Háskólinn í Reykjavík Menntavegi
Mannauðsstjórnun, ÖÖ: óvirkur - Þjónustu- og markaðsstjórnun, Sjálfbær þróun,
Hvaða þætti ættu fyrirtæki að hafa í huga þegar þau velta fyrir sér að styðja góð, samfélagsleg málefni?
Á fundinum verður fjallað um hvernig velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja eru annað og meira en auglýsing og skapa virði fyrir annars vegar samfélagið og hins vegar fyrirtækið og starfsfólk þess.
Dagskrá:
Soffía Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi hjá KOM, fer yfir góðar starfsaðferðir við að skipuleggja stuðning fyrirtækja við samfélagsverkefni, s.s. er varða val á verkefnum og innra og ytra kynningarstarf.
Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir frá styrkjastefnu Íslandsbanka og virði verkefnanna Hjálparhönd og Reykjavíkurmaraþon.
Gréta María Bergsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins segja frá deginum „Stelpur og tækni“ (Girls in ICT Day) sem haldinn hefur verið á Íslandi síðastliðin tvö ár með þátttöku alls átta upplýsingatæknifyrirtækja. Að deginum standa HR, Ský og SI til að kynna stelpum fyrir ýmsum möguleikum í tækninámi og leyfa þeim að hitta kvenfyrirmyndir í helstu tæknifyrirtækjum landsins.
Fundurinn fer fram í stofu M104.
Kaffi á boðstólum og hægt að kaupa sér hádegisbita í nærliggjandi veitingasölum.