- Skýrsla formanns yfir liðið ár.
- Kosning stjórnar faghóps.
- Önnur mál.
Framboð í stjórn faghópsins má senda á jonkristinn@ionradgjof.is
Microsoft Teams Need help?
Mánudagur | Þriðjudagur | Miðvikudagur | Fimmtudagur | Föstudagur | Laugardagur | Sunnudagur |
26
|
27
|
28
|
29 |
30
|
31
|
01
|
02
|
03
|
04 |
05
|
06
|
07
|
08
|
09
|
10
|
11
|
12
|
13
|
14
|
15
|
16
|
17
|
18
|
19
|
20
|
21 |
22
|
23
|
24 | 25 | 26 |
27
|
28
|
29
|
Framboð í stjórn faghópsins má senda á jonkristinn@ionradgjof.is
Microsoft Teams Need help?
Kæru stjórnendur í faghópum Stjórnvísi og aðrir Stjórnvísifélagar.
Nú styttist í Kick off fund stjórna faghópa Stjórnvísi sem haldinn verður fimmtudaginn 29.ágúst nk. í Akademías Borgartúni. Vonumst til að sjá sem flesta á staðnum - en fyrir þá sem ekki komast er hlekkur á streymið hér að neðan.
Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu. Einnig hlýðum við á einstaklega áhugavert erindi frá einum reyndasta MBA kennara Norðurlandanna sem jafnframt er sérfræðingur á sviði stjórnunar og viðskiptafræða Dr. Eyþór Ívar Jónsson forseti Akademias "Hvernig eflir maður stjórnir og stjórnarsamstarf?"
Stjórnir faghópa eru hvattar til að hittast í ágúst, borða saman hádegisverð í boði félagsins og huga að dagskrá starfsársins. Einnig er í ágúst oft best að bóka fyrirlesara. Stjórn vekur athygli á að stjórnum faghópa gefst tækifæri tvisvar á starfsárinu að hittast í hádegisverði hvar sem er í boði félagsins, hægt er að setja í reikning á Nauthól, Vox og á Kringlukránni. Mikilvægt er að kvitta undir reikninginn og skrifa nafn faghópsins. Ef aðrir staðir verða fyrir valinu er afrit af reikningi sent á Stjórnvísi og reikningurinn greiddur samdægurs.
Smelltu hér til að fylla út í skjal á vefnum drög að dagskrá en búið er að senda slóð að skjalinu á allar stjórnir faghópa.
Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til félaga mánudaginn 2.september.
Akademias Island is inviting you to a scheduled Zoom meeting.
Topic: Stjórnvísi - KickOff
Time: Aug 29, 2024 04:30 PM Reykjavik
Join Zoom Meeting
https://us06web.zoom.us/j/83166921856?pwd=PV11ynhQPFujTacDDuC0nEz83vmUAM.1
Hér er tengill á upptökuna: https://us06web.zoom.us/rec/share/5KwiKRPQPUE5c_-bEGRUonHrJ6DQbKLi9qTeSYXEgQ398JfnwxBLfiaw1i4Ft17W.llSeba6Ryww9uZQ4?startTime=1724947995000
Passcode: Vx7Rv#rJ
Sjálfbærniásinn er nýr samræmdur mælikvarði sem mælir viðhorf íslenskra neytenda til frammistöðu fyrirtækja og stofnana í sjálfbærnimálum og gerir samanburð á stöðu og þróun á mörkuðum. Prósent, Langbrók og Stjórnvísi standa að Sjálfbærniásnum.
Markmið Sjálfbærniássins er að veita hlutlausar og samanburðarhæfar upplýsingar um viðhorf almennings til þess hvernig íslensk fyrirtæki standa sig í sjálfbærnimálum. Mælikvarðinn mælir þá 4 þætti sem The World Economic Forum telja að muni leiða heiminn á sjálfbærari stað: plánetan (e.planet), hagsæld (e.prosperity), fólk (e.people) og stjórnarhættir (e.governance):
Mælingar voru framkvæmdar á tímabilinu janúar til og með apríl 2024 og ná til helstu markaða á Íslandi: Opinberra fyrirtækja, banka, raforkusala, tryggingafélaga, fjarskiptafyrirtækja, matvöruverslana, byggingavöruverslana, fyrirtækja á erlendum mörkuðum, sjávarútvegs, framleiðslufyrirtækja, álframleiðenda, flugfélaga og flutningaþjónustu.
