Aðalfundur, Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining, 24. ág. 2015

Aðalfundur faghópsins verður þann 24. ágúst 2015, kl. 08:30-10:00. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170 Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð). Allt áhugafólk er hvatt til að mæta.

Efnisskrá:

1) 08:30. Formaður býður alla velkoma.

2) 08:35. Óskilvirkni rekstrarhagræðinga og innleiðinga.

3) 09:00. Aðalfundur og skipulag faghópsins haust 2015 og vor 2016

i. Kosning formanns og fimm til sjö nefndarmanna.

ii. Viðburði verða þrír að hausti og fjórir að vori.

4) 09:20. Viðburðir, haust 2015 og vor 2016. - áætlun -

i. 24. sept., kl. 08:30-10:00, Háskóli Íslands

ii. 23. okt., kl. 08:30-10:00, Kostnaðarúrreikningar

iii. 19. nóv., kl. 08:30-100:00, upplýsingar síðar

iv. 18. febr. 2016, upplýsingar síðar

v. 17. mars, upplýsingar síðar

vi. 21. apríl, upplýsingar síðar

vii. 20. maí, upplýsingar síðar

Það er svo hægt að færa til daga eftir því sem þarf. 

5) 09:50. Önnur mál.

Aukastofnfundur faghóps Stjórnvísis um Virðismat og virðismatstækni - 25.ág.2015

Aukastofnfundur faghóps Stjórnvísis um Virðismat og virðismatstækni verður haldinn

þriðjudaginn 25. ágúst 2015, kl. 08:30-10:00. Fundarstaður verður að Eiðistorgi 15, 170

Seltjarnes, í húsnæði Stjórnvísis, (Innovation House, 3.hæð).

Þau ykkar sem hafa áhuga að starfa í stjórninni og/eða undirbúa fundi og/eða viðburði, eru

hvött til að mæta, þar sem liður nr. 4 á dagskránni er að kjósa stjórn o.fl.. Mjög gott er

að hafa 5 til 7 manna stjórn, þannig að sem flest sjónarmið komist að og að vinnuálag

dreifist einnig sem best.

Ekkert mál að senda inn tillögur að viðburðum fyrirfram eða koma með þær á stofnfundinn.

Hér má sjá nánari upplýsingar um faghópinn:
http://www.stjornvisi.is/hopur/virdismat-og-virdismatstaekni

Dagskrá:

Hefst kl. 08:30

1) kl. 08:30. Kynning og markmið með faghópnum.

2) kl. 08:45. Stuttur fyrirlestur um - Valuation techniques - Einar Guðbjartsson, dósent.

3) kl. 09:15. Kaffi og kökur (gestir hvattir að koma með smá nesti, t.d. kleinur o.þ.h.)

4) kl. 09:15. Skipan í stjórn og starfið framundan.

a. Kjósa formann og fimm til sjö stjórnarmenn.

b. Viðburðir, t.d. skipuleggja þrjá viðburði á haustönn og fjóra á vorönn.

i. 29. sept., kl. 08:30-10:00, upplýsingar síðar

ii. 27. okt., kl. 08:30-10:00, upplýsingar síðar

iii. 24. nóv., kl. 08:30-100:00, upplýsingar síðar

iv. 23. febr. 2016, upplýsingar síðar

v. 29. mars, upplýsingar síðar

vi. 26. apríl, upplýsingar síðar

vii. 24. maí, upplýsingar síðar

5) Önnur mál.

Fullbókað: Grunnatriði Lean (straumlínustjórnun/umbótavinna)

Fyrsti viðburður Lean faghópsins í vetur verður hin árlega kynning á grunnatriðum Lean (straumlínustjórnun/umbótavinnu). Fjallað verður á mannamáli um hvað umbótavinna er, hvort satt sé að fyrirtæki geti náð eins miklum árangri með þessum aðferðum og sögur ganga af og fléttað verður inn nokkrum dæmum um hvernig fyrirtæki hérlendis eru að nýta sér umbótavinnuna.

Allir sem eru að velta fyrir sér hvað umbótavinna er eða eru aðeins byrjaðir að skoða þessar aðferðir eru sérstaklega hvattir til að koma. Aðrir sem eru lengra komnir í fræðunum eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomnir líka.

Fyrirlesari: Þórunn M. Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi

Staðsetning: Korngarðar 2, 2. hæð, höfuðstöðvar Eimskipa.

Tímasetning: kl: 08:30 - 10:00

Dagsetning: 26.ágúst 2015

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn 27.ágúst nk. í Nauthól kl.16:00-17:30.

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn 27.ágúst nk. í Nauthól kl.16:00-17:30.
Fundurinn er vinnufundur fyrir stjórnir faghópanna.

Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu.

Mikilvægt er að senda drög að dagskrá faghópanna til framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is fyrir 23.ágúst. Þegar allir hópar eru búnir að senda inn dagskrána verður hún sameinuð í eitt skjal og send út til ykkar allra fyrir fundinn þann 27.ágúst nk.
Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til allra félaga þann 3.september.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Stjórnvísi.

Er markþjálfun lykillinn að Lean?

Mörg íslensk fyrirtæki hafa ákveðið að innleiða aðferðafræði straumlínustjórnunar. Á sama tíma hafa vinsældir markþjálfunar aukist mikið. Er það tilviljun ? Hvað eiga þessar aðferðir sameiginlegt og hver er reynsla þeirra sem hafa nýtt sér straumlínustjórnun og markþjálfun samhliða?
Á opnum umræðufundi faghóps Stjórnvísi um Lean mun Aðalheiður Sigursveinsdóttir fjalla um af hverju aðferðafræði markþjálfunar styður við innleiðingu straumlínustjórnunar. Að loknum fyrirlestri Aðalheiðar verða almennar umræður þar sem við hvetjum eindregið til þess að flestir deili sinni reynslu í þessum efnum.
Allir sem eru að velta fyrir sér innleiðingu á straumlínustjórnun og þeir sem eru lengra komnir ættu ekki að láta þennann viðburð framhjá sér fara.

Fyrirlesari:
Aðalheiður Sigursveinsdóttir (MBA) er ráðgjafi í straumlínustjórnun og markþjálfi hjá Expectus og vann áður í þrjú ár við innleiðingu á straumlínustjórnun hjá Arion banka. Aðalheiður hefur starfsreynslu sem sérfræðingur, verkefnastjóri, rekstrarstjóri,gæðastjóri og stjórnandi. Meðal fagsviða sem Aðalheiður hefur starfað við eru þjónustustýring, rekstrarstýring, gæðastjórnun, markaðsmál, straumlínustjórnun (Lean Management) og stjórnendamarkþjálfun. Aðalheiður situr í stjórn Lean faghóps Stjórnvísi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?