Háskóli Íslands Sturlugata
Stjórnun viðskiptaferla (BPM),
Pétur Snæland frá To-increase hugbúnaðarfyrirtækinu (www.to-increase.com) mun halda kynningu um rafræna viðskiptaferla þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:
RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði
· Virðisdrifnir viðskiptaferlar - Lykill að árangursríkri innleiðingu og notkun viðskiptahugbúnaðar
· RapidValue - Innleiðingar, prófanir og þjálfun byggð á stefnu stjórnenda
Pétur mun ræða um BPM nálgun hjá To-increase, ræða þann ávinning sem felst í að fjárfesta í lausn To-incerase og loks sjálfa eiginleika á lausninni.
Að loknu erindi Péturs sem er um klukkustund munum við upplýsa um breytingar á stjórn, en nokkrir í stjórn sjá sér ekki fært að halda áfram starfinu en aðrir hafa óskað eftir að koma að starfinu. Öllum meðlimum Stjórnvísi er velkomið að bjóða sig fram í stjórn. Við munum raða í nýja stjórn, skipa formann og varaformann stjórnar ásamt því að fara yfir liðið ár og skoða það sem er framundan í starfi hópsins.
Fundurinn verður í stofu 131 í Nátttúrufræðihúsinu Öskju (við Sturlugötu), Háskóla Íslands.