
Staðsetning viðburðar
Tengdir viðburðir
Nánar síðar.
Framtíðarsýnin okkar 2030 -Norræna ráðherranefndin
Hvernig vinnur Norræna ráðherranefndin samhæfða stefnumörkun 5 landa og 3ja sjálfsstjórnarsvæða þvert á alla málaflokka stjórnsýslu landanna?
Framtíðarsýn okkar 2030:
https://www.norden.org/is/declaration/framtidarsyn-okkar-2030
Framkvæmdaáætlun 2021–2024
https://www.norden.org/is/information/framkvaemdaaaetlun-um-framtidarsyn-fyrir-arid-2030
Eldri viðburðir
Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?
Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri, yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði. Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.
Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk.
Þjónustumiðstöð Almannavarna: hin stöðuga hringrás stefnumótunar
Þegar alvarlegir atburðir eiga sér stað sem valda mikilli samfélagslegri röskun stofnar ríkislögreglustjóri tímabundið þjónustumiðstöð Almannavarna. Það er gert samhliða rekstri samhæfingarstöðvar sem stýrir samhæfingu almannavarnaaðgerða með hliðsjón af almannavarnastigi og í samræmi við viðeigandi viðbragðsáætlun.
Verkefni þjónustumiðstöðvarinnar fela í sér tímabundinn stuðning við þau sem þurfa að takast á við afleiðingar tiltekins atburðar eða áfalls, hvort sem það eru íbúar, sveitarstjórnir eða starfsfólk sveitarfélaga. Hin stöðuga hringrás stefnumótunar þarf að eiga sér stað í samstarfi þjónustumiðstöðvarinnar við fólk á áhrifasvæðinu sem sinnir stuðningi við íbúa, bæði til lengri og skemmri tíma. Óvissuþátturinn er stór, sér í lagi þegar náttúruhamfarir standa yfir í lengri tíma með tilheyrandi áhrifum og regluleg þarfagreining því mikilvæg til að viðhalda yfirsýn. Kynnt verður starfsemi Þjónustumiðstöðvar Almannavarna sem opnuð var vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga sem leiddu til rýmingar Grindavíkurbæjar 10. nóvember fyrir rúmu ári síðan.
Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir fagstjóri endurreisnar og fræðslu mun fara yfir með okkur hvernig Almannavarnir vinna sína stefnumörkun, mæla árangur og draga lærdóm af viðbrögðum síðustu ára.
Staðfundurinn er í fundarherberginu Sölvhólsvör á 1. hæð innviðaráðuneytisin, Sölvhólsgötu 7, gengið inn frá Ingólfsstræti.
Í þessu erindi mun Ragnheiður Hulda Friðriksdóttir, forstjóri SÁÁ, fjalla um hvernig stefnumörkun með samvinnu grasrótar og heilbrigðisstarfsmanna hefur leitt þær breytingar sem orðið hafa á starfseminni á undanförnum árum.
SÁÁ eru almannaheillasamtök sem reka heilbrigðisþjónustu fyrir fólk með fíknsjúkdóm og aðstandendur þeirra. Samtökin eru grasrótarsamtök og byggðu upp lífsnauðsynlega þjónustu á tímum þar sem lítil sem engin þekking , áhugi eða þjónustuframboð var fyrir fólk með fíkn. Á undanförnum árum hefur SÁÁ farið í gegnum mikið umrót og kynslóðaskipti á sama tíma og tekist hefur verið á við miklar breytingar í samfélaginu varðandi neyslu áfengis og vímuefna og ákalli um meiri, aukna og fjölbreyttari þjónustu.
Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”
Fundurinn er haldinn í Innovation House á Eiðistorgi Seltjarnarnesi. Gengið er inn á Eiðistorg - upp á 2.hæð - beint á móti Bókasafni Seltjarnarness er hurð og þar er gengið upp á 3.hæð inn í Innovation House. Hindranir í vegi aukins árangurs og betri ákvarðana liggja nánast undantekningarlaust í huga okkar, hvort sem um er að ræða rangar og oft ómeðvitaðar forsendur, gallaða mælikvarða, sálrænar hömlur eða skaðlegar reglur eða ferla. Til að brjótast út úr stöðnuðu umhverfi er nauðsynlegt að finna og uppræta þessar hindranir. Eitthvert öflugasta tólið til þess er röklegt umbótaferli (Logical Thinking Process) og með tilkomu gervigreindarinnar er notkun þess nú aðgengileg langtum fleirum en áður.
Á fundinum fjallar Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og les valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar.
Röklegt umbótaferli er kerfismiðuð aðferð til að taka vandaðar ákvarðanir og greina og leysa erfið og viðvarandi vandamál innan fyrirtækja og stofnana með skýra röklega hugsun að vopni.
Þessi bók er að miklu leyti byggð á fyrri bók Þorsteins, „From Symptoms to Causes – Applying the Logical Thinking Process to an Everyday Problem“ sem kom út árið 2020. Um þá bók segir Jón Torfi Jónasson prófessor emeritus við H.Í.: „Ritið vísar stjórnendum til skynsamlegra lausna í glímu við vandamál sem í fyrstu virðast ill-leysanleg. Þorsteinn lýsir vel öguðu þrepskiptu verkferli röklegrar greiningar sem dregur fram eðli vandans hverju sinni. Góð tengsl við raunhæf dæmi í megintexta og viðauka gagnast lesanda í stjórnunarstarfi afar vel. Nálgun Þorsteins er bæði frumleg og skýr og jafnframt raunhæf og spennandi.“
Í bókinni rekur Þorsteinn ýmis dæmi um beitingu röklegs umbótaferlis og síðasti hluti bókarinnar er helgaður gervigreindinni og því hvernig beita má henni til að hraða og bæta ákvarðanatöku.
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Um staðfund er að ræða. Ekki verður streymt frá fundinum.
Aðalfundur stjórnar faghópsins.