„Innleiðing á Lean og 4DX hjá Ölgerðinni“
„Innleiðing á Lean og 4DX hjá Ölgerðinni“
Ölgerðin ætlar að taka á móti lean faghópnum miðvikudaginn 25. mars kl. 8.30-10.00.
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
30
|
31 |
01
|
02
|
03
|
04
|
05
|
06
|
07
|
08 | 09 |
10
|
11
|
12
|
13
|
14 | 15 |
16
|
17
|
18
|
19
|
20
|
21 | 22 |
23
|
24
|
25
|
26
|
27
|
28 | 29 |
30
|
01
|
02
|
03
|
„Innleiðing á Lean og 4DX hjá Ölgerðinni“
Ölgerðin ætlar að taka á móti lean faghópnum miðvikudaginn 25. mars kl. 8.30-10.00.
Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. Grindavík, segir okkur annars vegar frá næstu skrefum sjávarútvegsins og hins vegar forsendum og reynslu Vísis af miklum breytingum á eigin starfsemi.
Áður en Pétur byrjar sinn fyrirlestur, ætlar Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Sjávarklasans, að fara yfri helstu breytingar í greininni, auk þess að útskýra starfsemi Sjávarklasans.
Fundurinn verður haldinn hjá Tollstjóra Tryggvagötu 19 þann 31. mars kl 08:30 til 09:30 gengið inn að vestanverðu.
Áhrif birgja á gæðakerfi?
Guðmundur S. Pétursson
Gæða- og öryggisstjóri Tollstjóra
Fjallað er um hvernig birgjar stofnunar tengjast þeim þáttum sem varðar þá þjónustu sem stofnunin veitir. Fjallað verður um hve langt þarf að ganga í birgjamati og hvernig best er að vinna það. Einnig verður það skoðað hvernig á að fylgja eftir settum kröfum á birgja og hvernig samvinna birgi og stofnunar getur verið þannig að báðir aðilar geti notið góðs af.
Birgjamat í rammasamningum
Birna Magnadóttir
verkefnastjóri Ríkiskaupa
Kynning Ríkiskaupa fjallar um fyrstu skref Ríkiskaupa í átt að birgjamati í rammasamningum.
Áherslan í fyrstu verður á rammasamninga þar sem vistvæn umhverfisskilyrði hafa verið sett.
Beyond Budgeting aðferðarfræðin hefur verið mikið í umræðunni síðustu misseri og kynnt sem framsækin leið til þess að nýta betur tækifæri í rekstri, minnka sóun og kostnað í stjórnunar- og fjármálaferlum fyrirtækja og stofnanna.
Aðferðarfræðin hefur leitast við að boða breyttan hugsunarhátt í stjórnun fyrirtækja úr miðstýrðu eftirlitsdrifnu umhverfi yfir í dreifingu ábyrgðar og valds til starfsmanna.
Aðferðarfræðin byggir á 12 grunnreglum og voru 8 af þeim er lúta að stjórnun kynntar fyrir fullbókuðum sal í mars mánuði.
Axel Guðni Úlfarsson hjá Össur og María Arthúrsdóttir hjá Vodafone munu deila með þátttakendum tveimur áskorunum sem þeirra fyrirtæki hafa verið að fást við:
Áskoranir tengdar því að færa sig frá ársáætlun yfir í rúllandi áætlun.
Áskoranir tengdar aðskilnaði Target og forecast.
Markmið þessarar vinnustofu er að þátttakendum gefist kostur á að deila þekkingu og reynslu sín á milli um þessar tvær áskoranir er tengjast seinni fjórum grunnreglum aðferðarfræðinnar.
Athugið að það er takmarkað framboð á þessa vinnustofu
Kristján Elvar Guðlaugsson Framkvæmdastjóri fjármálasviðs tekur á móti okkur og fjallað verður um kostnaðarstjórnun í fyrirtækinu.
Nýsköpunarhádegi verður haldið þriðjudaginn 14. apríl kl 12-13 í 27 Nýsköpunarhús, þriðju hæð í Borgartúni 27.
