Aðalfundur Stjórnvísi 2015 verður haldinn í Nauthól þann 6.maí kl.15:30- 17:00.
Eftirfarandi hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2015-2016 en frestur til framboðs rann út þann 29.apríl.
Til formanns: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi. Nótt hefur setið í stjórn Stjórnvísi í 3 ár, tvö ár sem aðalmaður og eitt ár sem varamaður.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
- Guðmunda Smáradóttir, forstöðumaður Opna háskólans, Háskólanum í Reykjavík.
- Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Innnes
- Halldór Kr. Jónsson, sölu-og markaðsstjóri hjá ISS
Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn sem kosið verður um á aðlafundi eru:
Áslaug D. Benónýsdóttir, verkefnastjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála hjá Gámaþjónustunni.
Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania.
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.
Maríanna Magnúsdóttir, deildarstjóri viðskiptaferla VÍS.
Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Hagvangi.
Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi hjá Intra, er varamaður í stjórn.
skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.
Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 29.apríl 2015. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is
Kosið verður í fagráð félagsins en eftirtaldir hafa boðið sig fram:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, markaðs-og þjónustustjóri Landsnets.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.
Einnig verða bornar upp til samþykktar siðareglur félagsins sem sendar voru öllum félögum til yfirlestar og bárust fjölmargar athugasemdir.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör þriggja stjórnarmanna til næstu tveggja ára.
- Kjör tveggja varamanna í stjórn til næstu tveggja ára.
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
- Siðareglur ræddar og bornar upp til samþykktar.
- Kynntir verða nýir straumar og stefnur varðandi ásýnd félagsins.
Nauthóll Bistró