Tollhúsið, Kvosin Gengið inn að vestanverðu Tryggvagata 19 101 Reykjavík
Gæðastjórnun og ISO staðlar,
Síðasti fundur þessa starfsárs verður haldinn 21. maí kl 17:00 í húsakynnum Tollstjóra Tryggvagötu 19. Í lok fundar verður haldinn aðalfundur Gæðastjórnunarhóps.
Guðmundur S. Pétursson mun fjalla um það verkefni sem fólst í innleiðingu gæðastjórnun Tollstjóra og vottun ISO 9001:2008. Tollstjóri hefur nú nýverið fengið viðurkenningu vottunarstofu um að gæðastjórnun Tollstjóra standist úttekt á innleiðingu ISO 9001 kröfum. Verkefnið hófst formlega 1. janúar 2014 og lauk 27. apríl 2015. Þessi vinna var því unnin á mjög stuttum tíma og mun Guðmundur fjalla um það hvernig þetta var hægt og lýsa verkefninu nánar.
Aðalfundur Gæðastjórnunarhóps verður haldin samkvæmt aðalfundardagskrá.
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að sitja þennan aðalfund og taka þátt í að móta starfsemi hópsins og dagskrá morgunfunda. Núverandi leiðtogar hópsins eru:
Linda Rut Benediktsdóttir formaður
Kristín Lúðvíksdóttir
Helga Guðrún Lárusdóttir
Anna Guðrún Ahlbrecht
Elín Ragnhildur Jónsdóttir
Guðmundur S. Pétursson
Linda lætur af formennsku og Guðmundur hefur gefið kost á sér til að gegna stöðu formanns,
Kristín og Helga Guðrún hafa ákveðið að hætta í stjórninni vegna anna, en Anna Guðrún, Elín og Guðmundur gefa kost á sér að sitja áfram.
Dagskrá aðalfundar:
Formaður gerir grein fyrir starfsárinu
Farið yfir hverjir sitja sem leiðtogar hópsins á næsta starfsári. Nýir aðilar hvattir til að koma inn í stjórn. Kosið um stjórn
Rætt um næsta starfsár og hugmyndir að efni á komandi morgunfundum
Rætt um markhóp gæðastjórnunarhóps
Samstarf við aðra faghópa
Önnur mál.