Endurmenntun Háskóla Íslands Dunhaga
ÖÖ: óvirkur: ISO hópur, Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni.
Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands
Áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati.
Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu
Fjallað verður um skyldu fyrirtækja á að gera áhættumat á félagslegum og andlegum þáttum. Sagt verður frá nauðsyn þess að framkvæma og fylgja eftir áhættumati. Einnig verður fjallað um nýtt áhættumatsverkfæri, OiRA, rafrænt gagnvirkt áhættumat.
Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent
Farið verður yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem kynnt verður samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015 og því athyglisvert að sjá og heyra hvað Ólafur hefur að segja um útfærslu á skipulagi og framkvæmd áhættumats. Á fundinum verður farið yfir og hvernig hann hefur verið að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að koma á áhættustýringu.