Umfjöllunarefnið að þessu sinni er best practises við tengslamyndun og undirbúningur fyrir ráðstefnur og aðra viðburði. Það kemur sífellt betur í ljós hversu mikilvægt það er að byggja sér upp gott tengslanet til að ná árangri. Við fáum til okkar þrjá reynslumikla aðila sem munu deila með okkur sinni sýn á umfjöllunarefnið. Þau eru Ingi Björn Sigurðsson stofnandi Point Zero, Edda Hermannsdóttir aðstoðarritstjóri Viðskiptablaðsins og Diðrik Steinsson framkvæmdarstjóri Mure. Þau munu flytja stutt erindi og í lokin verður boðið upp á Q&A þar sem tekið verður við spurningum úr sal.
Nýsköpunarhádegi eru samstarfsverkefni Klak Innovit, Nýherja og Stjórnvísi og verða haldin reglulega á þriðjudögum í vetur.
Capacent heldur kynningu á vegum Stjórnvísi um stjórnun hugbúnaðarleyfa þann 15. Apríl.
Kynningin fer fram í húsakynnum Capacent, Ármúla 13 og stendur frá kl. 8:30-10:00.
Stjórnun og utanumhald hugbúnaðar er mikilvægur þáttur í rekstri fyrirtækja. Gott skipulag við úttektir, umsýslu, samningagerð og verklag við stjórnun hugbúnaðarleyfa getur verið mjög ábatasamt og dregið úr rekstraráhættu. Þetta á ekki síst við nú, þar sem fleiri fyrirtæki eru í aukum mæli að horfa til „skýja“. Hugbúnaður og upplýsinga-kerfi eru oft grundvöllur framleiðni og samkeppnisfærni fyrirtækja. Leyfismálin eru því grundvallaratriði þegar kemur að rekstrarlegu áhættumati.
Hugbúnaðarframleiðendur hafa í auknum mæli látið framkvæma úttekt á hlítingu við skilmála samninga um notkunarrétt hugbúnaðs hjá fyrirtækjum og stofnunum. Munu slíkar úttektir festast í sessi komandi ár og þar með, mun mikilvægi þess að haldið sé skipulega utan um notkun hugbúnaðar og kerfa aukast til muna.
Capacent aðstoðar fyrirtæki við útfærslu og innleiðingu á stjórnunarkerfi fyrir umsýslu hugbúnaðar. Aðferðafræði Capacent byggir að miklu leyti á alþjóðlegum staðli (ISO 19770-1 Information Technology - Software Asset Management) og fellur vel að öðrum stöðlum eins og t.d. Stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi samkvæmt
ISO 27001.
Í kynningu sinni mun Capacent fara yfir aðferðafræði og lausnir tengdum stjórnun og mælingu á þroskastigi stjórnunar á hug- og vélbúnaði. Einnig verður fjallað um úttektir, framsetningu á gögnum og fleira.
Fyrirlesarar verða Bjarki Elías Kristjánsson og Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafar hjá Capacent.
Árið 2008 og 2014 stóð Háskólinn í Reykjavík fyrir rannsóknunum ICEMAC 1 og 2 um breytingar og þróun í stjórnunarreikningsskilum í íslenskum fyrirtækjum. Rannsóknin, sem var styrkt af RANNÍS, náði til fjármálastjóra í 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Stjórnunarreikningsskil (e: management accounting) er samheiti fyrir stjórntæki eins og áætlunargerð, kostnaðargreiningu, árangursstjórnun og innra eftirlit. Megintilgangur stjórnunarreikningsskila er að bæta ákvörðunartöku stjórnenda.
Á fundi okkar þann 21. apríl munu Páll Ríkharðsson, dósent við Háskólann í Reykjavík og Catherine E Batt rannsóknastjóri ICEMAC kynna niðurstöður þess hluta rannsóknarinnar sem tók á kostnaðargreiningum í íslenskra fyrirtækja.
Fundurinn verður haldin í Húsakynnum HR, Menntavegi 1
Gnýr Guðmundsson, leiðtogi verkefnastjórnunar hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi kynnir ferli verkefnastjórnunar fjárfestingaverkefna hjá ISAL og viðhald verkefnaskráa.
Farið verður lauslega yfir uppbyggingu og viðhald verkefnaskrár en aðalfókusinn verður á ferli verkefnastjórnunar og helstu áskoranir sem verkefnastjórar standa fyrir við undibúning og framkvæmd fjárfestingarverkefna.
