Opni háskólinn í HR Menntavegur 1, 101 Reykjavík
Lean - Straumlínustjórnun,
Mörg íslensk fyrirtæki hafa ákveðið að innleiða aðferðafræði straumlínustjórnunar. Á sama tíma hafa vinsældir markþjálfunar aukist mikið. Er það tilviljun ? Hvað eiga þessar aðferðir sameiginlegt og hver er reynsla þeirra sem hafa nýtt sér straumlínustjórnun og markþjálfun samhliða?
Á opnum umræðufundi faghóps Stjórnvísi um Lean mun Aðalheiður Sigursveinsdóttir fjalla um af hverju aðferðafræði markþjálfunar styður við innleiðingu straumlínustjórnunar. Að loknum fyrirlestri Aðalheiðar verða almennar umræður þar sem við hvetjum eindregið til þess að flestir deili sinni reynslu í þessum efnum.
Allir sem eru að velta fyrir sér innleiðingu á straumlínustjórnun og þeir sem eru lengra komnir ættu ekki að láta þennann viðburð framhjá sér fara.
Fyrirlesari:
Aðalheiður Sigursveinsdóttir (MBA) er ráðgjafi í straumlínustjórnun og markþjálfi hjá Expectus og vann áður í þrjú ár við innleiðingu á straumlínustjórnun hjá Arion banka. Aðalheiður hefur starfsreynslu sem sérfræðingur, verkefnastjóri, rekstrarstjóri,gæðastjóri og stjórnandi. Meðal fagsviða sem Aðalheiður hefur starfað við eru þjónustustýring, rekstrarstýring, gæðastjórnun, markaðsmál, straumlínustjórnun (Lean Management) og stjórnendamarkþjálfun. Aðalheiður situr í stjórn Lean faghóps Stjórnvísi.