Viðurkenningarhátíð
Viðurkenningarhátíðin þar sem 16 fyrirtæki fá viðurkenningu fyrir góðan árangur í sjálfbærni verður haldin miðvikudaginn 4. september klukkan 9.15 til 10.15 í Opna háskólanum ( HR) í stofu M 215 sem er staðsett til vinstri uppi á annarri hæð þegar komið er inn í Háskólann í Reykjavík.
Dagskrá í beinu streymi
9.15 - 9.20 - Ketill B. Magnússon, hjá Sjálfbærniskólanum í HR er fundarstjóri
9.20 - 9.25 - Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósents kynnir rannsóknarmódelið og aðferðafræði.
9.30 - 10.00 Yfirferð á helstu niðurstöðum eftir fyrirtækjum og mörkuðum og afhending viðurkenninga.
10.05 - 10.15 Myndataka
Allir sem áhuga hafa á sjálfbærnimálum og samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja og stofnana eru hvattir til að mæta og kynna sér þetta nýja mælitæki sem getur haft mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Í haust mun Opni háskólinn setja upp Sjálfbærniskólann í samstarfi við Festu.
Heimasíða Sjálfbærniássins https://www.sjalfbaerniasinn.is/
Viðburði verður í beinu streymi á visi.is og mbl.is
Viðburðurinn er skipulagður af The Global Bildung Network. Meðal atriða sem rædd verða eru:
Hvernig geta jarðarbúar unnið betur saman?
Hvernig getum við leyst helstu áskoranir sem við stöndum frammi fyrir?
Getum við gert betur?
Taktu þátt í alþjóðlegu samtali 21 september frá kl 14:00 til 22:00. Viðburðurinn er gjaldfrjáls.
Skráning á þátttöku og frekari upplýsingar er að finna á þessari vefslóð: https://www.globalbildung.net/what-it-means-to-be-human-2024-september-21/?utm_medium=email&_hsenc=p2ANqtz-_V0e9O8axIEyc3TVQq_yBqaDoL0Xqmu8CGOsprReRKFdF0kAaIwSL6LPusLK8GHGkhhR6i3FCT7yOj-W5nTS9mptTCyg&_hsmi=94305301&utm_content=94305301&utm_source=hs_email
Teams linkur hér
In this session Trausti Björgvinsson will lead an interview session where Sam Isaacson (coach and AI coach developer) helps us get more familiar with some of the opportunities and challenges that arise with emerging AI based coaches.
Content includes:
-Human vs. AI coaches - advantages and disadvantages
-Understand real-life possibilities for AI in coaching
-Identify opportunities for human-AI co-existence
-Realtime showcase on an AI based coachbot
This online session is suitable for coaches, managers, HR specialists at all levels as well as people who are curious of learning more about the applicability of AI coachbots. Join us for some inspiration on the topic.
Sam Isaacson is an enthusiastic coach and award-winning thought leader in the coaching profession. Sam is the founder of the Coachtec Collective, a global community of fantastic coaches grappling with the cutting-edge of technology. He's co-founder of AIcoach.chat, an AI-enabled tool providing non-directive coaching to those who wouldn't have access without it and co-hosts The Future of Coaching podcasts with Nina Salomons. Before becoming a coach Sam worked with big consulting firms in technology and governance risk advisory and assurance. He led the creation of Grant Thornton’s award-winning coaching services practice, establishing England’s biggest coaching qualification and building the UK’s biggest provider of employed coaches along the way. He then led CoachHub's global consulting work before starting his own business. He’s the first person in the world to have delivered executive coaching in virtual reality.
Teams linkur hér
Smelltu hér til að horfa á ráðstefnuna í beinu streymi.
Nú fer hver að verða síðastur að bóka sig á Haustráðstefnu Stjórnvísi sem ber yfirskriftina "Snjöll framtíð" sem er þema félagsins starfsárið 2024-2025.
