Advania Guðrúnartúni 10
Öryggisstjórnun, Sjálfbær þróun,
Það færist mjög í vöxt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum að gera sérstaka samgöngusamninga þar sem starfsmenn skuldbinda sig til að nota vistvæna samgöngumáta til og frá vinnu. Fyrir þremur árum voru þetta nokkur fyrirtæki en í dag er fjöldi fyrirtækjanna orðinn á annað hundrað. Vinnustaðir líta á þetta sem hluta af stefnu sinni í umhverfismálum og samfélagsábyrgð. Á fundinum verður fjallað um ávinninga og áskoranir samgöngusamninga. Með auknum fjölda hjólreiðaslysa vakna spurningar um ábyrgð vinnustaða að hvetja starfsmenn til hjólreiða og hvert sé hlutverk og skylda fyrirtækja varðandi bætta samgöngumenningu. Hvernig hjólandi, gangandi og akandi geta samnýtt samgöngumannvirki á sem hagkvæmastan og öruggastan máta.
Fyrirtæki og stofnanir munu deila reynslu sinni af innleiðingu á samgöngusamningum. Fulltrúi frá Hjólafærni mun fjalla um hjólreiðar og umferðaröryggi.
Fyrirlesarar:
Ægir Már Þórisson, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs, Advania
Hulda Steingrímsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála, Landspítala
Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri, Verði
Árni Davíðsson, ráðgjafi, Hjólafærni á Íslandi