Komið verður inn á mismunandi fasa verkefna og hvernig svokallað hliðferli nýtist við að hámarka arðsemi verkefna.
Að auki verður farið yfir þær breytingar sem átt hafa sér stað á undanförnum árum og hvaða árangri þær hafa skilað í betri verkefnum.
Lean faghópurinn býður félögum upp á "öðruvísi" fund þann 22.apríl nk. Boðið verður uppá GEMBA walk eða Go-see á framleiðslugólfi Marel. Það er Patrick Karl Winrow sem tekur á móti okkur hjá Marel.
Lögð verður áhersla á sýnilega stjórnun (e. Visual management), 5s, Kanban, Cellular manufacturing & Pull.
Vinsamlegast athugið að fjöldatakmörkun er á fundinn. Því er mikilvægt ef forföll verða að afskrá sig og láta vita.
kv.stjórn Lean
Innovation House, Eiðistorg 13-15, 3. Hæð. Seltjarnarnesi
Heilsueflandi vinnuumhverfi
Áhugaverð erindi um heilsueflandi samfélag.
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, lýðheilsufræðingur mun ræða um heilsueflingu í bæjarfélagi þar sem markmiðið er að efla heilsu og líðan. Sigríður segir frá aðkomu sinni að verkefninu.
Helga Kristjánsdóttir, leikskólastjóri á Sunnuhvoli gefur okkur innsýn inn í heilsuefandi leikskóla og áhrif þess á starfsemina.
Innovation House, Seltjarnarnesi
Boðað er til aðalfundar faghóps um ISO staðla og vottanir.
Dagskrá
Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2014-2015
Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2015-2016
Önnur mál
Stjórn ISO hópsins hvetur alla áhugasama til að mæta.
Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi.
Í framhaldi af aðalfundinum mun vera erindi um Stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðli en fyrirlesari er Guðjón Viðar Valdimarsson ráðgjafi hjá Stika. Skráning fer fram hér: http://stjornvisi.is/vidburdir/690
Í framhaldi af aðalfundi faghóps um ISO staðla þá mun Guðjón Viðar Valdimarsson hjá Stika halda erindi um stjórnkerfi áhættustjórnunar samkvæmt ISO 31000 - Almenn áhættustýring samkvæmt staðli.
Áhættugreining er veigamikill hluti í rekstrarumhverfi fyrirtækja og hluti af ákvarðanatöku á flestum sviðum. Uppsetning stjórnkerfis fyrir stjórnun áhættu (Risk management framework) þarf að vera yfir gagnrýni hafið og besta leiðin til þess er að fylgja almennt viðurkenndum stöðlum um áhættustjórnun.
ISO 31000 staðalinn (ISO 31000:2009, Risk management - Principles and guidelines), er almennt viðurkenndur sem staðall fyrir stjórnun áhættu. Þessi staðall tilgreinir hugtök, leiðbeiningar um vinnuferli og ferla til að setja upp og viðhalda stjórnkerfi fyrir áhættustýringu.
Notkun ISO 31000 getur hjálpað fyrirtækjum að auka líkur þess að ná markmiðum sínum, bæta greiningu á tækifærum og áhættum og nota auðlindir sínar til að stjórna áhættu á skilvirkan hátt. ISO 31000 er ekki vottunarstaðall en gefur leiðbeiningar um skipulagningu innri og ytri endurskoðunaráætlunar. Fyrirtæki sem nota staðalinn geta metið stjórnun sinnar áhættu við alþjóðlega viðurkenndan staðal og þannig notið þeirra kosta sem traustar og viðurkenndar vinnureglur leiða af sér.
Guðjón Viðar Valdimarsson (CIA,CFSA, CISA) er faggiltur innri endurskoðandi og hefur starfað við ráðgjöf og innri endurskoðun í langan tíma. Lesa má nánar um reynslu Guðjóns hér á eftirfarandi vefslóð: https://is.linkedin.com/in/gudjonvidarvaldimarsson
Ráðgjöf vegna uppsetningar á stjórnkerfi áhættustýringar samkvæmt ISO 31000 hefur aukist mjög verulega undanfarin ár en á sama tíma hafa kröfur til forms áhættustýringa aukist. Ráðgjöf vegna uppsetningar eða úttektir á því sviði hafa oft á tímum fjallað um að taka alla þætti áhættustýringar í notkun þannig að stjórnkerfi áhættu nýtist fyrirtækjum og stofnunum sem best.