Boðið verður upp á meiriháttar flott morgunverðarhlaðborð að hætti Grand Hótel. Aðgangur er frír og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Smelltu hér til að horfa á ráðstefnuna í beinu streymi. Ráðstefnunni er einnig streymt á visir.is og vb.is
08:30 Húsið opnar: Létt morgunhressing
09:00 Laufey Guðmundsdóttir, Sýningarstjóri Jarðhitasýningarinnar í Hellisheiðavirkjun og í stjórn Sjórnvísi: Setning ráðstefnu
09:05 Ráðstefnustjóri: Bergur Ebbi, rithöfundur og fyrirlesari
09:10 Haraldur Bjarnason forstjóri Auðkennis og í stjórn Stjórnvísi stýrir pallborði. Þátttakendur:
Stefán Baxter, forstjóri og stofnandi Snjallgagna
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID
09:35 Kolfinna Tómasdóttir, sérfræðingur hjá Rannís og meðstofnandi og meðstjórnandi AiXist. "Gervigreind og íslensk nýsköpun"
09:50 Stutt hlé: Tengslamyndun og spjall
10:05 Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar: „Vegferð Orkunnar – Snjallari greiðslulausnir“
10:20 Róbert Bjarnason, Forstjóri, Citizens Foundation„Gervigreind, straumar og stefnur“
10:35 Þorsteinn Siglaugsson, hagfræðingur. “Jæja, getum við þá loksins hætt að hugsa?”
10:50 Thelma Christel Kristjánsdóttir, Lögmaður hjá BBA//Fjeldco, LL.M., og stundakennari við Háskóla Íslands. “Lögfræði og mállíkön”
11:00 Lilja Gunnarsdóttir, markþjálfi og teymisþjálfi í stjórn Stjórnvísi: Samantekt
11:05 Ráðstefnuslit
Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00. Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „SNJÖLL FRAMTÍГ. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2024 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:
1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.
Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2024-2025:
Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda. Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta). Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum. Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.
Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 8. maí 2024 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2024-2025.
Stefán Hrafn Hagalín, framkvæmdastjóri Þrettán ellefu ehf., formaður (2024-2025)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel, (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2024-2025)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2024-2025)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2024-2025)
Lilja Gunnarsdóttir, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2024-2025)
Matthías Ásgeirsson, VSÓ, (2024-2026)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech, (2023-2025)
Kosin voru í fagráð félagsins:
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri NOVA (2024-2026)
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Norðuráls (2024-2026)
Sigurður Brynjar Pálsson, forstjóri BYKO (2024-2026
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2024-2026)
Eftirfarandi eru fyrstu tillögur/drög að mælikvörðum stjórnar 2024-2025
Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2024-2025
oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is
ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna
2024-2025
i. Fjölgun fyrirtækja oo
ii. Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
iii. Fjölgun virkra félaga oo
iv. Fjölgun nýrra virkra félaga oo
v. Fjölgun viðburða oo
vi. Fjölgun félaga á fundum oo
vii. Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
viii. Aukning á félagafjölda í faghópum oo
ix. Aukning á virkum fyrirtækjum oo
x. Fjölgun nýrra háskólanema oo
xi. Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum ooo
xii. Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
xiii. Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
xiv. Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
xv. Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
xvi. Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo
xvii. Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
xviii. Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
xix. Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
xx. Fjölgun erlendra fyrirlesara
xxi. Hækkun á NPS skori oo
xxii. Félagar/stjórnendur faghópa upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu oo
Hlekkur á viðburðinn: Join the meeting now
Hjalti Vigfússon, verkefnastjóri hjá Samtökin '78, mun koma og halda stutt erindi um hvernig mannauðsfólk getur hagað vinnuaðstæðum og þjálfað starfsfólk sitt til að gera vinnustaðinn móttækilegri fyrir fjölbreyttum hóp starfsfólks.
Erindið eru 30 mínútur, og verður tími fyrir spurningar að því loknu.
Keynote speakers:
Panel speakers:
Feature:
Echo-ráðstefnan er nýr viðburður úr smiðju félagsáhrifaframtaka okkar. Með henni viljum við stuðla við nýsköpun með sjálfbærni, fjölbreytileika og þátttöku í frumkvöðlastarfi og á vinnumarkaði um allt Ísland.
Við hjá Gracelandic trúum því að tíska snúist ekki bara um fötin sem við göngum í heldur áhrifin sem við sköpum. Vörumerki okkar stendur fyrir meira en bara föt. Það táknar valdeflingu, sjálfbærni og framtíðarsýn til jákvæðra breytinga.
Af hverju „Echo“? Orðið „echo“, eða „bergmál“ á íslensku, stendur fyrir gildi vörumerkis okkar.
Að þessu sinni er markmið Echo ráðstefnunnar að athuga gaumgæfilega þetta þema: Félagsleg og Efnahagsleg Valdefling fyrir Sjálfbærni á Íslandi: að hlúa að nýsköpun með þátttöku, fjölbreytileika og þjóðerniskennd.
