30
nóv.
2023
30. nóv. 2023
09:00 - 10:00
/
Fundarsalnum Fenjamýri í Grósku
Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri í sjálfvirknivæðingu hjá Evolv kynnir tækifæri og ávinning þess að nýta stafrænt vinnuafl til sjálfvirknivæðingar á handvirkum ferlum innan fyrirtækja og stofnana. Eiríkur hefur síðastliðin þrjú ár tekið þátt í sjálfvirknivegferð margra af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur því víðtæka reynslu af
- þeim áskorunum og tækifærum sem því fylgir
- á hvaða sviði sé best að byrja slíka vegferð
- og hvenær stafrænt vinnuafl sé lausnin.
Breki Barkarson hefur tekið þátt í að stýra innleiðingu stafræns vinnuafls hjá Ósum í samvinnu við Evolv. Hann segir okkur frá stafrænu vinnuafli Ósa en lokaverkefnið hans í B.Sc. náminu í tölvunarfræði fjallaði um innleiðinguna þar sem Breki gerði ítarlega úttekt á kostnaði og ávinningi verkefnisins.
Viðburðurinn verður haldinn í fundarsalnum Fenjamýri í Grósku Bjargargötu 1, 102 Reykjavík frá kl 9:00-10:00
ATH. Eingöngu er um staðfund að ræða, ekki verður streymt frá fundinum.
Hlökkum til að sjá þig :)