STJÓRNUN ÁHÆTTU SAMKVÆMT ISO 31000
Í fyrirlestrinum fjallar Guðjón um um:
Hugtök , forsendur og almenna aðferðafræði áhættustjórnunar.
Hlutverk aðila : stjórnar, stjórnenda, innri endurskoðunar og áhættustýringardeilda.
Staðla og regluverk varðandi áhættustjórnun.
Ferli áhættustjórnunar, mat viðskiptalegra markmiða og áhættu sem að þeim steðja.
Fyrirlesturinn er um það bil klukkustund og er haldinn í húsnæði Stika ehf Laugavegi 178, 4 hæð, þann 29 apríl kl. 8:30 með aðalfundi faghópsins. Fyrirlestur Guðjóns hefst kl. 9.
Aðalfundur Stjórnvísi 2015 verður haldinn í Nauthól þann 6.maí kl.15:30- 17:00.
Eftirfarandi hafa boðið sig fram til stjórnar Stjórnvísi starfsárið 2015-2016 en frestur til framboðs rann út þann 29.apríl.
Til formanns: Nótt Thorberg, markaðsstjóri Marel á Íslandi. Nótt hefur setið í stjórn Stjórnvísi í 3 ár, tvö ár sem aðalmaður og eitt ár sem varamaður.
Aðalstjórn: Á síðasta aðalfundi voru kosnir til tveggja ára í aðalstjórn Stjórnvísi:
Önnur framboð í aðalstjórn og varastjórn sem kosið verður um á aðlafundi eru:
Áslaug D. Benónýsdóttir, verkefnastjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála hjá Gámaþjónustunni.
Hermann Jónsson, fræðslustjóri Advania.
Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar.
Maríanna Magnúsdóttir, deildarstjóri viðskiptaferla VÍS.
Sigurjón Þórðarson, stjórnunarráðgjafi hjá Hagvangi.
Þórunn María Óðinsdóttir, sérfræðingar og sjálfstætt starfandi hjá Intra, er varamaður í stjórn.
skv.6. gr. félagsreglna Stjórnvísi.
Í stjórn Stjórnvísi eru sjö stjórnarmenn og tveir varamenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Varamenn skulu kosnir til eins ár í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti þrír stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar.
Allir félagsmenn eiga kost á að bjóða sig fram til formanns og í stjórn. Framboð til formanns og í stjórn skulu skv. lögum félagsins hafa borist í síðasta lagi viku fyrir auglýstan aðalfund þ.e. 29.apríl 2015. Þeir, sem áhuga hafa á að bjóða sig fram, eru vinsamlega beðnir um að tilkynna það í pósti til gunnhildur@stjornvisi eða stjornvisi@stjornvisi.is
Kosið verður í fagráð félagsins en eftirtaldir hafa boðið sig fram:
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar- og nýsköpunar hjá Samtökum iðnaðarins
Einar S. Einarsson, markaðs-og þjónustustjóri Landsnets.
Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður BSc náms í viðskiptafræði við HR.
Kristín Kalmansdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs hjá Ríkisendurskoðun.
Jón G. Hauksson, framkvæmdastjóri Frjálsrar verslunar.
Einnig verða bornar upp til samþykktar siðareglur félagsins sem sendar voru öllum félögum til yfirlestar og bárust fjölmargar athugasemdir.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
Nauthóll Bistró
Sigurður Björnsson forstöðumaður innkaupa hjá Landsvirkjun, býður okkur til sín þann 7 maí n.k. og verður efni fundarins umfjöllun um birgjamat. Af hverju og hvernig sér Landsvirkjun fyrir sér að nýta slíkt mat í innkaupum. Einnig verður kynning frá Achilles sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í mati á birgjum með sérstöku birgjamatskerfi. Að lokum verður svo stutt kynning á siðareglum birgja sem Landsvirkjun er að innleiða.