Verið með í hópnum þar sem að framúrskarandi leiðtogar fyrirtækja, stefnumótendur, frumkvöðlar og almenningur sameinast til að ræða mikilvæg tengsl nýsköpunar, félags- og efnahagslegrar valdeflingar og sjálfbærni.
Viðburðurinn er ÓKEYPIS! Húsið opnar kl. 16:30
Will also be streamed Live
Verður til nýsköpunarþróttur í byggingariðnaði þegar ólíkir straumar koma saman?
Fyrirlesari er Guðjón Erlendsson frá Skipulagsstofnun
Viðburðurinn verður inn á þessari vefslóð:
Í fyrirlestrinum verður skurðpunkta tölvunar, stærðfræðilíkana og kerfisfræði í byggingariðnaðinum settur samhengi við fjórðu iðnbyltinguna. Rætt verður um hvernig þessi tækni er að móta framtíð arkitektúrs og borgarhönnunar, með áherslu á hönnunarflæði, CNC framleiðslu, hagræðingu hönnunar og samþættingu gervigreindar.
Við munum kanna hvernig notkun á tölvun gera arkitektum og borgarhönnuðum kleift að búa til flókin og nýstárleg mannvirki, um leið og við skoðum áhrif þessara framfara á hvernig við notum vélmenni í byggingarframkvæmdum. Með því að skilja þessi hugtök getum við nýtt möguleika tölvutækninnar og gervigreindar til að gjörbylta hinu byggða umhverfi og skapa skilvirkari, sjálfbærari og fagurfræðilega hönnun.
Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.
Um Rannsóknina
Í ár var bætt við nýjum spurningum til að kanna hvaða starfstengdu þættir gætu verið ástæður streitu og álags, auk þess að skoða hvort að aðrir þættir í lífinu geti haft áhrif.
Frá árinu 2020 hefur Prósent unnið að því að varpa ljósi á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði. Með notkun 16 spurninga úr Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI) hefur verið unnið að því að greina þetta flókna fyrirbæri. MBI er fyrsta vísindalega þróaða mælikvarðinn fyrir kulnun og er notaður víða um heim. Rannsóknin mælir þrjár mikilvægar víddir: tilfinningalega örmögnun, tortryggni og afköst í starfi.
Hver spurning er greind eftir starfsgrein, starfsaldri, kyni, aldri og menntunarstigi, svo eitthvað sé nefnt.
Prósent hefur framkvæmt þessa rannsókn í janúar ár hvert síðan 2020, og nú eru komin samanburðargögn frá 2020 til 2024 – fimm ára dýrmæt saga sem gefa innsýn á kulnun Íslendinga á vinnumarkaðinum.
Rannsóknin byggir á um 900 svörum frá einstaklingum 18 ára og eldri á vinnumarkaðinum um allt land.
Ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: prosent@prosent.is
Hlekkur á viðburð: Join the meeting now
Aldur er einn af þeim þáttum sem hefur áhrif á viðhorf okkar og viðmót gagnvart öðru fólki. En hvernig er hægt verða meðvitaðri um þessi viðhorf og taka tillit til hækkandi aldurs á vinnumarkaði?
Hvað er aldursstjórnun og hvernig nýtist hún mannauðsfólki? Hvernig birtast aldurs-/öldrunarfordómar og hvaða áhrif hafa þeir? Er gagnlegt að flokka starfsfólk í hópa eftir kynslóðum? Hvað er verið að gera á alþjóðlegum vettvangi í því skyni að sporna við öldrunarfordómum?
Þetta og mögulega fleira tengt öldrun á vinnumarkaði verður til umfjöllunar undir yfirskriftinni "Ungar konur með blásið hár og gamlir karlar með litað hár - er eitthvað að marka þetta fólk?"
Fyrirlesari: Berglind Indriðadóttir er iðjuþjálfi með yfir 20 ára reynslu í öldrunarþjónustu og viðbótarmenntun í opinberri stjórnsýslu, félagsfræði og öldrunarþjónustu. Hún hefur haldið utan um starfsemi Farsællar öldrunar - Þekkingarmiðstöðvar frá árinu 2013 samhliða störfum á hjúkrunarheimilum, heilbrigðisstofnunum og við ráðgjöf og kennslu.
Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir, formaður faghóps um mannauðsstjórnun.